Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 32

Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 32
 7. október 2006 LAUGARDAGUR32 son kaupmaður og athafnamaður. Bolli hefur lengi staðið í farar- broddi þeirra sem barist hafa fyrir bættum og breyttum Laugavegi. Oft hefur verið við ramman reip að draga. Um langt skeið höfðu menn af því áhyggjur að þessi helsta verslunargata borgarinnar, og þar með landsins alls, væri að koðna niður. Og hendur manna bundnar. Bolli segir Laugaveginn hafa farið í gegnum margar sveifl- ur og dýfur. Bolli talar hér af reynslu, því hann hefur fylgst grannt með gangi mála í hartnær hálfa öld. „Þótt nú sé uppgangur veit ég að margir verslunareigendur eiga í miklu basli. Eru einyrkjar og þurfa að vinna langan vinnudag. En gatan er að taka við sér.“ Var orðið eins og skemmt epli í skipulagi Þegar loks var fallið frá alfriðun Laugavegs urðu straumhvörf að mati Bolla. Nú blasa við tækifæri til uppbyggingar. Ný borgarhús á teikniborðinu og í byggingu sem gætu laðað til sín öfluga kaup- menn. „Minn draumur er að sjá við Laugaveginn stórverslanir á borð við Zöru, Next og slíkar búðir. Sem draga til sín mikinn fjölda fólks og stuðla að auknu lífi í borginni,“ segir Bolli. Varðandi umrædda alfriðun Laugavegs segir Bolli að það hafi verið fyrir um þremur árum sem borgaryfirvöld féllu frá þeirri stefnu. Og ákveðið var að endur- meta öll hús við Laugaveg: Hvort þau hefðu byggingar- eða menn- ingarsögulegt gildi. Og hvernig þau pössuðu við götumynd þessar- ar helstu verslunargötu landsins. „Þá kemur á daginn að gamli miðbærinn okkar var orðinn eilítið líkt og skemmt epli í borgarskipu- laginu. En nú er mér kunnugt um fjölda umsókna inn í borgarskipu- lag þar sem menn eru með fyrir- hugaðar framkvæmdir á prjónum og vilja reisa byggingar við Lauga- veginn.“ Ekki mátti hrófla við neinu Merkja má upphaf hnignunar Laugavegs, að mati Bolla, þegar Torfusamtökin unnu slag við borg- ina fyrir um þrjátíu árum um að Bernhöftstorfan fengi að standa. Þá féllust borgaryfirvöldum hend- ur og öll uppbygging var bundin við úthverfin, Breiðholt og Graf- arvogi. Bolli segir sigurinn sem sjálfan góðan, allir fagni því að þau hús standi, en í kjölfarið fylgdi mikill doði. „Ekkert var hægt að komast áfram í þessum málaflokki. And- stæðingar og húsfriðunarmenn höfðu sitt fram. Ekki mátti hrófla við neinu. Á þessum tíma voru kannski þrjú hús byggð á þessu svæði. En nú, innan tíu ára, verður þessi borgarhluti orðinn gersam- lega óþekkjanlegur. Gömul hús, með menningarsögulegu gildi standi meðal nýrra verslunarhúsa. Þá ættum við að geta labbað stolt niður þessa miðborg okkar og fundist hún falleg og iðandi af mannlífi. Uppbygging í tengslum við tónlistarhúsið við höfnina er að fara af stað. Þétting byggðar á Skúlagötunni og Hlemmi mun styðja við þessa þróun.“ Upp úr 1972, þegar hnignunin hefst, verður engin endurnýjun á annars lélegum húsakosti. Á meðan er Kringlan byggð og í kjöl- far þess að hún er opnuð, árið 1987, standa um tíu til tuttugu auð pláss við Laugaveginn. „Kaupmenn höfðu bara gefist upp. En nú hækka eignir í verði og húsaleiga er að ná undir það að teljast arðbær. Uppgangur. Kaup- mönnum líst vel á framtíðina.“ Einkavæðing bílastæðahúsa Bolli fer ekki í grafgötur með ánægju sína með ný borgaryfir- völd. Honum virðast þau full áhuga á að auka hag miðborgar- innar allrar. Borgaryfirvöld leika eðli máls- ins samkvæmt lykilhlutverk í þróun byggðar og Bolli segir þau mega sinna betur sínum eigum svo sem húsum, ljósastaurum og stöðumælum svo eitthvað sé nefnt. Og talandi um stöðumæla. Nokkr- ir öflugir frambjóðendur núver- andi borgaryfirvalda hafa haft uppi þau stefnumið að henda stöðumælum úr miðborginni. Bolli segir stöðumæla stórt mál en ekki einfalt úrlausnar. „Þetta er vandamál sem allar borgir eru að glíma við. Enda eru engar borgir hannaðar fyrir þessa miklu bílaumferð. Í New York eru stöðumælar í gangi allan sólar- hringinn. Enda borgin sem aldrei sefur. Í London og Ósló hafa menn tekið upp á því að takmarka umferð inn í borgirnar. Svo hafa menn reynt þessar klukkuskífur eins og í Köben og á Akureyri. Þetta er stór málaflokkur,“ segir Bolli. Engar patentlausnir en Bolli telur að byggingar fleiri bíla- stæðahúsa gætu leyst nokkurn vanda. Hann hefur til dæmis séð teikningar af mjög flottu bíla- stæðahúsi bak við Laugaveg 77 sem eru fyrir fimm hundruð bíla. En Bolli segir ekki nóg að byggja dýr og vönduð bílastæðahús. „Ég tel að það beri að einka- væða þessi bílastæðahús. Þá nýtt- ust þau betur. Væru opin lengur og fram fengist betra þjónustu- stig. Þar mætti til dæmis bjóða upp á þrif á bílum og slíkt.“ Húsin taki mið af umhverfi sínu Á tímum alfriðunar var Bolli orð- inn verulega svartsýnn á stöðu mála. Hélt hreinlega að Laugaveg- ur sem verslunargata væri að líða undir lok. Sjálfur var hann kominn á fremsta hlunn með að gefast upp á að reka verslun þar. „Þarna var komið fullt af þriðja flokks verslunum og ég taldi ein- sýnt að fólk færi bara í Kringluna eða Smáralind.“ Nú stendur til að rífa nokkur þeirra húsa sem við Laugaveg standa eða flytja þau þangað þar sem þau njóta sín betur. En segjast verður eins og er með Íslendinga að lengi má tala um þéttingu byggðar en um leið og láta á verk- in tala upphefjast mótmæli og kvabb. Aðspurður segist Bolli ekki ætla að láta þetta þjóðareinkenni standa í sér. „Nefndin sem fór í gegnum þetta nú síðast valdi úr öll þau hús sem hafa menningarsögulegt gildi. Þau koma til með að standa. Önnur hús var búið að gluggastinga og skemma. Þau voru ekki byggð sem verslunarhús og allt í lagi að fjar- lægja þau. Laugavegurinn missir ekkert ásjónu sína. Hún verður allt- af sama gatan. En vissulega verður þetta að gerast í sátt. Og skylda þeirra arkitekta sem í þessa vinnu fara að standa vel að verki. Að húsin verði borgarhús. Ekki sama hvort verið er að teikna hús þarna eða í Smáralindinni. Húsin verða að taka mið af umhverfi sínu.“ Laugavegur uppspretta drauma Bolli er í rýnihópi um málefni Laugavegs þar sem skoðaðar eru ýmsar skemmtilegar hugmyndir og teikningar sem miða að eflingu þessarar helstu verslunargötu borgarinnar. Ljóst er að vilji menn að gatan haldi þeirri stöðu sinni þarf að halda vöku sinni. Á gömlum fréttamyndum sem teknar eru fyrir 1987 má sjá að Laugavegurinn iðar af mannlífi. En það sama ár opnaði Kringlan. Þang- að fóru fimm milljónir viðskipta- vina á ári. Og munar um minna. Viðskiptavinir sem að stórum hluta versluðu á Laugavegi. „Þá fluttu margar góðar versl- anir burtu. Fóru annað hvort upp í Kringlu eða í Skeifuna. Lakari verslanir fylltu þau pláss. En nú sjáum við fram á breytingar. Mjög bjart er framundan. Uppbygging auk þess sem Laugavegurinn verð- ur alltaf uppspretta þessara litlu skemmtilegu verslana þar sem ungt fólk er að spreyta sig. Koma fram með sína hönnun og sína drauma. Það verður að fá að halda sér. ■ Bolli Kristinsson hefur lengi barist fyrir betri Laugavegi. Hann telur að í kjölfar sigurs Torfu- samtakanna í slag við borgina um friðun húsa á Bernhöftstorfunni hafi dauð hönd lagst yfir alla framþróun. En Bolli er bjartsýnn eins og fram kemur í þessu viðtali Jakobs Bjarnars Grétarssonar. Þetta ástarsamband mitt og Laugavegs hefur staðið lengi. Ég bjó fyrst við Lauga- veg þegar ég var fimm ára. Svo, eftir að ég fullorðnaðist, hef ég alltaf ýmist rekið verslun við Laugaveg eða verið þar með skrif- stofu. Jájá, þetta ástarsamband heldur alveg,“ segir Bolli Kristins- Ástarsamband Bolla Kristinssonar Upp úr síðustu aldamótum Laugavegurinn hefur alla tíð verið ein helsta verslunargata landsins eins og þessi mynd ber með sér en hún er frá upphafi aldarinnar. Um 1975 Gamlar fréttamyndir sýna að þar var áður iðandi mannlíf eins og sjá má á þessari mynd frá 1975 sem tekin er að vetrarlagi hjá Tryggingastofnun. Hlemmur í baksýn. Skömmu fyrir opnun Kringlunnar Bolli segir Laugaveginn hafa tekið dýfur í geng- um tíðina en gamlar fréttamyndir sýni götuna iðandi af lífi fyrir árið 1987 þegar Kringlan opnar. Þessi mynd er frá 1986. Laugavegur í dag Ekki er eins mikið mannlíf við Laugaveg og áður. En Bolli telur að Laugavegur sé í mikilli sókn með frekari uppbyggingu. Bolli og Laugavegurinn FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTABLAÐIÐ/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/GVA Bolli er fæddur árið 1951. Hann hefur verið atkvæða- mikill í þátttöku sinni í tengslum við allt sem við kemur Laugaveginum. Engar ýkjur eru að tala um ástarsamband manns og götu þegar Laugavegur og Bolli eru annars vegar. Strax árið 1976 var hann í Laugavegssamtökum, hann hefur verið í miðborgarstjórn, Þróunarfélagi Reykjavíkur ... „Já, ég hef verið viðriðinn öll þessi mál í öll þessi ár,“ segir Bolli í skrifstofu sinni þar sem blaðamaður hitti Bolla. Skrifstofan er að sjálfsögðu við Laugaveginn. Þar starfar Bolli nú við verslun og viðskipti. Miklar svalir eru við skrifstofuhúsnæðið og þar má virða fyrir sér verslunargötuna og hvernig hún funkerar. Bolli segir til dæmis augljóst að gatan hafi ekki verið hönnuð sem verslunargata – það sýni til dæmis öll þau sund sem liggja upp milli húsa. Bolli hefur löngum verið kenndur við verslunina 17 – verslunirnar urðu 14 sem Bolli hefur selt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.