Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 26

Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 26
 7. október 2006 LAUGARDAGUR26 stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið Það er ekki aðeins liturinn á kápunni sem er með því daufasta sem við höfum séð í tíð þessarar ríkisstjórnar. Það er eins og frum- varpið skammist sín og vilji ekki láta bera á sér. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, í umræðum um fjárlagafrum- varpið. Sko, prófessorar í hagfræði við Háskóla Íslands, það er þeirra vandamál ef þeir koma fram í blöðum og skrifa einhverja endemis bölvaða vitleysu um Gini-stuðul. Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, í umræðum um fjárlagafrumvarpið. Vika er búin af þinginu og ég hef strax öðlast talsverða reynslu í að vera þingfréttaritari. Ég geng nú ákveðnari um gangana og er frjáls- legri í fasi en í byrjun vikunnar. Mér líður ekki lengur eins og ég sé að byrja í nýjum skóla og eigi á hættu að eldri nemendur hengi mig upp á snaga. Ég er meira að segja farinn að fá mér kaffi í matsalnum sem ég tel vissan áfanga. Kannski ég sleppi fram af mér beislinu í næstu viku og fá mér kjötbollur í hádeginu. Fimm mál hafa verið rædd það sem af er þingi og ég hef hlustað á hvert orð sem sagt hefur verið af athygli. Ekki varða þau öll þjóðarhag eins og eftirfarandi orðaskipti Árna M. Mathiesen og Einars Más Sigurð- arsonar bera með sér. ÁMM: „Frú forseti. Ég verð nú að segja að mér brá við ræðu háttvirts þingmanns. Háttvirtur þingmaður sem alla jafna er glaðsinna, hann sá bara svart.“ EMS: „Frú forseti. Það er aldeilis að hæstvirtur ráðherra hefur farið vit- lausu megin fram úr í morgun. Ég kannast ekki við að ég hafi ekki séð neitt nema svart. Hann er kannski farinn að sofa í nýja kjördæminu og það er lengra á milli og hann ekki búinn að jafna sig þegar hann kemur í þingsal.“ ÁMM: „Frú forseti. Það gleður mig að Eyjólfur er að hressast hvar svo sem hann hefur farið fram úr í morgun. Ég ætla ekkert að dæma um það.“ Þeir geta verið léttir á því í þinginu. Á þeirri viku sem liðin er hafa 78 skjöl verið lögð á skrifborðið mitt í þing- húsinu. Skjölin eru mismikil að vexti og hlaupa frá því að vera ein blaðsíða upp í 420 síður. Það viðurkennist hér með að ég hef ekki komist yfir að lesa þau öll en ég hef helgina. Þingmennirnir sjálfir standa vitaskuld klárir á hverju orði hvort sem frumvörpin, þingsályktunartillögurnar eða fyrirspurn- irnar koma úr þeirra röðum eða pólitískra andstæðinga. Hér eru menn vel upplýstir. En ég sé fram á vandamál. Fái ég 78 skjöl á viku í þær nítján vikur sem áætlað er að þing starfi hef á endanum fengið 1.428 skjöl. Sem taka sitt pláss. Maður hendir nefnilega ekki frumvarpi þó búið sé að skrifa um það frétt. Í því felst táknræn yfirlýsing um að frumvarpið sé rusl og ekki ætla ég að vera sá sem úrskurðar um hvort frumvarp sé rusl eða ekki. Skjölin fara í tvo stafla á skrifborðinu mínu sem heita Lesið og Ólesið. Og svona til sönnunar þess að ég hafi lesið eitthvað í vikunni flýtur hér með tilvitnun í fjárlagafrumvarpið. „Eftirfarandi er yfirlit yfir fjárlagaliði með óskiptum fjárheimildum ráðuneytisins sem ætlaðir eru til að millifæra fjár- heimildir af á aðra fjárlagaliði innan fjárlagaársins í samræmi við forsendur og tilgang fjárveitinganna.“ Og spurt er; hvað eru mörg fjár í því? VIKA Í PÓLITÍK BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Skjöl á skjöl ofan Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan þing kom saman hefur 21 fyrirspurn verið lögð fyir ráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni hefur verið iðnust ¿ sex eru þegar komnar úr hennar ranni. Samfylkingin er raunar sá flokkur sem helst vill spyrja því tólf af 21 eru þaðan. Framsóknarþing- menn hafa lagt fram fimm fyrirspurnir, frjálslyndir tvær og sjálfstæðismenn tvær. Flestum fyrirspurnum – fjórum – hefur verið beint til heilbrigðisráðherra og þremur til félags- málaráðherra. Upp á aðra ráðherra stendur að svara einni til tveimur fyrirspurnum. Raunar hafa þingmenn ekki enn séð ástæðu til að spyrja fjár- mála- og landbúnaðarráðherra eins né neins. Fyrirspurnirnar eru af ýmsum toga. Sigurjón Þórðarson spyr iðnaðarráðherra hvort hann hygg- ist beita sér fyrir því að útræðisréttur stranda- jarða verði virtur að nýju og Kristján Möller spyr menntamálaráðherra hvort uppi séu áform um útsendingar alla virka daga hjá svæðisútvarpinu á Austurlandi. Valdimar L. Friðriksson spyr mennta- málaráðherra hvort hún hyggist beita sér fyrir fram- haldsskóla í Mosfellsbæ og Guðjón Ólafur Jónsson spyr samgönguráðherra hvað líður undirbúningi að gerð Sundabrautar og mislægra gatnamóta Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. Jóhanna Sigurðar- dóttir spyr svo félagsmálaráðherra hversu margar nýbyggingar voru byggðar árlega árin 2000-2005, dómsmálaráðherra um hve mikið magn fíkniefna lögregla og tollgæsla lögðu hald á 2004 og 2005 og það sem af er þessu ári og heilbrigðisráðherra hversu há endurgreiðsla var vegna tannlækna- kostnaðar barna og unglinga á síðustu tveimur árum. Við þessum spurningum og miklu, miklu fleiri eiga eftir að fást svör á Alþingi Íslendinga. Spurt um nýbyggingar, útræðisrétt útvarpssendingar og fíkniefni Aðeins 33 mínútur liðu á miðvikudag frá því að frumvarp kom á dagskrá þar til það var samþykkt sem lög frá Alþingi. Frumvarpið fjallaði um rétt nefndar til aðgangs að opinberum gögnum um öryggismál og kemur fram vegna upplýsinga um símhler- anir og njósnir. Allir flokkar stóðu að frumvarpinu og ríkti eining um afgreiðslu þess. Í stuttu máli var atburðarásin þessi: 18.00 Fundur settur á Alþingi. Rann- veig Guðmundsdóttir forseti leitar samþykkis fyrir að málið sé tekið á dagskrá. 18.03 Samþykki fæst og gengið er til dagskrár; eina málið tekið fyrir. 18.04 Sólveig Pétursdóttir mælir fyrir málinu. 18.07 Össur Skarphéðinsson tekur til máls. 18.10 Mörður Árnason tekur til máls. 18.17 Ögmundur Jónasson tekur til máls. 18.18 Arnbjörg Sveinsdóttir tekur til máls. 18.21 Hjálmar Árnason tekur til máls. 18.22 Magnús Þór Hafsteinsson tekur til máls. 18.25 Umræðum lýkur. Gengið til atkvæðagreiðslu. Málinu vísað til annarrar umræðu. Fundi slitið. 18.29 Fundur settur á Alþingi. Rann- veig Guðmundsdóttir leitar samþykk- is fyrir að málið sé tekið á dagskrá. 18.30 Samþykki fæst og gengið til dagskrár; eina málið tekið fyrir. Enginn kveður sér hljóðs. Gengið til atkvæðagreiðslu. Málinu vísað til þriðju umræðu. Fundi slitið. 18.31 Fundur settur á Alþingi. Rann- veig Guðmundsdóttir leitar samþykk- is fyrir að málið sé tekið á dagskrá. 18.32 Samþykki fæst og gengið til dagskrár; eina málið tekið fyrir. Enginn kveður sér hljóðs. Gengið til atkvæðagreiðslu. Frumvarpið er sam- þykkt og málið sent ríkisstjórn sem lög frá Alþingi. 18.33 Fundi slitið. Alþingi á hraða ljóssins Kristinn H. Gunnarsson vill að ráðherrar sitji ekki á Al- þingi. Veljist þingmaður til setu í ríkisstjórn skuli hann afsala sér þingmennsku. Með því vill hann styrkja þingið. Jóhanna Sigurðar- dóttir sér kosti og galla við hugmyndina en þann ágalla helstan að tilhögunin styrki stjórnarliðið enn frekar en nú er. Kristinn hefur lagt fram frum- varp um breytingu á stjórnar- skránni og vill að í henni standi einfaldlega: Ráðherra má ekki vera alþingismaður. „Ráðherra sem jafnframt er þingmaður verður mjög áhrifa- mikill í þinginu, sérstaklega í sínum þingflokki og því meira sem ráðherrarnir eru hærra hlut- fall af þingmönum,“ segir Krist- inn um ástæður þess að hann legg- ur þessa breytingu til. Hann vill ekki ganga svo langt að segja að þrískipting valdsins sé í reynd hjóm en segir fyrirkomulagið blandaðan kokteil. „Dómsvaldið er ekki alveg sjálfstætt meðan stöðuveitingavaldið er í höndum ráðherra en þó má segja að það hafi sjálft sótt sér aukið sjálfstæði að undanförnu. En framkvæmda- valdið og löggjafarvaldið er mjög samtvinnað af því að við höfum þingbundið fyrirkomulag. Það verður það auðvitað áfram og er í öðrum löndum líka en það sem gerir þetta verra hjá okkur er að við erum með svo fjölmenna ríkis- stjórn í fámennu þingi.“ Jóhanna Sigurðardóttir, Sam- fylkingunni, var ráðherra í sjö ár og hefur auk þess reynslu af að sitja sem óbreyttur þingmaður, bæði í stjórnarliði og stjórnarand- stöðu. Hún sér kosti og galla við hugmynd Kristins. „Mér sýnist þetta verða til að styrkja stjórnar- liðið sem fær í raun tólf vinnu- menn. Það fær líka aukinn liðsafla til að sitja í nefndum og taka þátt í umræðum ef þingmennirnir eru ekki ráðherrar. Um leið veikist stjórnarandstaðan.“ Jóhanna segir ótvíræða kosti þessu samfara ef fámennir þing- flokkar sitji í ríkisstjórn. Þar sem stór hluti þingmanna er ráðherra sé þetta til bóta. Sú var raunin í síðustu ríkisstjórn sem Jóhanna sat í, af tíu þingmönnum Alþýðu- flokksins voru fimm ráðherrar. Og sú hefur verið raunin í þingliði Framsóknarflokksins, af tólf þing- mönnum hafa sex verið ráðherr- ar. Bróðurpartur frumvarpa sem verða að lögum eru lögð fram af ráðherrum og unnin í ráðuneytun- um. Sérfróðir starfsmenn ráðu- neytanna koma að smíðinni en alþingismenn hafa ekki sama aðgengi að sérfræðingum. „Þingið er mjög veikburða í þeim efnum,“ segir Kristinn. „Þingið þarf að fá sérfræðinga og peninga til að kaupa þjónustu eins og ráðuneytin gera.“ Jóhanna er sama sinnis; segir mikilvægt að sérfræðiaðstoð við þingmenn verði aukin. Kristinn er ósáttur við hvernig ráðherrar stýra lagasetningunni í landinu. „Ráðherrarnir möndla með málin sín á milli og þau koma yfirleitt ekki inn í þingflokkana fyrr en allt er búið og gert. Þing- menn eru því settir í þá stöðu að vera vinnumenn ráðherranna,“ segir Kristinn og bendir á að ráð- herrar eigi það til að lýsa yfir í fjölmiðlum að frumvarp verði að lögum fyrir tiltekinn tíma þótt það hafi ekki verið lagt fyrir þingið. En hverja sér hann fyrir sér verða ráðherra, verði tillaga hans að veruleika? Verður það yfirleitt fólk sem áður hefur verið kjörið á þing eða fólk utan úr bæ? Báðar leiðir eru færar og líklegar. „Ef þingið verður styrkt, sérfræðiað- stoðin aukin og laun þingmanna hækkuð verður sennilega jafn áhugavert að vera þingmaður. Þá yrðu ráðherrar ráðnir eins og for- stjórar. Ráðherrum verða þá lagð- ar línurnar - þeir geta náttúrulega heimtað hitt og þetta - en þeir ráða ekki og þeir komast ekki yfir þing- ið.“ Jóhanna Sigurðardóttir vill fyrir alla muni styrkja þingið. En verði tillaga Kristins að lögum ótt- ast hún að skyldur ráðherranna við þingið minnki. „Það þyrfti alla- vega að tryggja skyldur þeirra, til dæmis að þeir mæti á fundi þing- nefnda. Stjórnarandstaðan yrði líka að hafa aðgang að fram- kvæmdavaldinu. En þessi tillaga myndi auka kostnað verulega og svo eru mikil þrengsli í þingsaln- um þannig að það eru ýmsar prakt- ískar ástæður sem mæla gegn þessu.“ Ráðherrar sitji ekki á þingi HÚRRA FYRIR FORSETANUM Kristinn H. vill að ráðherrar séu ekki þingmenn. KRISTINN H. GUNNARSSON JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, Öryggismál voru Geir H. Haarde forsætisráðherra hugleikin í stefnu- ræðunni á þriðjudag. Orðið öryggi kom fyrir sex sinnum í ræðunni. Önnur efnisorð voru líka nefnd. Frelsi 3 Árangur 3 Kaupmáttur 2 Skattar 3 Stöðugleiki 1 Náttúra 5 Kosningar 3 Stjórnarandstaða 0 ÖRYGGI OFT NEFNT Í STEFNURÆÐUNNI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.