Fréttablaðið - 25.10.2006, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 25.10.2006, Qupperneq 61
MIÐVIKUDAGUR 25. október 2006 21 AF NETINU Þegar ég réðst til starfa hjá Ísal vorið 1975, voru öll ker opin, skyggni slæmt og mikil mengun í skálunum sem þá voru í starfrækslu. Meðan þetta varði, gátu starfsmenn varið sig með mengunarhlífum sem þeim voru lagðar til, þeim að kostnaðar- lausu og virkuðu þær nokkuð vel. Síðar var kerjunum lokað með þekjum. Nú er öldin önnur. Mengunin í álverinu hefur snar- minnkað, nema sú sem kemur frá stjórnendum fyrirtækisins í formi mannvonsku og mannfyr- irlitningar. Við slíkri mengun virðast engar varnir duga. Sú skipun hefur verið gefin að starfsmenn skuli ekki komast upp með að slasa sig og verða frá vinnu af þeim sökum. Skulu þeir dregnir til vinnu um leið og þeir sleppa út af Slysavarðstofunni. Ég varð tvisv- ar fyrir því óláni að slasast í vinnunni, með nokkurra ára millibili. Þetta voru tvær mjög ólíkar upplifanir. Í fyrra skiptið var ég í 7 vikur heima til þess að jafna mig. Í seinna skiptið, árið 2004, rifbeinsbrotnaði ég, marð- ist á innyflum og fékk slæma þvagfærasýk- ingu í kjölfarið. Að morgni næsta dags eftir slysið var hringt í mig. Í símanum var örygg- isfulltrúi fyrirtækisins og hann spurði af hverju ég væri ekki kominn til vinnu. „Þeir á slysavarðstofunni segja að það sé ekkert að þér.“ Ég maldaði í móinn og sagðist ekki treysta mér til vinnu strax. Mætti ekki til vinnu fyrr en viku seinna en var þá búinn að vera með hnút í maganum alla vikuna af áhyggjum yfir því að lenda á svörtum lista hjá fyrirtækinu. Hjálpaði mér lítt að ég var varatrúnað- armaður starfsmanna og hafði sem slíkur m.a. það hlutverk að líta eftir því að ekki væri brotið gegn rétt- indum starfsmanna þegar svona tilvik kæmu upp. Sam- kvæmt vottorði læknis var ég óvinnufær þessa viku og það er með ólíkindum að öryggis- fulltrúi fyrirtækis skuli leyfa sér að hafa samband við starfsmenn á slysavarðstofu til þess að fá upplýsingar um hvort slasað fólk geti ekki strax mætt til vinnu. Fyrir ári var ég kallaður á fund fram- kvæmdastjórnar. Var mér gefið gullúr og þökkuð vel unnin störf í 30 ár. Engin orð féllu þá um að ég væri erfiður í samstarfi eða að ég þyrfti að taka mig á. Nokkru síðar sótti ég um að fara í hlutastarf. Móðir mín, búsett í Bandaríkjunum, var orðin heilsu- veil og ég ætlaði að aðstoða hana við að flytjast heim til Íslands og vildi hafa rýmri tíma til þess að sinna henni. Til þess kom ekki því móðir mín lést sl. vor. Eftir lát hennar þurfti ég að fara til Bandaríkjanna til þess að ganga frá hennar málum enda er ég hennar eina barn. Þegar ég kom aftur til vinnu, kom upp mál þar sem verkstjóri við- haldsdeildar fékk verktaka til þess að vinna okkar störf. Við töldum þetta brot á kjara- samningi auk þess sem okkur fannst þessi ákvörðun lýsa vantrausti fyrirtækisins á hæfni okkar sem starfsmanna. Mér skilst að þessi afstaða okkar hafi ekki vakið fögn- uð stjórnenda og að mínuspunktunum við nöfn okkar í ósýnilega kladdanum, sem geymdur er hjá stjórnendum fyrirtækisins, hafi fjölgað. Svo er það mér sennilega ekki til framdráttar að vera kominn í hlutastarf og eiga stutt í réttindi sem tengjast svoköll- uðum flýttum starfslokum. Þetta eru góðir hlutir sem samið var um í forstjóratíð Christians Roth, við litla gleði hinna íslensku stjórnenda. Réttur til hlutastarfs næst við 55 ára aldur og 28 ára starfsaldur. Flýtt starfslok nást við 65 ára aldur. Þá fást greidd án vinnuframlags u.þ.b. hálf mánað- arlaun í 3 ár og fullar greiðslur í lífeyris- sjóð. Það er furðulegt ef unnt er að hafa af starfsmanni svona réttindi, sem hann hefur áunnið sér á löngum starfsferli, með því einu að vísa honum á dyr án þess að viðkom- andi hafi brotið neitt af sér. Það var ótrúleg upplifun hvernig staðið var að uppsögn minni. Verkstjórinn hringdi í mig og sagði: „Vilt þú hitta mig við ofn 26.“ Ég fór á staðinn, hann tók á móti mér og sagði: „Fylgdu mér.“ Við gengum upp á loft til skrifstofu steypuskálastjóra í algjörri þögn. „Starfskrafta þinna er ekki lengur óskað hjá þessu fyrirtæki.“ „Fæ ég að vita ástæðuna?“ „Já, við erum ekki ánægð með vinnuframlag þitt.“ „Það getur ekki verið. Það hefur aldrei verið fundið að störfum mínum.“ „Það eru líka samskiptaörðugleikar við samstarfsmenn og yfirmenn.“ Sá sem sagði mér upp bætti því við að ég gæti tekið leigubíl heim á kostnað fyrirtækisins og gæti fengið áfallahjálp. Ég upplifði þetta boð með svipuðum hætti og að misyndismaður hefði lamið mig í hausinn með barefli og boðið mér svo verkjatöflu til þess að draga úr sársauk- anum. Það var ótrúlegt að upplifa að eftir 31 árs starf skyldu yfirmenn fyrirtækisins upp- götva hve erfiður ég er í samskiptum Það er skrítið hvernig maður upplifir svona fram- komu. Maður fer að efast um allt sem við kemur starfi manns í 31 ár og finnur þá miklu höfnun og þann sársauka sem því fylgir þegar fótunum er allt í einu kippt undan manni án þess að maður hafi átt sér neins ills von. Að lokum vil ég þakka fjölmörgum góðum félögum gott samstarf á liðnu 31 ári hjá Ísal. Höfundur var starfsmaður Ísal númer 754. Hugleiðingar við starfslok hjá Alcan SIGURÐUR PÉTUR SIGURÐSSON Hvalveiðar og þjóðarstolt Hildur Edda Einarsdóttir skrifar um hvalveiðar Íslendinga. Einhverra hluta vegna þarf hin umdeilda og óvinsæla ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar, að leyfa aftur hvalveiðar í atvinnuskyni, ekki að koma neinum sérstaklega á óvart. Með því að gera það er verið að gefa öðrum þjóðum langt nef og sýna þeim að enginn ráði yfir okkur. Það viðhorf kann að hafa komið sér vel á tímum sjálfstæðisbaráttunnar en ætti að vera úrelt nú þegar við eigum að vilja leitast við að sýna fram á að við séum samstarfsfús og friðsöm þjóð við umheiminn og náttúruna. Þeir, sem hvað hæst mótmæla þess- ari vafasömu ákvörðun hér á landi, byggja flestir sín rök á möguleikan- um á slæmum afleiðingum hennar á efnahagslífið fremur en öðrum þáttum. En eins og margur hvalveiði- sinninn hefur bent á eru líkurnar á minnkandi straumi ferðamanna til landsins ekki miklar miðað við fyrri reynslu okkar og reynslu annarra hvalveiðiþjóða. [...] Siðferðislegu rökin Alþjóðleg umhverfisverndarsamtök hafa lengi verið litin hornauga hér á landi og það skal viðurkennast að þau eru alls ekki öll hafin yfir gagnrýni eða tortryggni. Það þýðir þó ekki að þau hafi ekki sitthvað til síns máls í andstöðu sinni við hvalveiðar. Því að fyrir utan áhyggjur manna af hvölum í útrýmingarhættu þá er ekki sjálfgefið að við höfum rétt á að myrða þá hvali sem eru svo óheppnir að villast inn í okkar fiskveiðilögsögu, enda eru heimkynni þeirra víða um höf en ekki bara hér við land. Því má telja eðlilegt að aðrar þjóðir telji sig hafa eitthvað um málið að segja. Auk þess eru hvalir ekki eins og hver önnur dýr í sjónum, heldur eru þeir einu spendýrin sem eyða allri sinni ævi neðansjávar og sýnt hefur verið fram á að þeir hafa flókið samskipta- kerfi og greind á við hunda og ketti. Þá má bæta því við að ófáir hafa áhyggjur af ómannúðlegum aðferð- um sem beitt er við hvalveiðar – og ekki að ástæðulausu; um stærðar- innar skepnur er að ræða sem erfitt getur reynst að aflífa á skjótan og sársaukalítinn hátt, enda er vitað mál að margan hvalinn blæðir út eftir árásir hvalveiðimanna. Hvorki fínt né göfugt Af sögulegum ástæðum kann ögrandi ákvörðun við umheiminn að kitla þjóðarstolt landans og vekja hjá honum rembing gagnvart öðrum þjóðum sem dirfast að reyna að hafa áhrif á okkur. En nú er árið 2006 og við ættum að vita að slíkar ögranir þykja hvorki fínar né göfugar nú til dags. Af politik.is Sá sem sagði mér upp bætti því við að ég gæti tekið leigubíl heim á kostnað fyrirtækisins og gæti fengið áfallahjálp. Ég upplifði þetta boð með svipuðum hætti og að misyndismaður hefði lamið mig í hausinn með barefli og boðið mér svo verkjatöflu til þess að draga úr sársaukanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.