Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 94

Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 94
 7. október 2006 LAUGARDAGUR54 utlit@frettabladid.is GRÁTT Pils sem þrengist að neðan í svokölluðu túlípanasniði frá Kúltúr. Konulíkaminn er fallegur í öllum sínum myndum og því ekki skrítið að hann er eitt helsta viðfangefni myndlistarmanna og hönnuða. Það er mikið í tísku núna að notast við uppblásin snið sem ýkja hinar kvenlegu línur. Þessi snið eru flókin og falleg og hafa verið í undanhaldi síðustu ár þar sem þröngar buxur og bolir hafa verið vinsælir. En með uppgangi tíunda áratugar- ins eru þessi snið að koma aftur með blöðrupilsum og kjólum. Herðapúðar, rykkingar og hreyfingar í efnum eru einnig fylgifiskar þessarar tegundar af tísku. Það sem einkennir þessi snið er að þau eru oft- ast ofurvíð („oversized“) að ofan en þrengjast svo niður á við og ef skoðað er vel og vandlega úrval fatabúðanna hér á landi kennir ýmissa grasa sem vel má tengja við þennan hluta tískunnar. alfrun@frettabladid. is Uppblásin tíska UPPBLÁSNAR KONUR Þessar ungu dömur hafa ekki farið varhluta af því að blöðrusniðin eru að komast aftur í tísku. HLÝRAR Fínn toppur frá júniform. KARL LAGER- FELDT Svartur kjóll með síðum ermum og blöðrupilsi að neðan frá þessum vinsæla hönnuði. HATTUR Flottur túrban sem minnir á blöðru, frá Kúltúr. KÁPA Svört kápa sem er víð að ofan og þrengist niður frá Zöru. GRÆNT Pils frá All Saints. RÚLLUKRAGA Hentugur vetr- arkjóll frá Zöru með blöðrupilsi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA GYLLT Pils frá Zöru. BLÚSSA Gegnsæ blússa með ýktum púffermum frá All Saints. HLÝRABOLUR Ljós- bleikur hlýrabolur með blöðrusniði að neðan og fallegum hreyfingum frá All Saints. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI > Mælum með ...pelsum. Hvort sem þeir eru gervi eða ekta þá er kom- inn tími til að taka þá fram á ný þar sem kulda- köst vetrarins eru í nánd og pelsar eru bæði hlýir og fallegir. MÓÐUR VIKUNNAR Álfrún fer yfir málin Spáir þú mikið í tískuna? Ég spái ekki svo mikið í hana fyrir sjálfan mig. Ég held að ég hafi meiri áhuga á því hvernig aðrir klæða sig. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég vildi að ég gæti sagt að ég væri klassískur í klæðavali en það væri lygi því að ég vel þægindi fram yfir flottheit. Þoli ekki jakka- föt. Uppáhaldshönnuðir eða fata- merki? Mér finnst Dsquared mjög flott merki því í þeim fötum virðist ég flottari en ég er. Þó að föt séu dýr þá er auðveldara að kaupa sér fatnað en að fara í ræktina. Flottustu litirnir? Grænn og svo auðvitað er svartur konungur lit- anna. Hverju ertu veikastur fyrir? Erum við ekki öll að leita að hinum full- komnu gallabuxum? Ég er mjög veikur fyrir gallabuxum enda frá Bandaríkjunum. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Flott nærföt frá American Apparel. Hvað finnst þér flottast í tísk- unni núna? Mér finnst gaman að sjá að núna höfum við karlmenn meiri möguleika á að klæða okkur flott, við þurfum ekki að vera allir eins klæddir til að vera í tísku. Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir veturinn? Ég er ekki alveg búinn að ákveða mig en ég mun mjög líklega kaupa mér eitthvað mjög hlýtt. Uppáhaldsverslun? Nýja búðin á Laugaveginum sem heitir 3 hæðir er mjög flott þótt að ég hafi nú ekki efni á að kaupa mér neitt þar í nánustu framtíð en ég get látið mig dreyma. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Þessa stundina hef ég ekki verið að eyða neinu í föt. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Adidas-íþróttaskónna mínum. Uppáhaldsflík? Góður vinur minn gaf mér einu sinni peysur úr kasm- írull sem ég get ekki hætt að nota. Þær eru æðislegar. Hvert myndir þú fara í verslunar- ferð? Barcelona. Tískuleg borg með fullt af alls kyns búðum og flottum skemmtistöðum til að nota fatnað- inn. Það er uppáhaldsborg- in mín fyrir utan Reykjavík. Spurðu mig aftur þegar ég hef ferðast til Asíu. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Ég bjó í Þýskalandi á klúbb- atímabilinu á árunum 1993-97. Keypti mér þar gervi Gaultier-bol, þröng- an og gegnsæjan. Hræðilegur og til allrar ham- ingju verð ég of gamall til að klæðast þessu ef þessi tíska kemur aftur. SMEKKURINN CAMERON CORBETT DANSARI MEÐ ÍSLENSKA DANSFLOKKNUM Velur þægindi fram yfir flottheit Ég hef verið grasekkja alla þessu viku þar sem karlmaðurinn á heimil- inu ákvað að bregða sér út fyrir landsteinana á vit ævintýranna. Ég var búin að kvíða ögn fyrir þessu tímabili þar sem ég hef aldrei búið ein en fékk góðar ráðleggingar frá konum á öllum aldri sem sögðu mér að þetta ætti ég að nýta mér vel og sinna öllum þeim stelpumálum sem hafa setið á hakanum. Á hakanum? hugsaði ég og þóttist nú ekki hafa látið neitt sitja á hakanum vegna þess að ég væri í sambúð með karl- manni. En annað kom nú í ljós. Frá því að ég flutti að heiman hef ég búið í hálfgerðri kommúnu með fjórum stúlkum þegar mest var. Þá var öldin önnur og flest virk kvöld fóru í slúðurmakk og naglalökkun. Ekki í sjónvarpsgláp, sófaveru, til- tekt eða heimsóknir til vinafólks eins og parathafnir virðast ganga út á. Þetta fattaði ég samt ekki fyrr en karlmaður á heimilinu yfirgaf svæðið og ég gat tekið aftur upp fyrri iðju. Stelpulegar athafnir fela einnig í sér löng böð og svo að bera á sig alls kyns krem og ilm. Það er vera „einn“ heima hefur einnig innifalið mörg símtöl frá áhyggjufullum ættingjum sem halda að ég geti alls ekki lifað af svona ein á báti og keppast við að bjóða mér í mat og afþreyingu. Fólk heldur að ég muni leggjast í þunglyndi ef ekki verður haft ofan af fyrir mér þangað til ástmaðurinn snýr aftur til síns heima. Þægilegt og þakka ég kærlega fyrir mig. Þetta fylgir því víst að vera í sambúð. Maður verður sjálfhverfari og fólk heldur að maður geti alls ekki lifað án hins sem er auðvitað uppskriftin að hinni sönnu ást. Þessi vika er búin að vera skemmtileg og fróðleg og jú, nauðsynlegt fyrir hverja konu í sambúð. Fá smjörþefinn af einhleypingslífinu á ný. Nú sit ég hér með lakkaðar neglur í bak og fyrir, ilma eins og engill og húðin silkimjúk eftir langar baðsetur og bíð eftir að hinn helmingurinn komi heim til að sjá öll herlegheitin, því til þess er leikurinn gerður. Ekkja í grænu grasi V in ni ng ar v er ða a fh en di r h já B T S m ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . SENDU SMS JA CBF Á NÚMERIÐ 1900! ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO. VINNINGAR ERU B ÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR OG M ARGT FLEIRA!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.