Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 98

Fréttablaðið - 07.10.2006, Page 98
58 7. október 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is > Jón bóndi er heimsmeistari öldunga Jón Gunnarsson, oftast nefndur Jón bóndi, keppti á fimmtudaginn á heims- meistaramótinu í kraftlyft- ingum en mótið fór fram í Texas í Bandaríkjunum. Jón bóndi gerði sér lítið fyrir og varði heimsmeist- aratitil sinn í öldungaflokki en Jón er 47 ára gamall og keppti í -90 kg. flokki. Jón lyfti 190 kg í bekkpressu, 302,5 kg í réttstöðulyftu og 310 kg í hnébeygju. Samtals lyfti Jón því 802,5 kg, 2,5 kg meira en næsti maður. Jón er því tvöfaldur heimsmeistari sem er frá- bær árangur og greinilegt að hann er alls ekki af baki dottinn þrátt fyrir að nálgast sextugsaldurinn. Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komst í gær í gegnum niðurskurðinn á móti í Toulouse í Frakklandi en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Verður þetta síðasta mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í í sumar en aðeins 45 efstu menn á peningalista mótaraðarinnar komast inn á síðasta mótið. Sem stendur er Birgir Leifur í 87. sæti en efstu 90 menn tryggja sér þátttökurétt á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. „Þetta reddaðist í dag,“ sagði Birgir Leifur við Fréttablaðið. „Það var mjög mikilvægt að komast í niðurskurðinn og halda mér innan þeirra marka sem tryggja mig inn á annað stigið.“ Hann lék á pari vallarins í gær og er á tveimur höggum undir pari samtals. Hann er í 46.-59. sæti sem ætti að duga honum. „Ég náði í 85. sæti í fyrra og markmiðið í ár var að komast í hóp 80 efstu. Eigum við ekki að segja að það markmið sé enn í gildi.“ Hann segir að sitt annað markmið hafi verið að komast í hóp 45 efstu en þeir komast beint inn á þriðja stig úrtökumótsins. Ef Birgir Leifur nær markmiði sínu keppir hann á móti í byrjun nóvember og þarf að vera meðal 30 efstu til að komast á lokamótið, þriðja og lokastig úrtökumótsins. Þar keppa 170 kylfingar um 30 laus sæti á mótaröðinni og hefur Birgir Leifur verið grátlega nálægt því að komast þangað undanfarin ár. „Þrisvar hef ég verið einu höggi frá því og nokkrum sinnum 2-3 höggum. Ég hef alltaf nema einu sinni keppt á þessu móti síðan 1997 – maður er orðinn hund- gamall í þessu,“ sagði hann og hló. Birgir Leifur er ánægður með sumarið en honum finnst að árangurinn endurspegli spilamennskuna hans. „Sumarið hefur verið gott yfir heildina en það kemur alltaf einn og einn hringur sem skemmir fyrir. Ég finn fyrir vonbrigðum – ég var ekki réttur maður á réttum stað og það vantaði lítið upp á að klára dæmið endanlega.“ BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON: KOMST Í GEGNUM NIÐURSKURÐINN Á LOKAMÓTI SÍNU Á MÓTARÖÐINNI Vona að minn tími sé nú kominn FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Lettum á Skonto-vellinum í kvöld en leikur- inn hefst klukkan 18 að íslenskum tíma en er mjög seint að staðar- tíma eða klukkan 21. Það var ágæt stemning í íslenska hópnum í gær þegar íslenska liðið hélt blaða- mannafund á hóteli sínu í Ríga en hann sátu Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari, varnarmaðurinn Ívar Ingimarsson og svo landsliðs- fyrirliðinn sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen. „Undirbúningurinn hefur geng- ið vel og það er gott ástand á lið- inu,“ sagði Eyjólfur Sverrisson á blaðamannafundinum í gær en íslenska liðið kom til Ríga á mið- vikudag. „Það er ekki hægt að kvarta yfir einu né neinu og það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í slaginn. Ívar er búinn að vera veikur og æfði því ekki á fimmtudeginum en hann er orðinn heill og verður á sínum stað. Grét- ar Rafn er búinn að vera með smá eymsli en hefur hrist þau af sér og er líka klár í slaginn.“ Það er ljóst að einhverjar breyt- ingar verða gerðar á íslenska lið- inu frá síðasta leik en framherj- arnir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Heiðar Helguson eru báðir fjarri góðu gamni og hallast menn helst að því að Eyjólfur muni færa Hannes Sigurðsson af vængnum og upp á topp í staðinn. Eyjólfur vildi þó lítið gefa upp um hvaða breytingar hann hygðist gera á liðinu og hvernig hann ætlaði að láta liðið spila. „Ég er ekki búinn að ákveða mig með liðið og sef aðeins á því. Þetta verður hörkuleikur og ég á allt eins von á því að Lettarnir muni pressa okkur hátt en það gekk ágætlega hjá þeim gegn Svíum,“ sagði Eyjólfur en Lettar voru óheppnir að tapa á heima- velli gegn Svíum á dögunum, 0-1. Þeir fengu fín færi en voru klauf- ar upp við markið. „Það eru engir sérstakir veikleikar í þessu liði. Liðsheildin hjá Lettunum er mjög sterk og menn vinna vel hver fyrir annan.“ Ísland er með þrjú stig eftir tvo fyrstu leiki sína í riðlinum en Ísland vann góðan útisigur gegn Norður-Írum og tapaði svo heima fyrir Dönum. Ætlar Eyjólfur að leggja áherslu á að halda stiginu eða á að sækja til sigurs? „Við erum með eitt stig í byrj- un og við verðum að sjá hvernig leikurinn þróast. Við ætlum samt að halda þessu stigi. Það væri vissulega ásættanlegt hér á þess- um útivelli,“ sagði Eyjólfur en leikurinn hefst eins og áður segir klukkan 18 í kvöld og er sýndur beint á sjónvarpstöðinni Sýn. GLAÐBEITTIR Þrímenningarnir sem sátu fyrir svörum í Riga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/BUD Ætlum að halda stiginu Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari segist vera sáttur við að fá eitt stig úr rimm- unni við Letta í Ríga í kvöld. Allir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn. LETTLAND - ÍSLAND HENRY BIRGIR GUNNARSSON skrifar frá Ríga í Lettlandi. henry@frettabladid.is FÓTBOLTI Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen vakti eins og venjulega mikla athygli fjölmiðla hér í Ríga og flestum spurningum lettneskra blaðamanna var beint til Eiðs Smára og virtust blaðamenn- irnir hafa meiri áhuga á því að spyrja hann um lífið í Barcelona en landsleikinn gegn Lettum. Eiður sagði eftir tapið gegn Dönum að leikmenn liðsins hefðu kannski verið fullbrattir og átt að liggja aftar. „Það er vissulega auðvelt að vera vitur eftir á. Það sem gerðist var það sem maður óttaðist mest. Jákvæðnin var mikil eftir Íraleik- inn og við fengum strax skell í upphafi sem var erfitt að rífa sig upp úr. Það er búið spil og við lítum á þennan leik sem gott tæki- færi til að rétta úr kútnum. Við verðum fyrst og fremst að halda hreinu í þessum leik. Ef við gerum það er alltaf möguleiki því við erum hættulegir í skyndisóknum og höfum verið að skapa okkur færi í hverjum leik,“ sagði Eiður Smári en hann segist vera í mjög góðu formi þessi dagana enda gengið vel. Ætli sjálfstraustið sé samt óvenju gott eftir frábæra byrjun með Barcelona? „Sjálfstraustið er yfirleitt í ágætis standi og það hefur ekkert breyst. Mér fannst allra augu vera á mér í síðasta leik þar sem Eto´o var fjarri góðu gamni og sem betur fer gekk það allt vel,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen lands- liðsfyrirliði. - hbg EIÐUR SMÁRI Á hér í höggi við leikmenn danska landsliðsins á Laugardalsvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen verður í fremstu víglínu: Verðum að halda markinu hreinu FÓTBOLTI „Ég vaknaði veikur um nóttina og læknirinn mælti með því að ég slappaði af uppi í rúmi og það virðist hafa virkað því ég er fínn í dag,“ sagði varnarmað- urinn Ívar Ingimarsson sem verður í lykilhlutverki í vörninni en Ívar mætir til leiks með sjálfstraustið í botni eftir að hafa byrjað tímabilið með Reading í ensku úrvalsdeildinni frábær- lega. „Það hefur gengið ljómandi vel hjá okkur og vonandi heldur þetta góða gengi áfram. Ég get ekki neitað því að ég er í góðu standi. Það verður nóg að gera hjá mér í vörninni í dag enda eru Lettarnir með spræka sóknarmenn sem sýndu góð tilþrif gegn Svíunum,“ sagði Ívar. - hbg Ívar Ingimarsson: Verður nóg að gera í vörninni ÍVAR Klappar áhorfendum lof í lófa eftir leikinn gegn Dönum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Lettar komu nokkuð á óvart gegn Svíum á heimavelli á dögunum með frískum sóknar- leik. Maðurinn á bak við flestar sóknarlotur Lettanna var hinn spræki Andrejs Rubins sem lék með Crystal Palace á sínum tíma. Hann verður fjarri góðu gamni í dag og veikir það Lettana talsvert. Framherjinn öflugi Maris Verpakovskis hefur heldur ekki verið alveg heill heilsu þessa dagana en það er samt búist við því að hann spili. Lettarnir hafa verið að spila 4- 4-2 og á því verður engin breyting í kvöld. Stór og stæðilegur framherji verður í framlínunni með Verpakovskis og svo eru nokkrar líkur á að Marian Pahars fái tækifæri í byrjunarliðinu. - hbg Lettneska landsliðið: Rubins meidd- ur og ekki með GEGN SVÍUM Marians Pahars og Kim Källstrom í leik Letta og Svía. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Franski markvörðurinn Fabien Barthez hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Ákvörðunina segist hann taka af fjölskylduástæðum en Barthez hefur verið samningslaus frá því að samningur hans við Marseille rann út í vor. „Ég er hættur að spila með franska landsliðinu og er hættur í fótbolta. Ég mun enn hafa gaman af lífinu án fótboltans.“ - dsd Fabien Barthez: Leggur hansk- ana á hilluna HÆTTUR Í FÓTBOLTA Barthez lék um tíma með Manchester United. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Varnarmennirnir Sverrir Garðarsson og Tommy Nielsen hafa framlengt samninga sína við Íslandsmeistara FH. Sverrir skrifaði undir þriggja ára samning og kemur það mörgum á óvart en hann hafði lent upp á kant við Ólaf Jóhannesson, þjálfara liðsins, í sumar. Tommy Nielsen hefur verið lykilmaður FH í vörninni undanfarin ár og skrifaði undir nýjan tveggja ára samning. - esá Leikmannamál FH: Tommy og Sverrir áfram FÓTBOLTI U-19 ára landslið pilta í knattspyrnu lagði í gær lið Póllands í undankeppni EM en keppt er í riðli Íslands í Svíþjóð. Leiknum lauk með 2-0 sigri og skoruðu Rúrik Gíslason og Marko Pavlov mörk Íslands. Í hinum leik riðilsins í gær vann Svíþjóð Færeyjar, 4-1, en tvö lið komast upp úr riðlinum. Á morgun mæta íslensku piltarnir þeim sænsku. - esá U-19 lið karla: Sigur á Póllandi FÓTBOLTI Heimir Hallgrímsson verður áfram þjálfari ÍBV og skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning. Heimir tók við liðinu um mitt sumar af Guðlaugi Baldurssyni en tókst ekki að afstýra falli úr Landsbankadeild- inni í haust. Þá er einnig talið afar líklegt að Milan Stefán Jankovic taki við þjálfun Grindavíkur en hann var aðstoðarmaður Sigurðar Jónsson- ar í sumar og hefur lengi þjálfað í Grindavík. - esá Þjálfaramál í 1. deildinni: Heimir áfram með ÍBV
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.