Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 90
upp að mér. Í einhverju skelfingar-
ástandi stökk ég ofan á bakið á
krókódílnum og hélt honum niðri
þannig.“ Huginn segir að þrátt
fyrir að þessi krókódíll hafi ekki
verið neitt risastór þá hafi það ekki
verið freistandi að fá tennurnar í
sig. „Um borð með okkur var einn
snarbilaður heimamaður sem hló
og hló að þessu. Hann stundaði það
að stinga smáfugla á hol með spjóti
og hlæja síðan eins og geðsjúkling-
ur. Hann reddaði þessu síðan og
tjóðraði niður krókódílinn, sem var
svo drepinn og etinn.“
Auk þess að veiða krókódíla
veiddi Huginn píranafiska í Amaz-
on. „Mér fannst þeir nú bragðast
eins og ýsa en það var alveg ótrú-
legt að sjá þá koma um borð. Tenn-
urnar í þeim eru alveg eins og rak-
vélarblöð og skoltarnir skella
saman á fullu eins og hakkavél
þegar þeim er skutlað um borð. Á
ákveðnum stöðum í Amazon eru
menn ekkert að dýfa sér út í enda
varð manni stundum hverft við
þegar eitthvað straukst við mann í
vatninu.“
Huginn segir ótrúlegan mun á
fólkinu á öllum þeim stöðum hann
hefur komið til; Aröbum, Evrópu-
búum, Suður- og Norður-Ameríku-
búum. „Maður hefur séð neikvæða
fréttaumfjöllun um öll Arabalönd-
in en þar voru allir boðnir og búnir
að aðstoða. Ef maður var að húkka
far þá stoppaði alltaf fyrsti bíll og
fólk bauð manni jafnvel nestið
sitt. Það var alveg rosaleg hjálp-
semi þar,“ segir Huginn og bætir
því við að einu sinni hafi maður
reynt að angra hann úti á götu. „Þá
kom annar maður aðvífandi,
sparkaði til hans og sagði honum
að fara. Það er einhver samfélags-
leg ábyrgð í gangi þarna. Maður
er eiginlega miklu óöruggari innan
um alla dópistana og rónana á lest-
arstöðvum í Evrópu. Í Suður-
Ameríku er aftur á móti svo mikil
fátækt að neyðin rekur fólk til að
ræna en í Norður-Ameríku er
síðan mest af furðufuglum,“ segir
Huginn, sem ferðaðist á puttanum
um alla Norður-Ameríku í nokkra
mánuði.
Spurður hvort þessi ferðalög
hafi ekki verið kostnaðarsöm segir
Huginn: „Þetta kostar voða lítið ef
maður ferðast á þennan hátt. Þú
getur til dæmis lifað á 200 krónum
á dag í Bólivíu þar sem innifalin er
gisting, matur og ferðalög. Ég var
búinn að leggja heilmikið fyrir
áður en ég fór af stað enda er þetta
ekkert tekið á yfirdrætti.“
Huginn segir ferðalögin sem
hann hafi farið í vera mjög erfið.
„Þú ferð í túristaferð til að slappa
af en þarna þarftu að vera á tánum
allan tímann. Það var til dæmis
fimm sinnum reynt að ræna mig í
ferðinni um Suður-Ameríku,“
segir Huginn, en hann segist ekki
hafa tölu á því hvað hann hafi farið
til margra landa á undanförnum
árum. „Asía og Ástralía eru einu
heimsálfurnar sem ég á eftir og
það er á teikniborðinu núna að
fara í ársferð og taka þá alla Asíu
í einni ferð,“ segir ævintýramað-
urinn Huginn Þór Grétarsson.
sófi: Chateau d’Ax Como 3ja sæta. 333.000 kr.
Ef þér líkar Chateau d´Ax Como sófinn - skoðaðu þá:
Höfum opnað stærri verslun með enn
fjölbreyttara úrval af húsgögnum og
smávöru fyrir heimilið að Síðumúla 30
Komdu við, úrvalið kemur á óvart.
heima er best!
“ Það var nú ekki svo erf i t t að setjast aftur á skólabekk eft i r öl l þessi ár.
Þetta er bara alveg þrælgaman - svo er frábært að geta legið heima í
sófanum með góða tónl ist í heyrnartólunum og lært! ”
Ragnhildur Gísladóttir