Fréttablaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 7. október 2006
HEKLA hefur nú til sölu Volks-
wagen-bíla með tvíbrenni-
hreyfli, sem ganga bæði fyrir
metangasi og bensíni.
Bifreiðarnar eru aðallega knúnar
metangasi. Þrettán lítra bensín-
geymir er til vara. Sjálfvirkt
stýrikerfi yfir á hann, ef gasið
klárast.
Áfyllingin fer fram á sama hátt
og þegar hefðbundið eldsneyti er
sett á bílinn; eini munurinn er sá
að hún tekur aðeins lengri tíma.
Búnaðurinn er öruggur og
fyrirhafnarlaus fyrir bílstjórann.
Ekki hefur munur fundist á
vinnslu og viðbragði vélarinnar,
hvort sem hún gengur fyrir
bensíni eða metangasi.
Óþarfi er að gera sérstakar
ráðstafanir vegna gasbúnaðarins.
Þó er æskilegt að blanda lyktar-
efni frá Sorpu í metangasið, svo
minnsta gasleka verði samstundis
vart.
Niðurstöður af erlendum
árekstrarprófunum sýna að minni
hætta er af gasbúnaði bíla en
hinum hefðbundna bensín/hráolíu-
búnaði í umferðaróhöppum.
HEKLA hefur tvenns konar
metangasbíla til sölu, það er
Volkswagen Caddy 2,0 EcoFuel
eða Caddy 2,0 EcoFuel Life og
Volkswagen Touran 2,0 Trendline
EcoFuel. Sjá nánar á www.hekla.
is
Bifreiðar með tvíbrennihreyfli
Hjá Heklu fást nú bifreiðar með tvíbrennihreyfli, frá fyrirtækinu Volkswagen.
Stór munur er eftir því hvort
þeir verja höfuð eða ekki.
Samkvæmt rannsókn sem kynnt
var á fimmtudaginn síðastliðinn
geta hliðar-árekstrarpúðar skipt
sköpum.
Ef bíll verður fyrir árekstri
nálægt bílstjórahurðinni minnka
púðar sem verja eingöngu líkama
farþeganna líkurnar á dauðsfalli
um 26 prósent. Verji púðarnir líka
höfuð farþeganna minnka líkurn-
ar um 37 prósent.
Ef um sportjeppa er að ræða
hækka tölurnar enn frekar. Í þeim
sjá líkamspúðarnir farþegum
fyrir 30 prósentum minni líkum á
dauðsfalli en heilum 52 prósentum
ef púðarnir verja höfuðið líka.
Í rannsókninni kom sérstak-
lega í ljós mikilvægi þess að púð-
arnir verðu höfuð farþeganna ef
hinn bíllinn í árekstrinum væri
stór.
Þó svo að um áttatíu af hundr-
aði nýrra bíla og sportjeppa séu
með hliðarárekstrarpúða sem
staðal- eða aukabúnað er annað
uppi á teningnum í pallbílum, en
minna en helmingur þeirra býður
upp á slíka púða.
Hliðarpúðar bjarga lífum
Hér hefði verið gott að hafa árekstrar-
púða. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA