Fréttablaðið - 07.10.2006, Side 83

Fréttablaðið - 07.10.2006, Side 83
LAUGARDAGUR 7. október 2006 43 Tomasz byrjaði að vinna hér á Íslandi sem almennur verka- maður, en fékk vinnu hjá Ístaki sem verkfræðingur eftir að hann lét þýða prófskírteinið sitt. Hann á konu og son í Póllandi og leitar nú að vinnu fyrir konuna til að sam- eina fjölskylduna, enda býr Tom- asz í rúmgóðri íbúð fyrirtækisins og vill að fjölskyldan búi þar með honum. Upphaflega ætlaði Tomasz ekki að dvelja hér í lengri tíma, en segir um að gera að „nýta tæki- færið“. Hann fékk tveggja mán- aða frí úr vinnu sinni á Póllandi til að kanna aðstæður á Íslandi. Nú langar hann að vera lengur: „Hvers vegna ættum við ekki að nýta þau tækifæri sem okkur eru boðin? Ef einhver opnar fyrir manni möguleika ætti ekki að hunsa það og fara bara heim aftur. Mig langar að taka áhættuna og flytja konuna hingað og lifa venju- legu lífi, eins og Íslendingar lifa. Þá þarf ég auðvitað að læra meira í tungumálinu,“ bætir Tomasz við og skellir upp úr þegar blaðamað- ur tekur upp íslenska myndorða- bók fyrir börn, sem liggur á stofu- borðinu. „Málið er allt öðruvísi en pólska, en af hverju ætti ég ekki að geta það fyrst öðrum hefur tek- ist að læra íslensku?“ Tomasz lætur vel af sér á land- inu og segir Íslendinga og Pólverja eiga margt sameiginlegt. Þess vegna passi Pólverjar svo vel inn í kerfið hér: „Í Póllandi erum við einnig lengi að, við þurfum líka að berjast við veður og kulda, eins og þið. Ég held að tíu til tólf tíma vinnudagur þekkist ekki á Þýska- landi eða Ítalíu, til dæmis. Ég kann vel við langan vinnudag og finnst fínt að vinna skorpuvinnu. Það er samt gott kerfi að hætta fyrr á föstudögum og laugardögum!“ Tomasz talar hlýlega um gamla verkstjórann sinn, hann Theodór Sólonsson hjá Ístaki og segir að í honum slái „pólskt hjarta“. Verk- stjórinn sinni mönnum sínum af alúð og fari til að mynda með þá út á land í skoðunarferðir. „Reyndar finnst mér margir Íslendingar hafa pólskt hjarta,“ segir Tomasz, „þeir eru góðir og kumpánlegir og vinna mikið.“ Stanislav er pólskur flakkari sem náð hefur að koma undir sig fótunum. Hann kom hingað til lands fyrir rúmlega sex árum og talar góða íslensku. Í fyrstu ætlaði Stanislav ekki að setjast hér að og hugsar enn til Póllands með söknuði. „Ég kom ekki til að vera í sex og hálft ár, en þetta breytist með tímanum. Nú er ég að spá í að vera bara áfram. Mig langar kannski að fara heim þegar ég verð gamall, en maður veit aldrei; þegar ég verð sextug- ur verður kannski ekkert í Pól- landi fyrir mig.“ Stanislav ákvað snemma að læra íslensku og „byggja sig upp“. Í fyrstu vann hann á á elli- heimili en réði sig seinna til starfa hjá Dominos-pizzum. Þar vann hann sig upp í stöðu versl- unarstjóra og gegndi henni í fjög- ur ár. Þegar Stanislav hætti í pitsunum hafði hann náð að safna sér fyrir íbúð og vildi fara út í eigin atvinnurekstur. Fyrir nokkrum mánuðum stofnaði hann MiniMarket í Eddufelli, mat- vöruverslun með pólskar vörur. Nú er hann með þrjá fasta starfs- menn í vinnu og einn í aukastarfi og segir stoltur í bragði að versl- unin gangi vel. Stanislav er hörkuduglegur og hefur allar klær úti. Hann gerð- ist tryggingaráðgjafi fyrir sam- landa sína þegar hann tók eftir því að örðugt var fyrir Pólverja að átta sig á tryggingamarkaðn- um hér á landi. Þegar hann sakn- aði bjórsins að heiman ákvað hann að heildsala sín skyldi flytja inn tvær pólskar bjórtegundir. Að lokum má nefna að Stanislav rekur litla pólska ráðningarþjón- ustu. Stanislav, eigandi Mini- Market í Breiðholti: Ákvað að byggja mig upp Tomasz, verkfræðingur hjá Ístaki: Íslendingar eru með pólskt hjarta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.