Fréttablaðið - 25.10.2006, Side 73

Fréttablaðið - 25.10.2006, Side 73
Leikstjórinn Martin Scorsese ætlar að taka sér frí frá Hollywood til að búa til ódýrari kvikmyndir. Nýjasta myndin hans, The Departed, var dýr í framleiðslu og fór jafnframt beint á toppinn yfir vinsælustu myndirnar. Samt sem áður segir Scorsese það vera sífellt erfiðara að búa til myndir í Hollywood. „Þegar maður gerir dýrar myndir er ekki hægt að taka eins mikla áhættu,“ sagði Scorsese á kvikmyndahátíðinni í Róm. Bætti hann því við að næsta mynd hans yrði ódýrari mynd sem byggð er á japönsku skáldsögunni The Silence. Fjallar hún um tvo portúgalska trúboða á 18. öld. „Mig hefur langað að gera hana í fimmtán ár,“ sagði hann. Frí frá Hollywood MARTIN SCORSESE Leikstjórinn virti ætlar að taka sér pásu frá Hollywood til að gera ódýrari myndir. Hér sést hann með leikaranum Leonardo DiCaprio. Leikarinn Nicolas Cage hefur ákveðið að selja húsið sitt í Los Angeles og leitar nú að húsnæði í Evrópu. Cage setti sjö herbergja einbýlishúsið sitt á sölu fyrir stuttu en hann hefur búið þar síðan árið 1998. Stjörnur á borð við Dean Martin og Tom Jones bjuggu í hús- inu áður og er því eignin metin til mikils. Leikarinn er nú á fullu að leita sér að húsum í Englandi og Þýska- landi. Hann flaug ásamt eiginkonu sinni Alice til Somerset á Englandi þar sem þau skoðuðu nokkra kast- ala. Ekki er vitað um ástæðu þess hvers vegna Cage er að flýja Los Angeles en honum hefur ávallt verið mikið í mun að halda einka- lífi sínu fyrir utan fjölmiðla. Flytur til Evrópu FLYTJA Leikarinn Nicolas Cage hefur nú ákveðið að selja húsið sitt í Los Angeles og hyggst flytja með eiginkonu sinni Alice og barni til Evrópu. vaxtaauki! 10% VILTU VIN NA SÁ SEM SVARAR 2 SPURNINGUM HRAÐAST FÆR 500.000!* BT ÆTLAR AÐ GEFA 500.000 KR. ÚTTEKT! SENDU SMS BT BTF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ 500.000KR*. VIÐ SENDUM ÞÉR SPURNINGAR SEM ÞÚ SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ BT A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900. 10 HVERVINNUR! *S á se m v in n u r 5 00 .0 00 kr fæ r e in n d ag t il að k au p a sé r v ö ru r í v er sl u n u m B T. L ei kn u m lý ku r 1 6. n ó ve m b er 2 00 6 kl 2 4: 00 V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g u . M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . E f þ að t ek u r þ ig le n u r e n 5 m ín a ð s va ra s p u rn in g u þ ar ft u a ð b yr ja le ik in n a ft u r. Breska blaðið The Guardian kynnti myndasöguhöfundinn Hugleik Dagsson rækilega til leiks í helgarútgáfu sinni og lagði þrjár síður undir viðtal við hann sem var skreytt örmyndasögum úr bók hans Avoid Us sem kemur út í Bretlandi í byrjun nóvember. Myndasögur Hugleiks, sem eru yfirleitt aðeins einn rammi, eru í Guardian sagðar í meira lagi sér- stakar enda geri höfundurinn til dæmis út á mannát, sifjaspell og ofbeldi. Viðtalið er birt undir fyrir- sögninni „Mér finnst gaman að drepa“ og Hugleikur er sagður alveg laus við sjálfsritskoðun og hann velti sér ekki upp úr því hvort sögur hans kunni að móðga ein- hvern. Hann kasti því aðeins frá sér sögu ef hún er ekki nógu fynd- in. „Ég hef gaman að ælum og drápum í myndasögum,“ segir Hugleikur við The Guardian og blaðamaðurinn bætir því við að Hugleiki sé fátt heilagt en bendir á að lítið sé um kynþáttagrín og fötl- uð börn í bókinni. Ég teikna stund- um fatlað fólk en það er þá yfirleitt bara til þess að sýna fram á hversu fólk getur verið vont við fatlaða,“ segir Hugleikur í viðtalinu. „Eitt af því sem ég lærði af því að vinna með fötluðum börnum er að þau hafa líka dökkan húmor.“ Blaðið birtir engar myndir af Hugleiki sjálfum og hann er síður en svo ósáttur við það. „Það stóð til að taka mynd af mér en það datt upp fyrir. Það er fínt þar sem ég á við útlitsvandamál að glíma og er svo agalega ljótur að þetta er bara plús,“ segir Hugleikur. Höfundurinn hefur ekki ákveð- ið hvort hann muni fylgja útgáf- unni í Bretlandi eftir með því að mæta til þangað um mánaðamótin en segir það síður en svo útilokað. Nokkur umræða hefur skapast í kringum Avoid Us á netbókaversl- uninni Amazon.com og þar segir einn lesandi að húmor Hugleiks sé dökkur og að sögurnar séu kol- svartar og frábærar. Annar segir sögurnar drepfyndnar, frábærar og yfirgengilegar og það besta við þær sé að lesandinn hljóti að spyrja sig hvort hann eigi að hlæja að þessu. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni hrósaði mynda- söguhöfundurinn Alan Moore verkum Hugleiks þegar hann hitti starfsfólk myndasöguverslunar- innar Nexus nýlega og sagði Hug- leik vera „mjög geðveikan og mjög, mjög fyndinn.“ „Þetta eru bestu fréttir sem ég hef fengið og maður getur ekki beðið um meira en að besti mynda- söguhöfundur í heimi segi að efnið manns sé gott.“ Gaman að drepa THE GUARDIAN Gerði Hugleiki og myndasögu- bók hans Avoid Us góð skil um helgina og í viðtali við blaðið segir Hugleikur sögur sínar ekki beinlínis vera ósmekklegar þar sem eitthvert sannleikskorn sé fólgið í þeim öllum. HUGLEIKUR DAGSSON Ritskoðar ekki sjálfan sig og lætur nánast allt flakka í hárbeittum örsögum sínum. Truflaðasta grínmynd ársins er komin. Biluð skemmtun ! Jackass number two „Nýtt lágmark“ -WASHINGTON TIMES ��� - V.J.V - TOPP 5.IS ���� - H.Ó. - Mbl Stórmynd sem lætur engan ónsnortin. Oliver Stone BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku og ensku tali ! Systurnar Hilary Duff og Haylie Duff fara hér á kostum í frábærri rómantískri gamanmynd.Ekki missa af kraftmestu spennumynd ársins. Frá leikstjóra “The Fugitive” Þegar hættan steðjar að ... fórna þeir öllu / ÁLFABAKKA / AKUREYRI/ KEFLAVÍK BEERFEST kl. 8 B.i. 12 STEP UP kl. 6 B.i. 7 THE THIEF LORD kl. 4 Leyfð ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 3:40 Leyfð THE GUARDIAN kl. 5 - 8 - 10:10 B.i. 12 THE GUARDIAN VIP kl. 5 - 8 MATERIAL GIRLS kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 Leyfð JACKASS NUMBER TWO kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 WORLD TRADE CENTER kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 THE GUARDIAN kl.5:30-8:30-10:10 B.i. 12 MATERIAL GIRLS kl. 6 - 8 Leyfð BEERFEST kl. 10:10 B.i. 12 BÖRN kl. 8 B.i.12 / KRINGLUNNI MÝRIN kl. 8 - 10 B.i. 12 JACKASS NUMBER TWO kl. 8 B.i. 12 WORLD TRADE CENTER kl. 10 B.i. 12 THE GUARDIAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12 THE THIEF LORD kl. 6 Leyfð MATERIAL GIRLS kl. 6 - 8 Leyfð JACKASS NUMBER TWO kl. 10 B.i. 12 Stórmynd sem lætur engan ónsnortin. ���� S.V. MBL EINN ÓVÆNTASTI GLEÐIGJAFI ÁRSINS Þegar hættan steðjar að ... fórna þeir öllu Ekki missa af kraftmestu spennumynd ársins. Frá leikstjóra “The Fugitive” Varðveitt líf mitt fyrir ógnum óvinarins BYGGÐ Á METSÖLUBÓK ARNALDAR INDRIÐASONAR KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK THE QUEEN kl. 6 - 8 B.i. 12 AN INCONVENIENT TRUTH kl. 6- 10:10 Leyfð BÖRN kl. 8 B.i. 12 20% AFSLÁTTUR FYFIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATINÍUM GLITNIS MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI Munið afsláttinn HAGATORGI • S. 530 1919 www.haskolabio.is MÝRIN kl. 6 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12 THE GUARDIAN kl. 6 - 9 B.i. 12 WORLD TRADE CENTER kl. 8 -10:30 B.i. 12

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.