Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 88
bæjarklaustri og stóð sig með mikl- um glæsibrag þrátt fyrir að vera nýlega byrjaður í íþróttinni. Með þátttöku sinni varð hann elsti maður sem keppt hefur í akstursíþrótt á Íslandi og miðað við áhugann og formið eru miklar líkur á því að hann sjáist í keppni næsta sumar. Ólafur H. Guðgeirsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sælgætisgerð- arinnar Freyju ehf. stundar mót- orkrossíþróttina af kappi ásamt börnunum sínum og fer í Bolaöldu hvenær sem færi gefst. „Ég var alltaf á hjóli þegar ég var ungling- ur og lék mér oft á Sólheimasandi, sem er upplagður leikvöllur fyrir mótorkrosshjól. Mig hefur alltaf langað til að gera þetta síðan en var á kafi í jeppasportinu um tíma en mig langar til að gera svo margt eins og að vera í golfi, veiði og fleiru en það er ekki hægt að gera allt í einu. Ég hef hins vegar aldrei fattað hvernig menn taka sér tíma frá fjölskyldunni til að gera þetta allt saman og hef þess vegna alltaf reynt að gera bara eitt í einu. Það stóð alltaf til að fara út í mótor- krossinn þegar sonur minn væri orðinn nógu stór. Hann fór síðan að pressa á mig þegar hann var orðinn tíu ára en mér fannst það vera fullungt. Þá fór ég að líta í kringum mig og sá að börn voru farin að hjóla allt niður í fimm eða sex ára gömul en þá eru þau á mjög litlum hjólum á svona lokuð- um svæðum eins og í Bolaöldu. Á síðasta ári fór ég síðan að líta í kringum mig eftir hjólum og ég keypti hjólið mitt af félaga mínum og síðan keyptum við annað fyrir Jóa. Síðan fórum við að hjóla alveg á fullu eftir það og höfum ekki stoppað síðan.“ Krakkarnir mega ekki keppa fyrr en þeir eru orðnir tólf ára og Jói er nýbúinn að ná þeim aldri þannig að hann stefnir að því að keppa á næsta ári. „Sigrún, dóttir mín, er að byrja í mótorkrossin- um líka en við erum að leita að hjóli handa henni fyrir vorið,“ segir Ólafur, sem lítur sjálfur á íþróttina sem hreina líkamsrækt og útivist. „Það helsta sem ég fæ út úr þessu er samt félagsskapur- inn við börnin mín. Við Jói erum búnir að vera á kafi í þessu og Sigrún er farin að sýna þessu áhuga líka þannig að út úr þessu fáum við samvistir sem við værum ekki að fá öðruvísi. Ég fylgdist með honum í fótbolta í mörg ár en þá var ég náttúrulega bara á hliðarlínunni.“ Ólafur segir konuna sína hæst- ánægða með þetta framtak feðg- anna enda sjái hún á þeim heilmik- inn mun. „Annars vegar vegna þess að ég er kominn í almennilegt form og hins vegar vegna þess að Jói er mjög góður í mótorkrossin- um. Það er svo mikilvægt fyrir krakka að vita að þeir séu góðir í einhverju,“ segir Ólafur og bætir við: „Samverustundirnar með börnunum eru náttúrulega ómet- anlegar og þess vegna finnst mér frábært að Sigrún sé að koma inn í þetta líka.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.