Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 88
bæjarklaustri og stóð sig með mikl-
um glæsibrag þrátt fyrir að vera
nýlega byrjaður í íþróttinni. Með
þátttöku sinni varð hann elsti maður
sem keppt hefur í akstursíþrótt á
Íslandi og miðað við áhugann og
formið eru miklar líkur á því að
hann sjáist í keppni næsta sumar.
Ólafur H. Guðgeirsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Sælgætisgerð-
arinnar Freyju ehf. stundar mót-
orkrossíþróttina af kappi ásamt
börnunum sínum og fer í Bolaöldu
hvenær sem færi gefst. „Ég var
alltaf á hjóli þegar ég var ungling-
ur og lék mér oft á Sólheimasandi,
sem er upplagður leikvöllur fyrir
mótorkrosshjól. Mig hefur alltaf
langað til að gera þetta síðan en
var á kafi í jeppasportinu um tíma
en mig langar til að gera svo margt
eins og að vera í golfi, veiði og
fleiru en það er ekki hægt að gera
allt í einu. Ég hef hins vegar aldrei
fattað hvernig menn taka sér tíma
frá fjölskyldunni til að gera þetta
allt saman og hef þess vegna alltaf
reynt að gera bara eitt í einu. Það
stóð alltaf til að fara út í mótor-
krossinn þegar sonur minn væri
orðinn nógu stór. Hann fór síðan
að pressa á mig þegar hann var
orðinn tíu ára en mér fannst það
vera fullungt. Þá fór ég að líta í
kringum mig og sá að börn voru
farin að hjóla allt niður í fimm eða
sex ára gömul en þá eru þau á
mjög litlum hjólum á svona lokuð-
um svæðum eins og í Bolaöldu. Á
síðasta ári fór ég síðan að líta í
kringum mig eftir hjólum og ég
keypti hjólið mitt af félaga mínum
og síðan keyptum við annað fyrir
Jóa. Síðan fórum við að hjóla alveg
á fullu eftir það og höfum ekki
stoppað síðan.“
Krakkarnir mega ekki keppa fyrr
en þeir eru orðnir tólf ára og Jói
er nýbúinn að ná þeim aldri
þannig að hann stefnir að því að
keppa á næsta ári. „Sigrún, dóttir
mín, er að byrja í mótorkrossin-
um líka en við erum að leita að
hjóli handa henni fyrir vorið,“
segir Ólafur, sem lítur sjálfur á
íþróttina sem hreina líkamsrækt
og útivist. „Það helsta sem ég fæ
út úr þessu er samt félagsskapur-
inn við börnin mín. Við Jói erum
búnir að vera á kafi í þessu og
Sigrún er farin að sýna þessu
áhuga líka þannig að út úr þessu
fáum við samvistir sem við
værum ekki að fá öðruvísi. Ég
fylgdist með honum í fótbolta í
mörg ár en þá var ég náttúrulega
bara á hliðarlínunni.“
Ólafur segir konuna sína hæst-
ánægða með þetta framtak feðg-
anna enda sjái hún á þeim heilmik-
inn mun. „Annars vegar vegna
þess að ég er kominn í almennilegt
form og hins vegar vegna þess að
Jói er mjög góður í mótorkrossin-
um. Það er svo mikilvægt fyrir
krakka að vita að þeir séu góðir í
einhverju,“ segir Ólafur og bætir
við: „Samverustundirnar með
börnunum eru náttúrulega ómet-
anlegar og þess vegna finnst mér
frábært að Sigrún sé að koma inn í
þetta líka.“