Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 50
2 Úr húsi einu á Álftanesi heyrist vefur sleginn. Þar situr húsfreyj- an Friðbjörg Kristmundsdóttir við göfuga iðju sína. Friðbjörg hefur komið sér upp vefstofu úti í bílskúr og nú er þar að verða til dýrindis ullarefni sem á að fara í þjóðbúningasvunt- ur. Úr afganginum ætlar hún að sauma púða. „Þetta er mitt hobbý,“ segir hún brosandi og gerir hlé á slættinum. Samt er hún að keppa við klukkuna því svuntuefnið þarf að klárast fyrir kvöldið svo það komist til Ísafjarðar morguninn eftir. „Það vantaði einhvern sem tæki að sér að vefa í svuntur,“ segir hún og útskýrir að vefnaði megi skipta í listvefnað og hagnýt- an. Hún kveðst vera í hagnýtu deildinni og hafa meðal annars ofið dúka og mottur til heimilisnota. En hvar kynntist hún vefnaði eða hvaðan er áhuginn sprottinn? „Ég flutt- ist til Svíþjóðar á tíunda áratugnum og þar lærði ég handverkið. Hafði reyndar horft á stólana hjá Heimilisiðnaðarfélaginu en kom því aldrei í verk að læra hér. Svo gafst mér tækifæri til þess þarna úti. Ég bjó í Borås og skólinn var í Fristad sem er þar rétt hjá. Svæðið allt er þekkt fyrir þráðlist.“ Sköft, skammel, skeið, haföld, skyttur og skil eru tækniorð í heimi vefarans því vef- stóll er heilmikið árafæri og það er gaman að sjá hvernig hann virkar. Láréttir þræðir liggja gegnum haföldin og skeiðina og skilj- ast í sundur þegar Friðbjörg stígur á skamm- elið niður við gólf. Gegnum skilin rennir hún svo skyttum með lituðu einbandi í gegn. Það kallar hún ívaf. Þótt vefurinn sé 1,5 m á breidd þá skutlar hún skyttunum alla leið í einni sveiflu. Til þess þarf bæði kraft og lagni. Friðbjörg segir mörg handtök við að setja upp vef. „Ég fæ systurnar og börnin til að hjálpa mér,“ segir hún og bætir við. „Tveir geta ráðið við þetta en það er enn betra þegar fleiri fást til verka.“ Hún segir tals- verða útreikninga þurfa að eiga sér stað áður en hafist er handa. „Strákarnir mínir kalla vefstólinn tölvu fortíðarinnar því uppsetn- ingin krefjist svo mikillar hugsunar. Þeir fást við forritun svo þeir þekkja þetta,“ segir hún brosandi. Spurð hvort þetta áhugamál hennar þyki ekki sérstakt svarar hún. „Meðan ég var með vefstólinn inni í íbúðinni vakti hann mikla athygli og margir þurftu að klappa honum. Karlmenn voru sérstaklega hrifnir af því þeim fannst stóllinn svo flókið fyrirbæri.“ Nú berst talið að stöðu vefiðnar í landinu sem hljótt er um. Friðbjörg segir þó vefnað- arnámskeið hjá Heimilisiðnaðarfélaginu full- setið um þessar mundir. „Það er mikill áhugi á handavinnu og hönnun núna hjá yngra fólki og vinsældir vefnaðar að aukast. Enda ætti það að vera undirstöðugrein í hönnunarnámi að vita hvernig tau verður til.“ Nú dugar ekki að tefja Friðbjörgu lengur. Hún þarf að halda áfram með svuntuefnið svo Ísfirðingar geti farið að sauma úr því og þess má geta að svuntuefni eftir hana fást í þjónustudeild Heimilisiðnaðarfélagsins. Vefstóllinn er tölva fortíðarinnar { heimilið }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.