Fréttablaðið - 25.10.2006, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 25.10.2006, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 25. október 2006 15 NEYTENDUR Nokkrar spákonur sem reka símaþjónustu, þar sem þær selja þjónustu sína, eiga í deilum við Símann vegna hækkunar á þjónustugjöldum: „Ég er búin að vera með 900 númer í nokkur ár. Mínútan hjá mér kostar tvö hundr- uð krónur. Áður fyrr fékk ég 150 krónur á mínútuna og Síminn fimmtíu. Þeir sögðu upp samn- ingnum mínum í júlí og ég þurfti að gera nýjan samning við þá með þeim skilyrðum að þeir fengju hundrað krónur og ég hundrað af mínútugjaldinu mínu. Ég læt ekki koma svona fram við mig,“ segir spákona, sem vill ekki láta nafns síns getið. Hún vill fá sig lausa frá fyrirtækinu og segir fleiri starfs- systur sínar í svipaðri stöðu. „Ég hef það á tilfinningunni að Síminn sé að stela af okkur, það er fáránlegt að fyrirtækið taki fimm- tíu prósent af laununum okkar,“ segir spákona sem segir Símann koma illa fram við spákonur. „Mínir viðskiptavinir eru að mestu leyti gamlar konur sem eiga bágt og það er erfitt að fara frá því að vera sálusorgari yfir í þetta stapp við fyrirtækið,“ segir önnur spákona sem ætlar einnig að fara frá fyrir- tækinu vegna hækkunarinnar. Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir fyrirtækið hafa orðið að hækka þjónustugjöld 900 númeranna: „Það var spurning um að gera breytingar á þjónust- unni eða hætta með hana. Þessi nýja gjaldskrá tók gildi nú 1. október.“ - ifv Nokkrar spákonur eiga í deilum við Símann: Telja Símann svindla á sér SÍMINN Nokkrar spákonur telja síma- fyrirtækið rukka sig um of há þjónustu- gjöld. FÉLAGSMÁL Öryrki sem flutti frá Íslandi til Danmerkur árið 2002 á sjálfur að greiða fyrir kostnað vegna tannviðgerða hér á landi. Maðurinn sagðist ekki hafa ætlað sér að ganga til tannlæknis þegar hann kom í heimsókn til Íslands um síðustu jól. Hann hafi hins vegar fengið kul í tennurnar og ákveðið að gert skyldi við tvær tennur enda hefði Tryggingastofnun sagt tannlækni hans að helmingur kostnaðarins fengist greiddur. Það kannaðist stofnunin á hinn bóginn ekki við þegar á reyndi og staðfesti úrskurðarnefnd almannatrygginga að synja bæri beiðni um þátttöku í kostnaðinum. - gar Brottfluttur öryrki: Borgi sjálfur tannlækninum FRAKKLAND, AP Deilur standa nú yfir í Frakklandi, þar sem yfirvöld hafa svipt 43 flugvallar- starfsmenn Charles de Gaulle flugvallarins öryggisheimild sinni, vegna gruns um aðild að öfgasamtökum sem jafnvel tengjast hryðjuverkum. Innanríkisráðherrann Nicholas Sarkosy sagði að mennirnir gætu ekki haft aðgang að ákveðnum öryggissvæðum flugvallarins á meðan grunur léki á þessu, en gaf ekki upp á hverju grunurinn væri byggður. Starfsmennirnir, sem eru allir múslimatrúar, hyggjast kæra sviptinguna, enda líkur á að þeir missi vinnuna í kjölfar hennar. - rve Grunaðir um hryðjuverk: Starfsmenn missa heimild HERT ÖRYGGISEFTIRLIT Frönsk yfirvöld vilja fyrirbyggja að hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 endur- taki sig. SVÍÞJÓÐ, AP Villtur skógarbjörn réðist á þrjá veðreiðahesta þar sem þjálfari þeirra var að þjálfa þá skammt frá Ransater í Svíþjóð á sunnudag. Hestarnir voru spenntir fyrir vagn þegar björninn birtist fyrir aftan þá og réðist á þá. „Ég held ég hafi brotið nokkur rifbein,“ sagði Björn Johansson, þjálfari, sem kastaðist úr vagnin- um þegar hestarnir trylltust og reyndu að verja sig. Björninn neyddist fljótlega til að lúta í lægra haldi og flúði loks fótbrotinn og haltrandi undan hestunum inn í skóginn. Hrossin sluppu meira eða minna ómeidd. - smk Sænskur hestabúgarður: Björn gekk ber- serksgang VINNUMARKAÐUR Tillaga um róttækar skipulagsbreytingar liggur fyrir ársfundi Alþýðusam- bands Íslands, ASÍ, sem haldinn verður í næstu viku. Lagt er til að í stað ársfundar verði þing haldið á tveggja ára fresti. Miðstjórn fari með æðsta vald ASÍ og að fulltrúum hennar verði fjölgað úr fimmtán í 31. Forseti og varaforseti verði kjörnir en aðrir tilnefndir. Framkvæmdastjórn verði síðan mynduð formlega og hana skipi formenn landsambanda og stærstu aðildarfélaga. - ghs Alþýðusamband Íslands: Róttækar skipu- lagsbreytingar Jarðskjálfti Jarðskjálfti sem mældist 4,8 á Richter- skala reið yfir grísku eyna Karpaþos í gærmorgun. Engin slys urðu á fólki og engar tilkynningar bárust um skemmdir. Verkfall kennara Gríski forsætisráðherrann Costas Karamanlis fundaði með grunn- skólakennurum í gær í þeim tilgangi að reyna að binda enda á verkfall sem hefur lokað skólum Grikklands seinustu sex vikurnar. Kennararnir krefjast betri vinnuaðstöðu og hærri byrjunarlauna. GRIKKLAND Traustur efnahagur — aukin velferð 4. SÆTI Við styðjum Ágúst Ólaf Ágústsson, varaformann Samfylkingarinnar í prófkjöri Samfylkingarinnar Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður og fyrrv. þingflokksformaður Jón Sigurðsson, fyrrv. ráðherra og Seðlabankastjóri Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingar- stofnunar ríkisins Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur Ari Skúlason, gjaldkeri Samfylkingarinnar Helena Karlsdóttir, ritari Samfylkingarinnar Felix Bergsson, leikari Ingólfur Margeirsson, rithöfundur Orri Páll Dýrason, trommari í SigurRós Pétur Jónsson, fyrrv. borgarfulltrúi Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona Ásgeir Runólfsson, framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands Magnús Már Guðmundsson, formaður Ungra jafnaðarmanna G. Ágúst Pétursson, formaður Jafnaðar- manna í atvinnurekstri Bjarni Lárus Hall, söngvari Jeff Who? Ragnhildur Sigríður Eggertsdóttir, stuðningsfulltrúi Jón Þór Sturluson, hagfræðingur Elín Björg Jónsdóttir, í stjórn BSRB Helgi Pétursson, fyrrv. borgarfulltrúi Torfi Tulinius, prófessor Sigrún Elsa Smáradóttir, varaborgarfulltrúi Höskuldur Ólafsson, söngvari Ske Þorbjörn Broddason, prófessor Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur Falasteen Abu Libdeh, skrifstofustúlka Olav Veigar Davíðsson, fyrrv. framkvæmda- stjóri þingflokks Samfylkingarinnar Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í 60+ Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar www.agustolafur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.