Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 107

Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 107
saman við eigum vel Staðalbúnaður MASC stöðugleikastýring ABS hemlalæsivörn • EBD hemlajöfnunarkerfi MATC spyrnustýring • Aksturstölva • Hiti í framsætum Fjarstýrðar samlæsingar • Rafdrifnar rúðuvindur Mitsubishi Colt er frábær bíll sem hefur sópað að sér verðlaunum, enda kostirnir augljósir; glæsileg hönnun, mikið innra rými með mikla möguleika, nýjar öflugar vélar, 6 hraða „Allshift“ sjálfskipting og margt fleira. Komdu og prófaðu hann Verð: 1.590.000 kr. Badmintonsamband Íslands boðaði í gær til veglegs blaðamannafundar vegna alþjóð- legs badmintonmóts sem fer fram í TBR-húsinu um helgina og ber heitið Iceland Express Inter- national. 48 erlendir leikmenn frá 13 löndum eru mættir hingað til lands í tengslum við mótið en auk þeirra taka 18 íslenskir leikmenn þátt í mótinu. Mótið hófst í gær og því lýkur á morgun með úrslita- leikjum mótsins. Helsta von okkar Íslendinga á mótinu er tvímælalaust Íslands- meistarinn Ragna Ingólfsdóttir, en hún hefur verið dugleg að spila á erlendri grundu að undanförnu og staðið sig vel. Ragna er í 95. sæti á heimslistanum en í síðasta mánuði vann hún mót í Tékklandi og náði öðru sæti á móti í Ungverjalandi. Ragna hóf leik í gær gegn Stephane Romen frá Ítalíu og vann sannfærandi sigur í tveimur lotum. Ragna lék við Stine Forup í 16 manna úrslitum í gær en leikn- um var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Í einliðaleik kvenna eru sex stúlkur sem taka þátt á mótinu á topp hundrað og þar er Ragna talin með. Efst af þessum stúlkum er skoska stúlkan Susan Hughes, sem er í 24. sæti á heimslistanum og verður því að teljast sigur- stranglegust í einliðaleiknum. Ragna mun einnig keppa í tvíliða- leik með Tinnu Helgadóttur. Í einliðaleik karla er Klaus Raffeiner talinn sigurstranglegast- ur en hann er í 63. sæti á heimslist- anum. Þrefaldi Íslandsmeistarinn Helgi Jóhannesson telst líklegast- ur til afreka af íslensku strákunum en auk þess að keppa í einliðaleik tekur Helgi þátt í tvíliðaleik með félaga sínum Magnúsi Inga Helga- syni. Helgi vann sinn fyrsta leik í gær í einliðaleik í þremur lotum og mætti Morten Kronborg frá Dan- mörku í gærkvöldi en því miður var þeim leik ekki heldur lokið þegar blaðið fór í prentun. Mörg sterk pör taka þátt í tvenndarleik á mótinu en af þeim pörum sem taka þátt eru þrjú pör á topp 50 í heiminum og fimm pör á topp hundrað. Íslandsmeistar- arnir og systkinin Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir eru eitt af þeim íslensku pörum sem keppa í tvenndarleik og þau unnu sinn leik í gær og komust því áfram. Það er því ljóst að um sterkt mót er að ræða en úrslitaleikirnir fara fram á morgun á milli klukk- an 10 og 14 í TBR-húsinu. Mestar vonir bundnar við Rögnu Manchester United hefur samþykkt tilboð frá enska fyrstu deildarliðinu Cardiff í sóknar- manninn Alan Smith. Dennis Wise, stjóri Leeds, hefur einnig áhuga á að fá Smith aftur til síns gamla félags. Það kemur töluvert á óvart að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafi sam- þykkt tilboðið þar sem liðið er ekki með marga sóknarmenn á sínum snærum. Ole Gunnar Solskjær verður frá næstu tvær vikur vegna meiðsla og Giuseppe Rossi er á láni hjá Newcastle fram í janúar. „Við erum ekki lengur í deildarbikarnum og ég held að stuttur lánssamningur væri tilvalinn svo að Smith fái að spila einhverja leiki. Málið er í hans höndum og hann hefur rætt við einhverja hjá Cardiff,“ sagði Ferguson um málið. Cardiff vill fá Smith að láni Fylkir lék í gær sinn fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins er liðið mætti St. Otmar í St. Gallen í Sviss. Leikurinn taldist vera heimaleikur Fylkis en síðari leikur liðanna verður á morgun. Fylkir tapaði leiknum með einu marki, 30-29, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik, 18-14. Sigurður Sveinsson þjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið að liðið hefði verið í vandræðum með varnarleikinn í fyrri hálfleik en lagað hann að miklu leyti í þeim síðari. Helst var það leikstjórnandi St. Otmar sem reyndist Árbæingum erfiðastur. Vladimir Djuric var marka- hæstur Fylkismanna með tíu mörk en Eymar Krüger skoraði sex. Hlynur Morthens varði nítján bolta í markinu. Djuric fékk svo að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik og reyndist það Fylkismönnum dýrkeypt á lokasprettinum. „Það er ekki spurning að með eðlilegum varnarleik eigum við að vinna þetta lið,“ sagði Sigurð- ur. Eigum að vinna þetta lið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.