Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 84

Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 84
 7. október 2006 LAUGARDAGUR44 Thomas Bangalter er slána-legur og brosmildur, en Guy-Manuel de Homem- Christo er þögla týpan. Í þau fáu skipti sem hljómsveitarmeðlim- irnir koma opinberlega fram, á tónleikum, ljósmyndum og tón- leikamyndböndum, hafa þeir falið andlit sín bak við vélmennahjálma, að sögn til að skilja að þeirra dags daglega líf og Daft Punk-heiminn, sem þeir hafa mótað seinustu tíu ár. Thomas Bangalter þeytir skíf- um á skemmtistaðnum Nasa í kvöld og búast má við rífandi dans- stemmningu. Á Daft Punk tónleikum er aldrei spilað heilt lag, heldur einhvers konar samansuða af lögunum ykkar. Hvar fenguð þið þessa hug- mynd? Thomas Bangalter: Við höfum vilj- að blanda þessu svona lengi, og þökk sé tækninni og tölvunum er hægt að breyta til og spila lögin okkar í einni súpu í staðinn fyrir hvert á fætur öðru. Við höfum ekki hugsað þetta sem neina byltingu, en það er gaman að geta veitt öðru- vísi upplifun, en ef tónleikagest- irnir væru bara heima að hlusta á plötuna. Við erum með tónlistina og ljósin sem gera þetta að kraft- mikilli örvun fyrir öll skynfærin, sem er þess virði að gera sér ferð til að sjá. Sama er með ljósasýn- inguna á tónleikunum. Við fengum hugmynd um að gera pýramída úr ljósum ... Guy-Manuel de Homem-Christo: ...sem verkar á víxl við tónlistina ... T: ...já, og ýtir undir hvað tónlistin er beinskeytt og ágeng til að gera upplifunina kraftmikla. Thomas, þú þeytir skífum á Nasa í kvöld. Hverju mega tón- leikagestir búast við? T: Að þeyta skífum er allt annað en tónleikarnir með öllum ljósunum og tækninni. Við munum bara reyna að spila skemmtilega tón- list, sem okkur líkar, house-tónlist, og líka eitthvað af okkar eigin tón- list. Hvernig semjið þið lögin ykkar? Á hverju byrjið þið? G: Við byrjum á hverju sem er. Kannski „sampli“ úr öðru lagi, kannski hljómum eða píanói. Það eru engar reglur utan um tónsmíð- arnar. Tónlistin ykkar hefur breyst og þróast gegnum árin og plöturnar ykkar hafa alltaf komið á óvart. Við hverju er að búast næst? G: Einhverju ólíku! T: Já, við reynum alltaf að koma sjálfum okkur á óvart og deila því svo með hlustandanum. Við reyn- um að hafa augun og eyrun opin og finna spennandi og nýjar hug- myndir. Stundum er ekki hægt að finna upp á einhverju glænýju og þá reynum við að blanda saman straumum og stefnum og gera eitt- hvað ólíkt úr tveimur og þremum hlutum, sem við tökum ekki heið- urinn fyrir að finna upp, heldur fyrir að blanda því saman. Það getur margt spennandi komið út úr því. Svo virðist sem textasmíðar ykkar og tónlistarmyndbönd séu sífellt að verða pólitískari og inni- haldi meiri ádeilu en áður. G: Ég myndi ekki nota orðið „pólit- ísk“. T: Ja, við leikum okkur með klisjur, til dæmis hvað varðar nöfn á lög- unum okkar. Þetta eru einfaldar hugmyndir, til dæmis varðandi tækni og áróður, en þetta er ekki pólitískt vegna þess að við erum ekki með nein undirliggjandi skila- boð, heldur reynum við að vekja upp spurningar. Jafnvel í lögum eins og „Television rules the nation“ erum við einfaldlega að benda á staðreynd, að sjónvarpið sé valdamikið í nútímanum, en fólk verður að gera upp við sig hvort þeim finnst vald sjónvarps- ins yfir fólki slæmt eða gott. Það var meira að segja sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum sem vildi nota lagið í auglýsingu! Það er hægt að hlusta á lögin sem yfirlýsingar, en fólk verður að gera upp við sig hvað þeim finnst. Nýjasta platan er kannski ekki „feel-good“ plata hvað þetta varðar, en við erum að vekja upp spurningar. Nýjasta platan fékk blendnar viðtökur. Hvernig fannst ykkur til takast? T: Hún seldist ekki jafn mikið og fyrri plöturnar, en mörg af þess- um nýju lögum eru vinsælustu lögin þegar við spilum þau á tón- leikum. Það er líka orðið svo mikið um að fólki nái sér í tónlistina ókeypis af netinu, sem þýðir að hlustendurnir gætu verið svipað margir, þó að salan sé verri. Þannig er bara tíðarandinn. Myndin ykkar, Electroma, er mjög sérstök, kannski helst eftir- tektarverð fyrir skort á atburðum og endurtekningar, að mörgu leyti svipað tónlistinni ykkar. Hver var hugmyndin bak við svona kvik- myndagerð? T: Þetta kom nokkurn veginn af sjálfsdáðum og tengist kannski „Human after all“ plötunni á þenn- an hátt. Hugmyndin bak við sög- una er að sýna fram á andstæður, mennsku annars vegar og tækni hins vegar. Þetta er ekki venjuleg kvikmyndagerð á þann hátt að myndin er ekki afþreying, svo að segja. Þetta er líkara því að fara á málverkasýningu. Þú sérð svip- myndir og tengir á einhvern hátt við þær. Takturinn og hraðinn í myndinni er gjörsamlega ólíkur því sem við þekkjum í heiminum í dag. Það er ekkert tal í myndinni og persónurnar eru með vélmenna- hjálma, en samt tekst ykkur að ná fram persónusköpun. G: Já, áskorunin var sú að gera vélmennin manneskjuleg, að setja tilfinningar inn í hljóðláta mynd þar sem engar manneskjur sjást og engin rödd heyrist. T: Þetta er gert til að áhorfandinn sé þátttakandi. Við gerum mynd þar sem áhorfandinn sjálfur verð- ur að skapa persónuleika utan um persónurnar í myndinni. Allt það er komið frá áhorfandanum sjálf- um. Svipað og í myndinni „Cast away“ með Tom Hanks þar sem hann er fastur á eyðieyju og sá eini sem hann getur talað við er bolti sem rak upp á ströndina. Þannig er myndin okkar eiginlega eins og boltinn, án alls persónuleika, en áhorfandinn eins og persóna Tom Hanks, sem neyðist til þess að skapa persónuleika og tilfinningar boltans. Þetta er eins og auður strigi. Af hverju er ekki tónlist eftir ykkur í myndinni? G: Það var önnur áskorun, að nota tónlist eftir aðra í myndinni. T: Við höfum alltaf reynt að gera nýja hluti og erum þekktastir fyrir tónlistina okkar. G: Þannig var þetta ekki eins rugl- andi og kannski meira ekta, en ef við hefðum gert tónlistina sjálfir. T: Við reyndum að prófa okkur áfram, til dæmis sé ég um kvik- myndatökuna í myndinni og við leikstýrðum báðir. Við spurðum okkur hverju við vildum deila með áhorfendunum og langaði að nota aðra tónlist en okkar. Hvers konar tónlist hlustið þið á sjálfir? G: Meðal annars þá sem við notuð- um í myndinni. T: Núna þegar maður getur verið með fimm þúsund lög á mp3 spil- aranum sínum getur maður látið lögin koma sér á óvart. Við höfum báðir mjög breiðan tónlistar- smekk, allt frá djassi og klassík yfir í house-tónlist eins og við gerum. Við erum engir sérfræð- ingar í tónlist. Ætlið þið gera fleiri kvikmynd- ir í framtíðinni? T: Já líklega, en kannski ekki aðra sem er þögul vegamynd með vís- indaskáldskap! Kvikmyndagerð er áhugaverð vegna þess að maður vinnur með svo mörgu fólki, ekki eins og þegar við erum tveir í hljóðverinu okkar að gera tónlist. Við sameinum krafta margra til að gera eitthvað skapandi og takast á við mismunandi hugmyndir. Þetta er orku- og tímafrekt ferli, sem gerir kvikmyndagerð mjög sér- staka. Hverjir eru samt Thomas og Guy-Manuel, bak við vélmenna- hjálmana? G: Við erum bara venjulegir gaur- ar. T: Við bjuggum til persónur og heim í kringum Daft Punk. En bak við það eru bara venjulegir gaur- ar. Við höfum áhuga á mjög mörgu og viljum kynnast nýjum hlutum. Til dæmis núna á Íslandi förum við í Bláa lónið og gerum þessa hluti sem allir eru að gera. Kom velgengnin ykkur á óvart? Hvað er það í tónlistinni sem fólk tengir við? T: Við höfum ekki hugmynd! Við vitum kannski minna um af hverju tónlistin okkar er vinsæl en þeir sem hlusta á hana. G: Við höfum verið hissa á þessu frá upphafi. Hefur það hjálpað að þið eruð svona dularfullir og komið aldrei fram opinberlega án búninga? T: Já, og það hefur sérstaklega hjálpað okkur að skilja að Daft Punk verkefnið og okkar eigið líf. En það sem hjálpar okkur að skapa er einfaldlega ástin á því að skapa og áhrif frá öðrum sem hafa skap- að. Hver eru uppáhalds Daft Punk lögin ykkar? T: Jah, ég veit ekki... mér líkar lagið Human After All... G: Er það? T: Jájá, eða Face to Face af Discov- ery plötunni. G: Ég vil eiginlega ekki eiga mér uppáhaldslag. Það er best ef það breytist með tímanum hvað maður heldur upp á. T: Okkur þykir kannski vænst um nýjustu plötuna, Human After All, sérstaklega þar sem hún fékk ekki blíðar viðtökur. Það er einhver verndartilfinning og móðurást sem veldur því að við viljum verja hana gegn óvæginni umfjöllun. Hafiðið hlustað eitthvað á íslenska tónlist? G: Já, auðvitað Björk og Sigur Rós... T: ...og gus gus... G: Já, einmitt, gus gus. Tónlist á Íslandi virðist vera frekar góð miðað við höfðatölu. Við höfum kannski ekki mikið annað að gera en að reyna að vera skapandi. T: Það er frábært, ef þið hafið skapandi umhverfi. Landið er frið- sælt og með góða tengingu við náttúruna. Hvenær megum við svo búast við nýrri tónlist frá ykkur? T: Það er erfitt að segja til um það. G: Við höldum áfram á tónleika- ferðalagi í nóvember og förum meðal annars til Bandaríkjanna, Brasilíu og Argentínu. T: Verkefnin eru endalaus. En það er ekki hægt að forrita okkur eins og vélmenni, þá gætum við kannski verið skipulagðari. Sköpunarferlið getur tekið tíma. Vonandi getum við haldið áfram að koma sjálfum okkur á óvart og deilt því með öðrum. ■ Franska vélmennadúóið Daft Punk er í heimsókn á Íslandi til að kynna frumraun sína í kvikmyndagerð, súrrealísku vegamyndina Electroma, sem sýnd er á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni. Steindór Grétar Jónsson settist niður með heimsfrægu raftónlistarsnillingunum, sem fæstir myndu þó þekkja úti á götu. Geta ekki forritað sig eins og vélmenni Ferill Daft Punk 1994 - Gefur út fyrstu smáskífuna sína, „The New Wave“. 1996 - Fyrsta breiðskífan, „Homework“, kemur út. Hún inniheldur meðal annars smellina „Da Funk“ og „Around the World“. 1999 - „D.A.F.T.“, safn tónlistarmyndbanda Daft Punk kemur út á myndbandi. 2001 - Platan „Discovery“ með slögurunum „One More Time“ og „Harder, Better, Faster, Stronger“ kemur út. 2003 - Teiknimyndin „Inter5tella“ með tónlistinni úr „Discovery“ lítur dagsins ljós. 2005 - Nýjasta plata sveitarinnar „Human After All“ kemur út. á henni má finna meðal annars „Technologic“ og „Robot Rock“. 2006 - Fyrsta kvikmynd þeirra „Electroma“ er frumsýnd á Cannes-hátíðinni, við mikið lof gagnrýnenda. ÚR ELECTROMA Vélmennin í Daft Punk eru mennsk, þrátt fyrir allt, og tilfinningaverur eins og kemur fram í kvikmyndinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.