Fréttablaðið - 07.10.2006, Side 33

Fréttablaðið - 07.10.2006, Side 33
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Volkswagen bjalla Birgis Sörensen mun brátt ná þeim áfanga að hafa þjónað þremur ættliðum sömu fjölskyldunnar. Á þeim tíma hefur hún aldrei bilað svo neinu nemur. Bíllinn keypti móðir Birgis, Ragneiður Guð- mundsdóttir, í nóvember árið 1973. Þá var hann nýr og því um 1974-árgerð að ræða, en bílinn átti Ragneiður þar til hún féll frá 2004. „Bíllinn er ekki keyrður nema 102 þúsund kílómetra en mamma var hætt að keyra hann síðustu árin. Það má segja að hann hafi verið mjög lítið notaður síðusta áratuginn, ekki keyrður nema 200 til 300 kílómetra á ári,“ segir Birgir. Bíllinn var tekinn algjörlega í gegn fyrir um átta árum og botninn, brettin og bremsu- kerfið algjörlega endurnýjuð. Þar að auki var hann sprautaður og í dag lítur hann út eins og nýr. Ekkert var átt við vélina en hún er samt sem áður í toppstandi. „Það eina sem er ekki eins og nýtt er áklæðin á sætunum og hljóð- kúturinn,“ segir Birgir. „Það er hins vegar lítið um nútíma þæg- indi í bílnum. Það er enginn hiti, ekkert útvarp og svo er óttalegur hávaði í vélinni, enda var þetta ódýrasta týpan af Volkswagen, svoköll- uð Harlem-útgáfa,“ bætir Birgir við og hlær. Til stendur að dóttir Birgis, Herborg, keyri bílinn í fyrsta skipti í haust. „Hún hefur ekk- ert keyrt hann og ég hef sjálfur ekki hreyft hann í allt sumar. Það stendur samt til að hún prófi áður en ég set hann í geymslu yfir vet- urinn,“ segir Birgir. Þegar Herborg sest undir stýri hefur bjall- an þjónað þremur ættliðum og aldrei yfirgef- ið fjölskylduna. Það sem meira er hefur hún aldrei bilað þannig að hún kæmi ekki fjöl- skyldumeðlimum þangað sem þeir þurftu að komast. tryggvi@frettabladid.is Hefur aldrei bilað Herborg er orðin óþreyjufull eftir fyrsta rúntinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sparaksturskeppni Atlantsolíu fer fram í dag. Keppnisbílar bifreiðaumboða vera ræstir klukkan 11.00 og keppnisbílar almennings kl. 12.00 en lagt er af stað frá sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu við Bíldshöfða 20. Fjallahringur Þingvalla er samstarfsverkefni FÍ og Þingvallaþjóðgarðs. Gengið verður á þekkt fjöll í þjóðgarði Þingvalla. Á morgun, sunnudag, verður gengið á Hrafnabjörg. Mæting er við þjón- ustumiðstöðina á Þingvöllum kl. 11.00, þátttaka ókeypis og allir velkomnir. Tvær ljósmyndasýningar standa nú yfir í Myndasal Þjóðminja- safns Íslands. Annars vegar er það sýningin Ókunn sjónarhorn. Hin sýningin nefnist Myndir úr lífi mínu. Þar eru á ferð myndir úr safni Gunnlaugs P. Kristinssonar (1929-2006) en hann var mjög virkur áhugaljósmyndari á Akur- eyri upp úr miðri síðustu öld. ALLT HITT [ BÍLAR TÍSKA FERÐIR MANNLEGI ÞÁTTURINN ] GÓÐAN DAG! Í dag er laugardagurinn 7. október, 280. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 7.53 13.16 18.36 Akureyri 7.41 13.00 18.18 ÞRIÐJA SKILN- INGARVITIÐ Gott ilmvatn getur sent okkur á vit minninganna. TÍSKA 8 GLÆSILEGUR LÍFSSTÍLSBÍLL Reynsluakstur GS300 BÍLAR 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.