Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 22
Ráðherrar og þingmenn sitja þessa dagana á fundum og
semja um framtíð fjölmiðlunar
og afþreyingar á Íslandi. Tæki-
færið til alvöru breytinga er
núna, allt sem til þarf er áræðni
ráðamanna til að horfa til himins
og skoða hlutina í stærra sam-
hengi en gert hefur verið áður.
Ef ríkið hætti afskiptum af
fjölmiðlum yrðu líklega til 2-3
nýjar íslenskar sjónvarpsstöðvar
og 3-4 útvarpsstöðvar. Íslenskt
gæðaefni á sjónvarpsskjám lands-
manna myndi margfaldast frá því
sem það er í dag. Fyrsta flokks
íslenskur afþreyingariðnaður
yrði til þar sem íslenskir rithöf-
undar, framleiðendur, leikarar,
tónlistarmenn, textahöfundar,
markaðsmenn og fleiri fengju
tækifæri til að framleiða sjón-
varps- og útvarpsefni í áður
óþekktu magni fyrir Íslendinga
og betur en gert er í dag. Íslend-
ingar yrðu farnir að flytja út
sögur, hugvit, tónlist og leikara í
formi afþreyingariðnaðar á 2-3
árum.
Endalaus umræða hefur farið
fram undanfarin ár um tilgang
RÚV, þar sem ráðamenn þjóðar-
innar reyna að finna leiðir til að
réttlæta rekstur ríkisfjölmiðla. Á
sama tíma hafa sömu ráðamenn
hætt afskiptum af öðrum fyrir-
tækjarekstri og selt ríkisfyrir-
tæki með góðum árangri. Um leið
og fyrirtækin hafa komist úr rík-
iseigu hafa þau blómstrað og
rekstur þeirra náð nýjum hæðum,
öllum Íslendingum til hagsbóta.
Slíkt hið sama myndi gerast á
afþreyingar- og fjölmiðlamarkaði
ef RÚV yrði lagt niður.
Í samningi menntamálaráð-
herra og útvarpsstjóra er lögð
áhersla á hver sé tilgangur RÚV
og hvers sé ætlast til af stofnun-
inni. Þeir sem hafa starfað við
útvarp og sjónvarp sjá strax að
markmiðin eru svo mörg og ólík
að aldrei verður hægt að uppfylla
þau öll. Ljóst er að engin sjón-
varpsstöð getur staðið undir þeim
hugmyndum sem ráðamenn hafa
um rekstur ríkissjónvarpsins.
Ráðherrar og útvarpsstjóri
horfa jafnframt gjarnan til ann-
arra landa og segja að við Íslend-
ingar verðum að fara sömu leiðir
og önnur Norður-Evr-
ópulönd í rekstri fjöl-
miðla, en til fjölmiðlun-
ar í Bandaríkjunum er
vísað með hryllingi.
Staðreyndin er samt sú
að frá Bandaríkjunum
kemur nær allt vinsæl-
asta sjónvarpsefni
heimsins, þar á meðal
vinsælasta erlenda
efnið sem sýnt er á
Íslandi. Þrátt fyrir alla
hina ríkisstyrktu framleiðslu
Evrópu er nær ekkert efni sem
hægt er að flytja á milli landa; þ.
e.a.s. hugmyndir að sjónvarps-
efni sem gengur vel í mismun-
andi menningarheimum. Stað-
reyndin er sú að ríkispeninganar
drepa niður hugvit, dirfsku og
framleiðslu sé þeim ráðstafað til
einnar stofnunar ár eftir ár.
Við Íslendingar berum okkur
stundum saman við önnur Norð-
urlönd, t.d. Danmörku. Þar er
staðan sérstök. Í Danmörku er
enginn ljósvakafjölmiðill með
sterka markaðshlutdeild fyrir
utan þá miðla sem ríkið rekur.
Danska ríkið rekur tvö sjónvarps-
fyrirtæki, DR og TV2 sem hafa
mikinn meirihluta af öllu áhorfi í
landinu og reyndar hlustun í
útvarpi líka. Það er áhugaverð
staðreynd að velta auglýsinga-
sölu er hærri hjá Fréttablaðinu á
Íslandi en velta allra útvarps-
stöðva Dana til samans. Í Dan-
mörku búa um 5,5 milljónir
manns. Þrátt fyrir nokkra fína
spretti í sjónvarpsframleiðslu
Dana væri hægt að gera miklu
meira. Það kom fram hjá Sven
Clausen, helsta framleiðenda á
sjónvarpsefni Dana, í fyrirlestri
sem Kvikmyndamiðstöð Íslands
stóð fyrir, að þeir byrjuðu fyrst
að ná góðum árangri í framleiðslu
eftir að þeir fóru að framleiða
efni eftir bandarískum fram-
leiðsluhefðum.
Við, Íslendingar, greiðum sam-
tals um 2,7 milljarða
króna á ári til reksturs
RÚV í formi afnota-
gjalda. Fyrirtækið
greiðir engan arð og
því er þetta í raun árleg
fjárfesting okkar í dag-
skrám félagsins. Ef
meðal rekstrartap síð-
ustu ára er lagt við, þá
erum við að greiða um
3 milljarða króna fyrir
eina sjónvarpsstöð og
2 útvarpsrásir á ári. Fyrir alla
þessa peninga fáum við ýmislegt
ágætt efni, en ekki nóg. Fyrir
utan skattfé er RÚV með um 1
milljarð króna í aðrar tekjur,
stærstur hluti þessara tekna er
auglýsingsala eða um 900 millj-
ónir. Hyrfi RÚV af markaði
myndu auglýsingarnar finna sér
annað heimili og líklega búa til
svigrúm fyrir nýja sjónvarps-
stöð.
Við eigum að leggja RÚV
niður. Við eigum að stofna sjóð
sem útdeilir RÚV milljörðunum
árlega til sjónvarpsframleiðslu,
samtals 3 milljörðum á ári, gegn
100% mótframlögum einkaaðila.
Samtals væri þetta 6 milljarða
innspýting í íslenskan afþreying-
ar- og fjölmiðlaiðnað – ekki auka
250 milljónir eins og mennta-
málaráðherra og útvarpsstjóri
hafa lagt til. Ef við ætlum að
breyta umhverfi fjölmiðla og
framleiðslu verðum við að vera
tilbúin að stíga skrefið til fulls.
Við getum skapað nýjan iðnað
sem getur, ef rétt er á málum
haldið, styrkt ásýnd Íslands á
heimsvísu meira en nokkur banki
eða lyfjafyrirtæki kemur til með
að gera. Afþreyingariðnaðurinn
er hraðast stækkandi iðnaður í
heimi og eftirspurnin eftir
afþreyingarefni eykst stöðugt.
Sem dæmi má nefna að fyrir 20
árum voru 90 sjónvarpsstöðvar í
Evrópu, í dag (síðast þegar ég
vissi) eru þær orðnar yfir 1.500.
Fyrir utan sjóðinn og mót-
framlag einkastöðva myndu fjár-
festar fá áhuga á greininni. Stað-
reyndin er nefnilega sú að
afþreyingariðnaðurinn getur
grætt á tá og fingri og haft mikla
framlegð ef framkvæmdar eru
„réttu“ efnishugmyndirnar.
Fyrir hverja prósentu sem sjóð-
urinn afhendir einkastöðvum
væri hægt að skylda þær til að
framleiða ákveðna prósentu af
menningarlegu efni og sýna á
besta tíma. Þegar höftin hverfa
munu koma fram vel fjármagnað-
ir listamenn sem vilja sinna því
sem ekki fellur beint undir
afþreyingariðnaðinn. Ef t.d. 20%
af fé sjóðsins færu til menningar-
legs efnis myndi það þýða marg-
földun slíks efnis á skjám lands-
manna, miðað við framleiðslu
RÚV í dag. Hið margboðaða
menningarvor hæfist fyrir
alvöru.
En eru einhverjar líkur á því
að þetta gangi eftir? Ráðamenn
skilgreina fjölmiðla og afþrey-
ingu sem aldrei fyrr þessa dag-
ana. Allir á Alþingi hafa skoðun á
þessum málaflokki sem ætti að
vera gott fyrir hann, eða hvað?
Höfundur er fyrrum dagskrár- og
markaðsstjóri Skjás eins,
þróunarstjóri Dagsbrun Media
(sem vinnur að útbreiðslu
Fréttablaðsins erlendis) og
þróunarstjóri 365 miðla á Íslandi.
Leggjum RÚV niður
Við getum skapað nýjan iðnað
sem getur, ef rétt er á málum
haldið, styrkt ásýnd Íslands
á heimsvísu meira en nokkur
banki eða lyfjafyrirtæki kemur
til með að gera.
Mikil umræða er í þjóðfélag-inu og út um allan heim
hvernig best megi stemma stigu
við losun koltvísýrings og annars-
konar gróðurhúsalofttegunda.
Þetta er mikið áhyggjuefni sem
allar þjóðir þurfa að takast á við
með myndarlegum
hætti og þolir enga bið
svo að draga megi úr
því sem kallað er
„global warming“ eða
hlýnandi loftslag.
Mörgum hugmynd-
um hefur verið varpað
fram um hvernig best
megi ná árangri í þess-
um efnum, en sitt sýn-
ist hverjum.
Nokkrir hafa velt
upp þeirri hugmynd að
hækka beri vörugjöld
á stærri bifreiðar er
hafi aflmeiri vélar. Fleiri hallast
að þeirri hugmynd – og nú nýver-
ið Bretar – að best sé að ná tökum
á eldsneytisnotkuninni – þ.e.a.s. á
notkun jarðolíu með gjöldum á
sjálft eldsneytið, eða með öðrum
orðum notkunina. Segja má að
mörg rök styðji þá aðgerð umfram
aðrar. Markmiðið með mengunar-
gjöldum er að hvetja til sparnaðar
á eldsneyti er virki m.a. sem hvati
til kaupa á sem sparneytnustum
bifreiðum.
Samdóma álit bifreiðainnflytj-
enda er að eldsneytisverðið eitt
og sér stjórni miklu um bifreiða-
kaup. Um leið og verð á eldsneyti
hækki líti fólk frekar til eyðslu-
grennri bifreiða. Ef sú leið væri
farinn að innheimta „mengunar-
skatt“ með vörugjöldum þ.e. á
verð bifreiðarinnar, þá er skatt-
lagt út frá öðrum þáttum en elds-
neytissparnaði. Eldsneytiseyðsla
bifreiðar fer nefnilega fyrst og
fremst eftir hversu mikið henni
er ekið eða notkun hennar. Til
skýringar má nefna dæmi: A.
kaupir stóra jeppabifreið og ekur
henni innan við 5.000 km á ári, en
B. kaupir lítinn fólksbíl og ekur
honum 50.000 km. á ári. Þar með
er A. að niðurgreiða mengunina
sem B. veldur með sínum mikla
akstri.
Einnig má benda á að sumar
fjölskyldur verða að eiga stóran
bíl, vegna stærðar fjölskyldunnar
sem þá er oftast með stórri vél.
Með því að hafa há vörugjöld á
slíkum bílum er verið að gera
barnmörgum fjölskyldum ill-
mögulegt að eignast bifreið sem
mætir þeirra þörfum.
Taka þarf líka tillit til þess að
við búum í strjálbýlu landi þar
sem samgöngur eru erfiðar og
gæði veganna langt
undir meðallagi miðað
við önnur lönd. Þessar
staðreyndir gera ferða-
lög á litlum bílum oft
og tíðum erfið og jafn-
vel varhugaverð í
sumum tilfellum, en
margir þurfa búsetu
eða verka sinna vegna
að ferðast mikið við
erfiðar aðstæður, bæði
sumar og vetur.
Verði sú leið farin að
hækka vörugjöld á þær
bifreiðar sem sannar-
lega eyða meiri eldsneyti, reyna
menn í lengstu lög að nota gamla
bíla frekar en að endurnýja, þar
sem stofnkostnaður yrði mikill.
Þar með er verið að draga úr end-
urnýjun bifreiðaflotans og við-
halda mikið mengandi og jafnvel
hættulegum bifreiðum í umferð
lengur en góðu hófi gegnir.
Þróunin er gríðarlega hröð í
dag hjá bifreiðaframleiðendum
og keppast þeir um að framleiða
bifreiðar sem eru sparneytnar og
minna mengandi fyrir umhverfið,
hvort sem þær eru knúnar með
litlum vélum eða stórum.
Ávallt þarf að gæta jafnræðis
varðandi álögur þannig að fólk
verði látið borga fyrir notkun eða
losun á magni mengandi efna út í
umhverfið. Ekki er sanngjarnt að
sá þjóðfélagshópur sem vill eða
þarf að nota stórar einkabifreiðar
borgi niður eldsneytisnotkun ann-
arra og þar með mengun, eða líði
fyrir búsetu sína. Mengunargjöld
eldsneytis ættu að tryggja slíkt.
Að síðustu er rétt að taka fram að
álögur á bílgreinina í heild eru nú
þegar alltof háar, þannig að nauð-
synlegt er að taka allt gjaldaum-
hverfi greinarinnar til gagngerr-
ar endurskoðunar.
Höfundur er framkvæmdastóri
Bílgreinasambandsins.
Vörugjöld á bifreið-
ar, röng hugsun!
Rýmingarsala
Laugardag og sunnudag kl. 11 til 16
Faxafeni 10 – austurhlið
Faxafeni 10, hús Framtíðarinnar 108 Reykjavík Sími 517 8000 www.golfefnaval.is
Gólfefnaval
allt að 4
0% afs
látturFRU
M
Nudd-baðtæki á frábæru verði !