Fréttablaðið - 25.10.2006, Qupperneq 75

Fréttablaðið - 25.10.2006, Qupperneq 75
MIÐVIKUDAGUR 25. október 2006 35 FÓTBOLTI David Beckham hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Real Madrid á þessari leiktíð og hann hefur nú látið hafa það eftir sér að hann sakni Manchester United. Samningur Beckhams við Real Madrid rennur út næsta sumar og talið er víst að leikmaðurinn muni hafna nýjum samningi ef hann nær ekki að vinna sér sæti í liðinu hjá Fabio Capello, þjálfara Real Madrid. Félög á Englandi, Ítalíu og Bandaríkjunum bíða í startholun- um eftir að sjá hver ákvörðun leik- mannsins verður en Beckham hefur sagt að eina félagið sem hann myndi nokkurn tímann spila fyrir á Englandi sé Manchester United. Frægt er atvikið þegar Ferguson sparkaði skó í höfuðið á Beckham en leikmaðurinn hefur nú rétt fram sáttahönd til fyrrver- andi framkvæmdastjóra síns. „Þetta var slys. Ég er búinn að þekkja Ferguson frá því að ég var tólf ára gamall og okkur hefur lent saman einu sinni eða tvisvar á þeim tíma,“ sagði Beckham og hann hefur einnig lýst yfir von- brigðum sínum með hve lítil sam- skipti leikmenn Real Madrid hafa sín á milli utan vallar. „Ég á vini hérna eins og Roberto Carlos, Ronaldo og Michel Salgado en við hittumst sjaldan utan æfingasvæðisins. Ég var hjá Manchester United í fimmtán ár og á hverjum degi og í hverjum leik stóðum við saman, í gegnum súrt og sætt. Á hálfs mánaðar fresti fórum við saman út að borða, allir leikmennirnir, og stundum komu Ferguson og hinir þjálfararnir með okkur. Á þeim þremur árum sem ég hef verið hér hjá Real Madrid þá höfum við fjórum sinnum farið út að borða saman,“ sagði Beckham en hann missti af æfingu liðsins á mánu- daginn og ekki hefur enn verið gefin upp ástæða þess. - dsd David Beckham missti af æfingu um daginn en hann hefur lítið fengið að spila: Saknar greinilega Man. United DAVID BECKHAM Hver veit nema við munum sjá hann í búningi Manchester United á nýjan leik? NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Skagamaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson hafnaði tilboði sænska félagsins Norrköping í gær en félagið bauð honum þriggja ára samning. Hafþór var ákveðinn í því að semja við Val færi svo að dæmið með Norrköping gengi ekki upp og heimildir Fréttablaðs- ins herma að það hafi ekkert breyst. Íslandsmeistarar FH eru samkvæmt sömu heimildum einn- ig stokknir í slaginn, eru mjög áhugasamir og hafa gert Hafþóri freistandi tilboð en hann ku samt vera spenntari fyrir Val. „Mér liggur ekkert á að komast út og það er allt eins gott að spila aðeins lengur hérna heima og bæta á reynslubankann. Það er nóg af skemmtilegum möguleik- um og ég útiloka ekki neitt. Það er klárt að ég fer ekki út heldur spila hér heima í að minnsta kosti eitt ár í viðbót,“ sagði hinn tvítugi Hafþór Ægir í gær en hann getur ekki klárað sín mál fyrr en í lok mánaðarins þegar samningur hans við ÍA rennur út. Hafþór Ægir sagði á sínum tíma að hann vildi losna frá ÍA og hann fékk klásúlu í samning sinn rétt fyrir lok móts um að hann væri frjáls ferða sinna frá og með 31. október færi svo að Guðjón Þórðarson tæki við liðinu. Skaga- menn kærðu þennan viðauka í samningnum en höfðu ekki erindi sem erfiði og viðaukinn stóð sam- kvæmt úrskurði samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ. Þrátt fyrir þá staðreynd hafði Hafþór áhuga á að semja aftur við ÍA og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sigldu þær samn- ingaviðræður ekki endanlega í strand fyrr en um síðustu helgi. Þrátt fyrir ágætan vilja beggja aðila strönduðu viðræðurnar á launaliðnum en ÍA er ekki að borga sömu upphæðir og Valur og FH. „Mér finnst leiðinlegt að það hafi ekkert gengið með ÍA. Við reyndum að tala við þá tvívegis án árangurs. Ég hefði alveg viljað að þær viðræður hefðu gengið en svona er þetta,“ sagði Hafþór Ægir. henry@frettabladid.is Hafþór Ægir á leið í Val þrátt fyrir áhuga FH Hafþór Ægir Vilhjálmsson hafnaði tilboði Norrköping í gær og fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann gangi í raðir Vals þótt Íslandsmeistarar FH séu komnir inn í myndina. Hafþór reyndi að semja við ÍA upp á nýtt án árangurs. ENGIN ATVINNUMENNSKA Í BILI Hafþór Ægir Vilhjálmsson er búinn að hafna Norr- köping og mun að öllum líkindum semja við Valsmenn um mánaðamótin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Besti leikmaður Lands- bankadeildarinnar í sumar að mati leikmanna, Víkingurinn Viktor Bjarki Arnarsson, verður líklega seldur til norska félagsins Lille- ström í dag. Víkingur hefur verið í viðræðum við norska félagið und- anfarna daga og bar ekki mikið í milli liðanna í gærkvöldi sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Lilleström bauð upphaflega 10 milljónir króna í Viktor sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins en Víkingur hafnaði því tilboði og gerði Lilleström gagntilboð. Því tilboði var svarað með öðru gagn- tilboði og boltinn gekk þannig á milli félaganna allan gærdaginn. „Hlutirnir hafa verið að gerast hratt,“ sagði Róbert Agnarsson, formaður knattspyrnudeildar Vík- ings, við Fréttablaðið í gærkvöld en hann varðist allra frétta. „Við erum að henda boltanum á milli og þannig er bara staðan.“ Eins og áður segir ber ekki mikið í milli liðanna og líklegra en ekki að félögin nái saman í dag komi ekki eitthvað mikið upp á. Lilleström fylgdist grannt með Viktori í sumar og félagið veit því vel hvað það fær fyrir peninginn sem verður að teljast ágætur fyrir leikmann sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Víking. - hbg Framtíð Viktors Bjarka Arnarssonar að skýrast: Líklega til Lilleström VIKTOR BJARKI Vakti hrifningu forráðamanna Lilleström á dögunum og þeir reyna stíft að kaupa hann. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Iceland Express deild karla: TINDASTÓLL-ÞÓR Þ. 90-87 (E. FRAMLENG.) SS-bikarkeppni kvenna GRÓTTA-FRAM 28-15 (17-5) Mörk Gróttu: Anna Úrsula Guðmundsdóttir 5, Kristín Þórðardóttir 4, Arndís Erlingsdóttir 4, Sandra Paegle 4, Natasa Damiljanovic 3, Hera Bragadóttir 2, Tinna Jökulsdóttir 2, Eva M. Kristins- dóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 2. Mörk Fram: Annett Köbli 5, Stella Sigurðardóttir 3, Guðrún Halldórsdóttir 2, Marthe Sördal 2, Anna Einarsdóttir 1, Þórey Stefánsdóttir, Hildur Knúts- dóttir 1. Enski deildabikarinn WBA-ARSENAL 0-2 Jeremie Aliadiere 2 (1 úr víti). LEICESTER-ASTON VILLA 2-3 (E. FRL) Stearman, Kisnorbo - Angel, Barry (víti), Agbonlahor. NOTTS COUNTY-SOUTHAMPTON 2-0 CHESTERFIELD-WEST HAM 2-1 SHEFF. UNITED-BIRMINGHAM 2-4 PORT VALE-NORWICH 0-0 (PV VANN Í VÍTAK.) LEEDS-SOUTHEND 1-3 WATFORD-HULL CITY 2-1 WYCOMBE-DONCASTER ROVERS 2-2 Wycombe vann í vítakeppni. EVERTON-LUTON 4-0 Cahill, McFadden, Anichbe, sjálfsmark. Þýska bikarkeppnin DORTMUND-HANNOVER 96 0-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék ekki með Hannover í leiknum. Spænska bikarkeppnin ALAVES-CELTA VIGO 0-0 ATLETICO MADRID-LEVANTE 0-1 Heimsbikarinn í handbolta A-RIÐILL SPÁNN-TÚNIS 35-30 Mörk Spánar: Romero 9/3, Garcia 5, Rodrigues 5, J. Garcia 4, Garabaya 3, Davis 2, Garralda 2, Rocas 2/1, R. Entrerrios 2, A Entrerrios 1. Mörk Túnis: Tej 8, Hammed 4, Aziza 4, Bousnina 3, Ayed 3/1, Hmam 2, Ahmed 1, Gharbi 1. SVÍÞJÓÐ-GRIKKLAND 30-24 B-RIÐILL KRÓATÍA-DANMÖRK 33-34 Michael Knudsen var markahæstur hjá Dönum með 6 mörk en Mirza Dzomba var með 7/3 fyrir Króatíu. SERBÍA-ÞÝSKALAND 32-40 Mörk Serbíu: Bojinovic 8, Rajkovic 5, Stojanovic 4, Toskic 3, Vuckovic 2, Ilic 2, Kojic 1, Stojanovic 1, Manojlovic 1. Mörk Þýskalands: Preiss 6, Klimowets 5, Jansen 4, Glandorf 4, Baur 4, Klein 4, Hermann 3, Kehr- mann 3, Sprenger 2, Hegemann 2, Haass 1, Hens 1, Roggisch 1. FÓTBOLTI Paul Ince hefur nú tekið við stöðu spilandi framkvæmda- stjóra hjá Macclesfield, en félagið situr í neðsta sæti í neðstu deildinni á Englandi. Ince gerði garðinn frægan sem leikmaður með West Ham, Manchester United, Inter Milan og Liverpool áður en hann hélt til Wolves og nú Macclesfield. Ince, sem er 39 ára gamall, hefur nú beðið fyrrum samherja sinn í enska landsliðinu Paul Gascoigne um aðstoð við að ná Macclesfield af botni enskrar knattspyrnu, en Macclesfield er sjö stigum á eftir næsta liði. „Gascoigne er alltaf velkominn til starfa. Ef hann hefur einhverj- ar hugmyndir sem hann vill deila með mér, þá eru þær velkomnar. Hann hefur þjálfað áður og ég hef áhuga á að heyra hans hugmynd- ir,“ sagði Ince en Gascoigne hefur ekki riðið feitum hesti á sínum þjálfaraferli. - dsd Paul Ince: Býður Gas- coigne vinnu PAUL INCE Er nýr framkvæmdastjóri neðsta liðsins á Englandi. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Jose Mourinho, fram- kvæmdastjóri Chelsea, vill ólmur fá nýjan markmann til félagsins til að hafa til staðar á meðan Petr Cech jafnar sig á meiðslum sem hann hlaut á dögunum. Félagið hefur nú fengið Stephane Porato, fyrrum markmann Marseille, til reynslu en hann er samningslaus og því ljóst að Chelsea þyrfti ekki að borga neitt fyrir leikmanninn. Búist er við því að Hilario standi á milli stanganna í kvöld þegar Chelsea heimsækir Blackburn í enska deildarbikarn- um en Carlo Cudicini er óðum að jafna sig og Mourinho býst við því að hann verði með á móti Sheffield United um næstu helgi. - dsd Markvarðarmál Chelsea: Stephane Porato á reynslu HANDBOLTI Einn leikur fór fram í sextán liða úrslitum SS-bikars kvenna í gær þegar Fram heimsótti Gróttu á Seltjarnarnes. Það er skemmst frá því að segja að þetta var leikur kattarins að músinni sem endaði með þrettán marka sigri Gróttu, 28-15. Það vantaði nokkra sterka leikmenn í lið Fram og það sást strax í upphafi að Fram saknaði þessara lykilmanna, því Grótta stakk af mjög fljótlega og leit aldrei til baka. Fyrri hálfleikur var algjörlega eign heimamanna sem voru tólf mörkum yfir í leikhléi, 17-5. Í stað þess að niðurlægja gestina algjörlega sló Grótta af í síðari hálfleik en þrettán marka sigur engu að síður staðreynd. - hbg SS-bikarkeppni kvenna: Auðvelt hjá Gróttustúlkum MARK Kristín Þórðardóttir skorar hér eitt af fjórum mörkum sínum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Emerson, leikmaður Real Madrid, hefur beðið leikmenn og aðdáendur Real Madrid að halda ró sinni. Liðið hafi ekki unnið neinn titil þótt það hafi sigrað Barcelona um síðustu helgi. „Við unnum bara einn leik, ekki spænsku deildina eða Meistaradeildina. Það var að sjálfsögðu gott að vinna þennan leik, en við höfum ekki unnið neitt ennþá og verðum að leggja harðar að okkur. Við lékum einfaldlega vel gegn góðu liði,“ sagði Emerson. - dsd Emerson: Höfum ekki unnið neitt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.