Fréttablaðið - 25.10.2006, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 25.10.2006, Qupperneq 46
MARKAÐURINN 25. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR16 F Y R I R TÆ K I Verslanakeðjan Europris opnaði nýja verslun við Dalveg í Kópavogi á laugar- dag. Þetta er fimmta verslun Europris sem er opnuð hér á landi og jafnframt sú stærsta, einir 1.500 fermetrar að flatar- máli. Verslanir Europris eru vel staðsettar enda hver í sínu horni á höfuðborgar- svæðinu, ein úti á Eiðisgranda, önnur á Lynghálsi, sú þriðja í Skútuvogi og nú við Dalveg í Kópavogi. Þá er ein á Selfossi. Verslunin fyrir austan fjall og sú úti á Granda eru um 1.400 fermetrar að stærð og þær næststærstu. Að sögn Matthíasar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Europris, eru um 60 fastir starfsmenn hjá Europris að ótöldu starfsfólki sem vinni hjá fyrirtækinu með skóla og í afleysingum. Með tilkomu nýju verslunarinnar bætast fimm til sex fastir starfsmenn við hópinn en tíu til fimmtán manns í heildina þegar kvöld- og helgar- fólk er talið með. EUROPRIS Í NORSKUM ANDA Matthías og fjölskylda hans hafa rekið Europris hér á landi síðastliðin fjögur ár. Hugmyndin er ættuð frá Noregi en þar eru 160 Europris-verslanir auk þess sem fimm eru handan landamæranna í Svíþjóð. Þá er fyrirhugað að opna Europrisverslun í Finnlandi. Allar verslanirnar eru í höndum sama aðila í Skandinavíu en Matthías og fjölskylda fengu rekstrarleyfi hjá honum fyrir verslanarekstur hér. Verslanirnar á Norðurlöndunum og hér eru svipaðar að mörgu leyti. Þær eru svip- aðar að uppbyggingu, vöruval það sama og hugmyndafræðin af sama meiði. Það er einmitt hugmyndafræðin sem aðgreinir Europris frá öðrum verslunum. Hún felst meðal annars í því að tengja saman gæði og lágt vöruverð fyrir alla viðskiptavini Europris. Matthías leggur áherslu á að versluninni hafi ávallt tek- ist að ná fram mjög lágu verði með því að gera sameiginleg innkaup í félagi við Europris í Noregi. „Þegar mikið magn er keypt inn úti í heimi er gert ráð fyrir okkur líka,“ segir Matthías og bætir við að lager Europris á Íslandi sé í Fredrikstadt í Noregi og þaðan sendi fyrirtækið vörur einu sinni í viku. „Með þessu sleppum við í fyrsta lagi einum millilið, heildsalanum,“ segir Matthías og bendir aukinheldur á að Europris njóti þess að fá vöruna á lágu kostnaðarverði vegna sameiginlegra inn- kaupa með Europris í Noregi. Svo hagstæð eru innkaupin að Matthías er þess fullviss að verslunin hafi átt þátt í lækkun á vöruverði hér á landi á þeim fjór- um árum sem eru liðin síðan fyrsta versl- unin var opnuð. „Við höfum náð að bjóða svo gott verð á ýmsum vörum að þessar vörur hafa hreinlega lækkað á markaðn- um,“ segir Matthías og bendir á að hann hafi kannað þetta sjálfur. „Reiðhjól sem kostuðu um 30 til 40.000 krónur fyrir fjórum til fimm árum kosta ekki nema um 10.000 krónur hjá okkur. Markaðurinn hefur allur lækkað,“ segir hann og ítrekar að Europris hafi verið leiðandi í lækkun á vöruverði hér á landi. STEYPUHRÆRIVÉLAR OG KEX Þegar gengið er inn í verslun Europris vekur vöruúrvalið gjarnan athygli en á meðal vöruflokkanna má finna allt frá steypuhrærivélum, reyndar af minni gerðinni, til prjónagarns ásamt helsta þurrmat á borð við kex og kaffi auk hreinlætisvara, fatnaðar og reiðhjóla, svo fátt eitt sé nefnt. Mjólkurvörur og ferskar matvörur á borð við appelsínur og epli, kjöt og fisk eru hins vegar ekki í boði innan veggja Europris. Það er einmitt vegna þess sem kúnna- hópur Europris hagar sér öðruvísi en þeir sem koma í verslanir Hagkaupa eða Bónus, svo einhverjar verslanakeðjur séu nefndar. Vöruúrval byggist á fasta- úrvali og síðan tilboðsvörum sem koma á tveggja vikna fresti allt árið. Þannig hafa viðskiptavinir aðgang að föstu vöruúrv- ali og svo frábærum tilboðum. „Kúnninn kemur ekki daglega til okkar, heldur vikulega eða á hálfsmán- aðar fresti,“ segir Matthías en bætir við að viðskiptavinir Europris séu af báðum kynjum og á öllum aldri. Þeir leiti auk þess ekki endilega eftir því sama og í öðrum verslunum enda sé vöruúrvalið mikið í Europris. „Við komum víða við á markaðnum og keppum ekki við neina eina verslun,“ segir Matthías og bend- ir á að verslunin höfði jafnt til þeirra sem fari í matvöruverslun sem bús- áhaldaverslun og byggingavöruverslun. Í Europris sé mikið úrval á einum stað, að hans sögn. ENN STÆRRI VERSLUN Á AKUREYRI Matthías leggur mikla áherslu á að vexti Europris sé hvergi nærri lokið. Fyrirtækið er komið með lóð fyrir nýja verslun í Hafnarfirði og er að leita að aðstöðu á Akureyri. Stefnt er að því að opna báðar verslanirnar á næsta ári „Þær verða sam- bærilegar en verslunin á Akureyri verður stærri en verslunin við Dalveg,“ segir Matthías Sigurðsson, framkvæmdastjóri Europris. VIÐSKIPTAVINIR Í NÝJU VERSLUNINNI Kúnnahópur Europris hagar sér öðruvísi en í öðrum verslunum. Fólk kemur vikulega eða á hálfsmánaðar fresti í verslanirnar, að sögn framkvæmdastjórans. MARKAÐURINN/ANTON Í NÝJU VERSLUNINNI Matthías Sigurðsson, framkvæmdastjóri Europris, segir Europris ætla að opna tvær nýjar verslanir á Akureyri og í Hafnarfirði á næsta ári. Verslunin á Akureyri verður stærri en verslunin við Dalveg. MARKAÐURINN/ANTON Verslanir Europris stækka með hverju ári Einungis fjögur ár eru síðan Europris opnaði sína fyrstu verslun hér á landi við Lyngháls í Reykjavík. Fimmta og stærsta versl- unin fram til þessa opnaði við Dalveg í Kópavogi á laugardag en fyrirhugað er að reisa stærri verslun á næsta ári. Matthías Sigurðsson, framkvæmdastjóri Europris, var glaður í bragði þegar Jón Aðalsteinn Bergsveinsson náði tali af honum og fræddist um hugmyndafræði Europris og næstu framtíðaráform. EUROPRIS Í KÓPAVOGI Nýjasta verslun Europris opnaði við Dalveg í Kópavogi á laugardag. Þetta er fimmta og stærsta verslun fyrirtækisins sem á rætur að rekja til frænda okkar í Noregi. MARKAÐURINN/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.