Fréttablaðið - 07.10.2006, Side 58

Fréttablaðið - 07.10.2006, Side 58
14 „Ég er í bootcamp-heræfingum þrisvar í viku hjá Átaki hér á Akur- eyri, hleyp tvisvar í viku, fer í sund og stunda fótbolta,“ segir Ragnar Sverrisson kaupmaður á Akureyri. „Mér finnst andleg og líkamleg heilsa og vellíðan skipta miklu máli. Þó að maður bölvi því stundum að vakna klukkan sex á morgnana til að fara á æfingar líður manni svo vel þegar maður er búinn. Þá hef ég líka mjög gaman af því að hitta fólk og það gerir maður mikið í gegnum heilsurækt.“ Ragnar er einn af upphafsmönn- um Glerárdalsgöngunnar og segir hana hafa byrjað vegna áhuga síns og félaga sinna á að markaðssetja Eyjafjarðarsvæðið fyrir göngufólk. „Við gerðum okkur grein fyrir því að Glerárdalurinn er með einhver mestu og flottustu fjöll á Íslandi og okkur langaði til að koma fólki á sporið með að labba á þau. Glerárdalsgangan tekur um einn sólarhring og er labbað á 24 fjöll, þar af tíu fjöll sem eru yfir 1.400 metra há. Hópnum er skipt niður eftir styrkleika og þeir sem eru fljótastir eru nokkrum tímum fljótari að klára gönguna,” segir Ragnar. „Fólk sem kemur í þessa göngu verður að vera í góðu formi og vant að ganga á fjöll. Síðan erum við einnig með gönguklúbb sem hefur skipulagt reglulegar styttri gönguferðir í Glerárdal og þær henta þeim sem eru ekki komnir eins langt. Það er töluverður hópur sem hefur mætt í þær en við höfum farið aðra hverja helgi.“ Fegurstu fjöllin í Glerárdalnum Ragnar Sverrisson kaupmaður á Akureyri hefur ásamt fleirum skipulagt vinsælar gönguferðir um Glerárdal við Akureyri auk þess að stunda ýmisskonar æfingar. Ragnar segir að þó að stundum geti verið erfitt að vakna eldsnemma á morgnana veiti það honum bæði líkamlega og andlega vellíðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL Aðeins þú getur mótað líkama þinn, en Special K stendur með þér alla leið við að koma þér í framtíðarform. Það er nefnilega aldrei of seint að taka upp nýja og góða siði. Settu þér raunhæf markmið og farðu rólega af stað, til dæmis með því að stunda göngu, skokk eða sund. Það er góður og heilbrigður siður að borða reglulega skál af Special K, sem er troðfullt af vítamínum og trefjum en veitir þér jafnframt orku til að hreyfa þig og standast eril dagsins. Special K – með þér í heilsuátaki til framtíðar. Taktu upp nýja siði heilsunnar vegna! F í t o n / S Í A F I 0 1 8 4 5 7 Útrás íslenskra afurða Á Svalbarðsströnd við Eyja- fjörð er fyrirtækið Urtasmiðjan, sem framleiðir húðvörur úr íslenskum heilsujurtum. „Hér á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsýslunum eru jurtirnar kröftugar og orku- miklar þar sem þær vaxa villt- ar í sínu náttúrulega og hreina norðlenska umhverfi,“ segir Gígja Kjartansdóttir, eigandi Urtasmiðjunnar. „Við framleiður hreinar og náttúrulegar húðvörur án allra kemískra aukaefna. Þess vegna framleiðum við sjálf öll okkar krem og áburði frá grunni þar sem við notum náttúrulegt og lífrænt hráefni, ásamt okkar íslensku villtu heilsujurtum eða lífrænt ræktuðu jurtum.“ Rotvarnarefnið og þráavörn- in í framleiðslunni er unnin úr jurtum og engin ilm-eða litar- efni eru notuð önnur en þau sem eru í jurtunum sjálfum. Allar vörurnar Urtasmiðj- unar eru seldar undir vöru- merkinu SÓLA en skipta má framleiðslunni í tvær vörulín- ur, heilsuvörur og snyrtivörur. „Heilsuvörulínan er smyrsl, áburðir og olíur. Má þar nefna græðismyrslið góða sem var fyrsta vörutegundin sem ég þróaði og hefur það fyrir löngu sannað sig sem frábær græði- áburður, meðal annars hefur það grætt slæm sár og bruna og hjálpað fólki með exem og psoriasis.“ Urtasmiðjan er að hefja útflutning á framleiðslunni til Bandaríkjana, Bretlands og Danmerkur. „Fólk sækist eftir hreinum afurðum okkar og vonandi berum við Íslendingar gæfu til þess í framtíðinni að halda þessari góðu ímynd.“ Vefsíða: www.urtasmidjan.is ■■■■ { heilsublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.