Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 30

Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 30
 7. október 2006 LAUGARDAGUR30 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1954 Minjasafn Reykjavíkur er stofnað. 1960 Nígería fær inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar. 1981 Hosni Mubarak verður forseti Egyptalands í stað Anwar Sadat sem var myrtur. 1982 Söngleikurinn Cats er frumsýndur í London. 1989 Sýning er opnuð í Þjóðminjasafninu í tilefni þess að 150 ár voru síðan ljósmyndir voru fyrst kynntar í París. 1992 Flóðljós eru tekin í notkun á Laugardalsvelli á landsleik Íslands og Grikklands í knattspyrnu. 2001 Bandaríkjamenn gera loftárás á Afganistan. RANDVER ÞORLÁKSSON ER 57 ÁRA Í DAG „Ég segi samt eins og íslenska landslið- ið, það er ekki aðalatriðið að vinna heldur að vera með.“ Háðfuglinn Randver lýsir afrekum sínum í badminton og golfi. Á þessum degi árið 1985 rændu palest- ínskir hryðjuverkamenn ítalska farþegaskipinu Achille Lauro á Mið- jarðarhafi og hótuðu að sprengja það í loft upp. Kröfðust þeir þess að fimmtíu palestínsk- um föngum í Ísrael yrði sleppt úr haldi. Um fjögur hundruð farþegar voru um borð í skipinu. Hryðjuverkamenn- irnir skutu einn farþeganna til bana. Það var hinn 69 ára gamli Leon Klinghoffer frá Bandaríkjunum sem var fatlaður og fastur í hjólastól. Líki hans var kastað útbyrðis. Hættuástandinu lauk 10. október þegar Egyptar leyfðu ræningjunum að komast undan í skiptum fyrir fangana. Bandarísk yfirvöld sendu herþotur til að fara í veg fyrir egypsku flugvélina sem flutti ræningjana og neyddi hana til lendingar á Ítalíu. Fjórir þeirra voru dæmdir til langrar fangelsisvistar á Ítalíu en Abu Abbas sem talinn er vera höfuðpaurinn og hafa skipulagt ránið slapp undan fangelsisdómi. Hann var handtekinn af bandarískum hermönnum í Bagdad í apríl 2003 og dó í haldi þeirra í mars 2004. Krufning leiddi í ljós að hann hefði látist af hjartasjúkdómi. Raunum skipsins Achille Lauro var þó ekki lokið því árið 1994 kviknaði í því og það sökk. ÞETTA GERÐIST: 7. OKTÓBER 1985 Hryðjuverkamenn ræna farþegaskipi ACHILLE LAURO Ingibjörg Ólafsdóttir er hætt sem hót- elstjóri Hótel Íslands, en hún hefur gegnt því starfi í fimmtán ár. Hún heldur til Bretlands á mánudag þar sem hún mun taka við starfi hótel- stjóra Radisson SAS hótelsins í Leeds. „Þetta leggst óskaplega vel í mig, mér finnst mjög spennandi að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Ingibjörg í sam- tali við Fréttablaðið, en hún mun starfa í fyrsta skipti á erlendri grundu. „Þetta hefur verið skemmtilegur og lærdómsríkur tími hérna á Hótel Íslandi, en það er líka gaman að breyta til,“ sagði hún. Ingibjörg sagðist þó ekki búast við því að viðbrigðin yrðu of mikil. „Hótelið í Leeds tilheyrir líka Rezidor SAS eins og Hótel Ísland og Saga. Það verða væntanlega svipuð vinnubrögð á hótelinu og svo verð ég með gríðarlega sterkt öryggisnet sam- starfsmanna í kringum mig,“ sagði Ingibjörg, en viðurkenndi þó að eitt- hvað örlaði á fiðrildum í maganum. Ingibjörg mun stökkva út í djúpu laugina þegar hún hefur störf næst- komandi þriðjudag, en hún hefur aldrei komið til Leeds áður. „Þetta gerðist allt svo hratt að ég hef ekkert komist í að kynna mér staðhætti þarna. Það voru einhverjar hrókering- ar í Leeds og mér var boðið starfið. Þetta kom upp í byrjun september, sem er líka erilsamur tími á hótelun- um þar sem við þurfum að gera við- skiptaáætlanir og annað slíkt,“ sagði Ingibjörg. Hún segist vonast til að geta lokkað Íslendinga til Leeds. „Þetta er fín, lítil verslunarborg. Þar er til að mynda Harvey Nichols búð, sem verslunar- sjúkir sækja í. Leeds er líka rétt hjá Manchester og tilvalin fyrir þá sem vilja búa aðeins fyrir utan erilsama borg,“ sagði Ingibjörg og kvaðst vera full tilhlökkunar. sunna@frettabladid.is INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR: HÆTT SEM HÓTELSTJÓRI Á PARK INN Vill lokka fólk til Leeds INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR Kveðst ekki vera áhugasöm um fótbolta, en vonast til þess að Leeds komist í úrvalsdeildina: „Það yrði gósentíð fyrir borgina.“ FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK AFMÆLI Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður er 54 ára. Ragnhildur Gísladóttir söngkona er fimmtug. Okkar elskulegi Haukur D. Þórðarson fyrrum yfirlæknir Reykjalundar verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 11. október kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Oddssjóð, Reykjalundi. María Guðmundsdóttir Pétur Hauksson Anne Grethe Hansen Þórður Hauksson Kristjana Fenger Magnús Hauksson Hrafnhildur Guðmundsdóttir Gerður Sif Hauksdóttir Karl Benediktsson Dóra Guðrún Wild Árni Árnason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi. Valdimar Jónsson Skipstjóri, Vesturgötu 15a, Keflavík Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 5. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Árnína Jónsdóttir Jón Kristinn Valdimarsson Margrét Lilja Valdimarsdóttir Karl Hermannson Þórður Gunnar Valdimarsson Erna Valdís Valdimarsdóttir Og afabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar, Rannveigar Eiðsdóttur Borgarhóli, Svalbarðseyri Karl Á. Gunnlaugsson Oktavía Jóhannesdóttir Birna Gunnlaugsdóttir Stefán Einarsson Hreinn Gunnlaugsson Elsa Valdimarsdóttir Eiður Gunnlaugsson Sigríður Sigtryggsdóttir Hildur Eiðsdóttir Eiður Eiðsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru, Kristínar Sveinsdóttur frá Hríshóli, Reykhólahreppi,Vitateigi 5, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækninga- deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir alúðlega umönnun í löngu veikindaferli. Garðar Halldórsson Gígja Garðarsdóttir Sigurður Guðjónsson Gunnar Þór Garðarsson Lilja Ellertsdóttir Alda Garðarsdóttir Guðmundur Viggósson Svavar Garðarsson Sveinn Vilberg Garðarsson Elsa Guðlaug Geirsdóttir Ingimar Garðarsson Anna Signý Árnadóttir Halldór Garðarsson Anna Edda Svansdóttir og ömmubörn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.