Fréttablaðið - 07.10.2006, Síða 34

Fréttablaðið - 07.10.2006, Síða 34
[ ]Góð smáauglýsing á bíl sem ætlunin er að selja á að inni-halda árgerð, tegund, lit, vélarstærð og hve mikið bíllinn er ekinn. Sleppið óþarfa lýsingarorðum og lofyrðum. Reynsluakstur Lexus GS300 EXE Lexus GS300 er enginn venjuleg- ur bíll. Hann lætur svo sem ekki mikið yfir sér á ytra byrði en þegar inn er komið og hurðinni hefur verið lokað verður maður hálf agndofa af fáguninni og glæsileikanum. Fyrstu hugsun- inni sem skýtur niður í kollinn er að maður hefði þurft að vera fínna klæddur til að samræmast leðurklæddum sætunum og fallega hönnuðum ljósunum. Undir vélarhlíf Lexus er feyki- mikið afl. GS300-gerðin er með 3ja lítra V6-vél með háþróaðri beinni innspýtingu en hana má einnig fá með 4,3 lítra V8-vél. Báðar eru vélarnar með sex gíra sjálfskiptingu en einnig fylgir raðbundin skipting. V6-vélin nær hámarki sínu í 249 hestöflum við 6.200 snúninga og 310Nm hámarkstogi á 3.500 snúningum. Maður er því aðeins 7,2 sekúndur frá núll upp í hundrað km/klst. Bíllinn er sparneytinn miðað við stærð og afl; eyðir 9,8 lítrum í blönduðum akstri. Maður finnur lítið fyrir hrað- anum á þjóðvegum landsins og sökum þess hversu þægilegur bíllinn er í alla staði hentar Lexus einkar vel til langrar keyrslu. Það eina sem gæti truflað er óþarf- lega mikið vegahljóð miðað við verð bílsins. Fyrir rúmar sex milljónir býst maður við full- komnun. Hins vegar skýrist veg- hljóðið líklega af þeim dekkjum sem eru undir bílnum en hann er hægt að fá með 17 og 18 tommu álfelgum. Maður fær góða öryggistil- finningu um borð í GS300. Hann er útbúinn allt að tólf loftpúðum, ebd-hemlun, spólvörn, skriðvörn og aflstýri. Gallinn er helst sá að rafeindastýrður stýrisgangur bílsins lætur ekki nógu vel í hönd- um bílstjórans. Virðist stýrisbún- aðurinn stundum vilja taka völdin af bílstjóranum og sækir til ann- arrar hvorrar hliðar. Sætin í bílnum eru rúmgóð og þægileg. Framsætin er hægt að stilla á alla hugsanlega vegu og hægt er að vista sína stillingu í minni. Þá er bæði hægt að stilla hita og kælingu sætanna. Pláss fyrir farþega í aftursæti er ekki yfirgengilegt en þó meira en búist var við í fyrstu. Lexus GS300 mætti kalla raf- knúið himnaríki. Allt er stillan- legt með rofum. En þrátt fyrir töluvert takkaflóð er hönnunin einföld og heildarsvipur mæla- borðsins ekki yfirfylltur. Stór hluti rafknúinna takka er allur á sama stað, haganlega fyrirkomið til hliðar við stýrið og hægt er að fela stjórntækin þegar ekki er verið að nota þau. Hönnun lýsingar inni í bílnum er einkar hugvitsamleg. Sérstök lýsing er á ýmsum hlutum og hugsað er fyrir öllu. Ljóskastarar í farþegarými lýsa upp ákveðin svæði, til dæmis í innri hurðar- húnum, gírstöng, stýri og í gólfi. Mælarnir eru sérlega fallegir og sportlegir. Þá er Optitron-skjár- inn búinn ECD-birtustilli sem bætir aflestur mæla. Í mælaborði er EMV-snertiskjár með öllum stillingum fyrir útvarp og mið- stöð auk margs annars, til dæmis fjarlægðarskynjara sem gerir það leikandi létt að bakka í þröngt stæði. Ein snilldarlausn í GS300 er lykillausa opnunarkerfið. Með því að vera með tæki í vasanum eða veskinu skynjar bíllinn þegar þú ert nálægt og leyfir þér að opna bílinn án þess að nota lykil. Þetta er mjög þægilegt fyrir fólk með fullar hendur af pokum eftir verslunarferð. Lexus GS300 er ekki á allra færi. Hann er dýr en maður fær mikið fyrir peningana. Hann er kannski ekki fyrir fjölskyldur þessa lands en hentar þeim sem aðhyllast sérstakan lífsstíl. solveig@frettabladid.is Tölvustýrt himnaríki. Falleg hönnun einkennir mælaborð Lexus GS300. Stjórnborði spegla, bensínloks og margs fleira er haganlega fyrir komið á einum stað. Einnig er hægt að fela stjórnborðið með því að ýta því upp í mælaborðið. Glæsilegur lífsstílsbíll Fótapláss í aftursætum er ekki allt of mikið en þó meira en maður gerir sér í hugarlund. Undir þessari fáguðu vélarhlíf leynist mikill kraftur. Óþarfi er að snúa lykli til að koma kagg- anum í gang. Optitron-skjárinn sem er búinn ECD-birtustilli sem bætir aflestur mæla. Lexus GS300 EXE er glæsilegur lúxusbíll. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REYNSLUAKSTUR LEXUS GS300 EXE Vél: 3ja lítra V6 með innspýtingu 4,3 lítra V8 249 hestöfl, 310Nm tog Hröðun 0-100 km/klst: 7,2 sek Eyðsla, bl.akstur: 9,8 l/100km Þyngd: 2.125 kg. Farangursrými: 0,430 m3 PLÚS: Kraftur Glæsileiki og falleg hönnun Ljósaútbúnaður innan og utan MÍNUS: Veghljóð miðað við verð Stýriseiginleikar Verð prufubíls: 6.250.000 Jeppadekk Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 31" heilsársdekk verð frá kr. 12.900 www.alorka.is Sendum frítt um land allt! Við míkróskerum og neglum! Úrval af stærðum upp í 33" Opið á laugardögum 9-13 M IX A • fít • 6 0 4 9 7 Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef- hjól á kerrur. Bílamottur. Við bjóðum … Súðarvogi 6 – 104 Reykjavík Sími 577-6400 …farangursstífur í alla bíla! • Sendibíla • Skuttlur • fjölskyldubíla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.