Fréttablaðið - 25.10.2006, Side 80

Fréttablaðið - 25.10.2006, Side 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ���������� ���������������������� www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 33 67 0 1 0/ 20 06 Prius - við erum komin upp á næsta stig. Öll höfum við hugmyndir um hvernig framtíðin verður. Ólíkar hugmyndir. Við hjá Toyota sjáum fyrir okkur hreinni heim og stefnum óhikað á framleiðslu bíla sem menga ekkert. Leiðin þangað er löng og ströng en við erum komin upp á næsta stig. Prius er knúinn bæði rafmagns- og bensínvél. Hann er sjálfum sér nógur um rafmagn og gefur frá sér allt að 55% minna koldíoxíð en hefðbundnir bensínbílar af svipaðri stærð. Hann er umhverfisvænni og mikilvægt skref í átt að hreinni heimi. Komdu og reynsluaktu Prius – upplifðu næsta skref. Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 421-4888 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Framtíðin er núna Verð 2.770.000 kr. www.sigridurandersen.is Fjölbreytt framtak í mennta- og heilbrigðismálum Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Sigríðar Andersen er í Landssímahúsinu við Austurvöll. Síminn er 561 4567. Alltaf heitt á könnunni. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október. Sigríður Andersen Skilagjaldið er 10 krónur Knarrarvogi 4, Rvk. Ég sá tvær myndir í blöðunum í síðustu viku sem fylltu mig fögnuði og trú á lífið. Önnur var á forsíðu Morgunblaðsins og sýndi forsætisráðherra þjóðarinnar og Björn Bjarnason. Voru þeir saman og ástúð og vinátta skein af andlit- um þessara háttsettu manna og dómsmálaráðherra sendi þjóð sinni geislandi bros. SLÍKT bros er fremur sjaldgæft á svo alvörugefnum manni. En lái honum hver sem vill þótt hann brosi, því vinur hans og flokks- félagi var að tilkynna þjóðinni að fólk yrði nú að taka sig á og hætta að hrella Björn. Nú væri nóg komið af smáskítlegum óhróðri sem menn í stjórnarandstöðu og fjöl- miðlamafíu hefðu í frammi við þennan góða dreng. Nú liði óðum að prófkjöri og fólk yrði að hætta að hrekkja. ÉG velti fyrir mér hvort ekki væri hægt að fá þessa vini og samherja til að fara í grunnskól- ana og tala við krakkaskrímslin um að hætta að leggja hið veika og smáa í einelti. HIN myndin var af hópi karl- manna að horfa á eftir Hval 9 leggja af stað í sína fyrstu veiði- ferð eftir 17 ára bið. Um leið og ryðkláfurinn hlussaðist af stað ráku þessir veðurbörðu karlar upp gleðióp. Það er ekki oft sem við fáum að sjá svo djúpa hamingju á prenti. Ég sá Nilla vin minn meðal þessara hraustu manna, og brá mér vestur eftir, til að óska til hamingju með Hval 9. AUJA kona Nilla kom til dyra og bað mig þess lengstra orða að tala nú um fyrir eiginmanni sínum sem nú ætlaði hvað sem tautaði og raulaði að fara upp í Hvalfjörð og vera til taks þegar Hvalur 9 kæmi í land. Þetta er engin hæfa, sagði Auja. Hann heldur að þetta unga fólk viti ekkert hvernig á að hand- era hval og þurfi á hans hjálp að halda. HÚN sagðist vera mest hrædd um að hann færi að príla upp á hval og kenna þeim að flensa. Hann er enginn maður í þetta, kominn hátt á áttræðisaldur, og ætlar að liggja í tjaldi þar í grennd við Hvalstöð- ina ef ske kynni að þeir þyrftu hans við. „Þetta er stórhættulegt og Watson á leiðinni!“ sagði Auja og dæsti. „ÉG fann ekki annað ráð,“ sagði hún „en að fela fölsku tennurnar hans. Hann getur varla farið að láta sjá sig tannlausan þarna uppfrá.“ Fagurt mannlíf

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.