Fréttablaðið - 25.10.2006, Page 65

Fréttablaðið - 25.10.2006, Page 65
MIÐVIKUDAGUR 25. október 2006 25 Félagarnir Stefán Hilmars- son og Eyjólfur Kristjáns- son hafa gefið út sína fyrstu plötu saman sem ber heitið Nokkrar notalegar ábreiður. Freyr Bjarnason hitti þá að máli og ræddi við þá um farsælt fimmtán ára sam- starf, fótbolta og golf. Blaðamaður mætir fyrstur á stað- inn. Skömmu síðar birtist Eyjólf- ur. Við tökumst í hendur og tveir kaffibollar eru pantaðir, einn venjulegur fyrir blaðamann og cappuchino fyrir Eyfa. „Hann Stebbi tafðist eitthvað í umferð- inni, einhver umferðarteppa í Kópavogi,“ segir Eyfi og kveikir sér í sígarettu. Þegar Stefán mætir á svæðið biðst hann afsökunar á biðinni, pantar sér tebolla og viðtalið getur hafist. „Hann drekkur aldrei kaffi,“ segir Eyfi og virðist ekkert skilja í þessari sérvisku kollega síns. Stebbi glottir aftur á móti við tönn og sýpur af tebollanum, sátt- ur við sitt. Í fótspor frægra manna „Við ákváðum að setja okkur þetta markmið að klára þessa plötu á þessu ári. Við höfum oftar en ekki verið komnir á fremsta hlunn með að gera plötu en svo hefur alltaf eitthvað komið upp á,“ segir Stebbi. „Við fórum til útlanda í sumar og lokuðum okkur þar af í góða viku og tókum upp lungann úr plötunni þar.“ Upptökurnar fóru fram á Jót- landi, á sama stað og Stebbi ásamt Sálinni hans Jóns míns tók upp sína síðustu plötu. Þekktir tónlist- armenn á borð við George Michael og Elton John hafa einnig tekið upp plötur á þessum stað, og því má segja andinn á staðnum hafi veitt þeim Stebba og Eyfa mikla andagift. Bandarísk tónlist Eftir töluverða umhugsun var lendingin sú að þeir völdu á plöt- una allmörg bandarísk lög frá átt- unda áratugnum, lög sem hafa ekki endilega notið mikilla vin- sælda hér á landi. „Eyfi er mikill „seventís“- maður. Hans tónlistarlega uppeldi liggur í amerískri „seventís“- músík. Hann fór að kynna mig fyrir ýmsum „seventís“-jöfrum sem hafa kannski ekki beinlínis náð hérna yfir en þetta er samt frábær músík,“ segir Stebbi ákveðinn á svip og fær sér sopa. Eyjólfur vildi Nínu Tvö lög á plötunni hafa áður verið sungin af íslenskum flytjendum. B.G. og Ingibjörg gerðu Góða ferð vinsælt á áttunda áratugnum og Björgin Halldórsson söng lagið Fiðrildi árið 1979. Auk þess er aðalslagara Stebba og Eyfa, Nínu sem sló í gegn í Eur- ovision 1991, að finna á plötunni í nýrri útgáfu. „Eyjólfi fannst mikið kappsmál að hafa það á plötunni af þeim sökum að honum fannst ómögulegt að plata með okkur innihéldi ekki þetta lag,“ segir Stebbi og Eyfi bætir við: „Það má segja að Nína hafi haldið uppi okkar merki og hefur gert það í ótrúlega langan tíma, það er alveg með ólíkindum. Þetta er ekki eitt af mínum uppáhaldslögum, en ég er mjög stoltur af laginu.“ Sorglegasta stuðlag allra tíma Stebbi undrast líka vinsældirnar því lagið segir hann verulega sorg- legt. „Þetta er um konu sem vitjar manns í draumi en samt er þetta svona svakalegt stuðlag. Landinn fer í hvílíkt stuð þegar þetta hljómar. Ég hef stundum sagt að þetta sé sorglegasta stuðlag allra tíma,“ segir hann og hlær. Þeim sem vilja kynnast lögum nýju plötunnar betur er bent á heimasíðuna www.ftt.is/stebbiog- eyfi. Útgáfutónleikar þeirra félaga verða síðan haldnir í Borgarleik- húsinu þann 30. nóvember. Slappað af á Spáni Stebbi og Eyfi hafa allt tíð verið mjög góðir félagar og hefur þeim sjaldan eða aldrei orðið sundur- orða, að eigin sögn. Auk þess að spila saman tónlist eru þeir einnig miklir golffélagar og eru t.a.m. nýkomnir frá Spáni þar sem þeir spiluðu golf og slöppuðu af eftir erfiða upptökutörn og til að hvíla sig fyrir komandi átök. Línuvörðurinn flaggaði Þegar talið berst að fótbolta eru þeir aftur á móti ekki eins miklir félagar. Eru þeir á öndverðum meiði bæði í íslenska boltanum og þeim enska. Reyndar segist Stebbi lítið fylgj- ast með íslenska boltanum en þeim mun meira með þeim enska þar sem Arsenal sé í uppáhaldi. Bera þrjár ferðir á Higbury, fyrrum heimavöll félagsins, vott um það. Eyfi fylgist aftur á móti betur með íslenska boltanum, enda tróð hann nýverið upp með hljómsveit sinni á lokahófi KSÍ klæddur Þróttarabúningi. Ólst hann upp í Vogunum ásamt félögum sínum í sveitinni og ákváðu þeir að bregða á leik með eftirminnilegum árangri. Eftir að fótboltafrasar á borð við: „Hann var alveg metra „onside“, „línuvörðurinn flaggaði“, og „algjört rugl“ höfðu fengið að fljóta var komið að lokum viðtalsins og blaðamaður kvaddi með Drauminn um Nínu í farteskinu, pikkfastan í heilabúinu. Fimmtán ára farsælt samstarf ber loks ávöxt STEFÁN HILMARSSON OG EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON Félagarnir Stebbi og Eyfi eru að gefa út sína fyrstu plötu saman, Nokkrar notalegar ábreiður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Aðstandendur tónlistarhátíðarinn- ar Iceland Airwaves eru hæst- ánægðir með hvernig til tókst og telja hátíðina þá bestu til þessa. Hátíðin var mikið gagnrýnd á síðasta ári vegna langra biðraða sem mynduðust fyrir utan tón- leikastaði en í ár voru biðraðirnar í lágmarki. Segja aðstandendurnir að þær biðraðir sem mynduðust hafi verið fljótar að hverfa. „Því miður hefur því verið varpað fram í 2–3 dagblaðsdálkum að raðir hafi sett svip á hátíðina og því jafnvel haldið fram að ekki hafi verið pláss fyrir alla tónleika- gesti. Ástæða þessa bulls er eflaust sú að höfundar dálkanna hafi annað hvort ekki sótt hátíðina eða verið með blaðamannapassa og því ekki farið í röð í þeim fáu tilvikum þar sem þær mynduðust – því þá hefðu þeir gert sér grein fyrir að þessar fáu raðir sem mynduðust tóku í flestum tilvik- um 5–10 mínútur,“ segir í fréttatil- kynningu Hr. Örlygs. Miðasala á næstu hátíð, sem fer fram 17. til 21. október á næsta ári, hefst í þessari viku erlendis, fyrr en nokkru sinni áður vegna mikillar eftirspurnar. Biðraðir í lágmarki TILLY AND THE WALLS Hljómsveitin Tilly and the Walls spilaði í Listasafni Reykjavíkur við ágætar undirtektir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.