Fréttablaðið - 11.11.2006, Síða 107
saman
við eigum vel
Staðalbúnaður MASC stöðugleikastýring
ABS hemlalæsivörn • EBD hemlajöfnunarkerfi
MATC spyrnustýring • Aksturstölva • Hiti í framsætum
Fjarstýrðar samlæsingar • Rafdrifnar rúðuvindur
Mitsubishi Colt er frábær bíll sem hefur sópað að sér verðlaunum, enda
kostirnir augljósir; glæsileg hönnun, mikið innra rými með mikla möguleika,
nýjar öflugar vélar, 6 hraða „Allshift“ sjálfskipting og margt fleira.
Komdu og prófaðu hann
Verð: 1.590.000 kr.
Badmintonsamband
Íslands boðaði í gær til veglegs
blaðamannafundar vegna alþjóð-
legs badmintonmóts sem fer fram
í TBR-húsinu um helgina og ber
heitið Iceland Express Inter-
national. 48 erlendir leikmenn frá
13 löndum eru mættir hingað til
lands í tengslum við mótið en auk
þeirra taka 18 íslenskir leikmenn
þátt í mótinu. Mótið hófst í gær og
því lýkur á morgun með úrslita-
leikjum mótsins.
Helsta von okkar Íslendinga á
mótinu er tvímælalaust Íslands-
meistarinn Ragna Ingólfsdóttir, en
hún hefur verið dugleg að spila á
erlendri grundu að undanförnu og
staðið sig vel. Ragna er í 95. sæti á
heimslistanum en í síðasta mánuði
vann hún mót í Tékklandi og náði
öðru sæti á móti í Ungverjalandi.
Ragna hóf leik í gær gegn
Stephane Romen frá Ítalíu og vann
sannfærandi sigur í tveimur
lotum. Ragna lék við Stine Forup í
16 manna úrslitum í gær en leikn-
um var ekki lokið þegar blaðið fór
í prentun.
Í einliðaleik kvenna eru sex
stúlkur sem taka þátt á mótinu á
topp hundrað og þar er Ragna talin
með. Efst af þessum stúlkum er
skoska stúlkan Susan Hughes,
sem er í 24. sæti á heimslistanum
og verður því að teljast sigur-
stranglegust í einliðaleiknum.
Ragna mun einnig keppa í tvíliða-
leik með Tinnu Helgadóttur.
Í einliðaleik karla er Klaus
Raffeiner talinn sigurstranglegast-
ur en hann er í 63. sæti á heimslist-
anum. Þrefaldi Íslandsmeistarinn
Helgi Jóhannesson telst líklegast-
ur til afreka af íslensku strákunum
en auk þess að keppa í einliðaleik
tekur Helgi þátt í tvíliðaleik með
félaga sínum Magnúsi Inga Helga-
syni. Helgi vann sinn fyrsta leik í
gær í einliðaleik í þremur lotum og
mætti Morten Kronborg frá Dan-
mörku í gærkvöldi en því miður
var þeim leik ekki heldur lokið
þegar blaðið fór í prentun.
Mörg sterk pör taka þátt í
tvenndarleik á mótinu en af þeim
pörum sem taka þátt eru þrjú pör
á topp 50 í heiminum og fimm pör
á topp hundrað. Íslandsmeistar-
arnir og systkinin Magnús Ingi
Helgason og Tinna Helgadóttir
eru eitt af þeim íslensku pörum
sem keppa í tvenndarleik og þau
unnu sinn leik í gær og komust því
áfram.
Það er því ljóst að um sterkt
mót er að ræða en úrslitaleikirnir
fara fram á morgun á milli klukk-
an 10 og 14 í TBR-húsinu.
Mestar vonir bundnar við Rögnu
Manchester United hefur
samþykkt tilboð frá enska fyrstu
deildarliðinu Cardiff í sóknar-
manninn Alan Smith. Dennis
Wise, stjóri Leeds, hefur einnig
áhuga á að fá Smith aftur til síns
gamla félags.
Það kemur töluvert á óvart að
Sir Alex Ferguson, stjóri
Manchester United, hafi sam-
þykkt tilboðið þar sem liðið er
ekki með marga sóknarmenn á
sínum snærum. Ole Gunnar
Solskjær verður frá næstu tvær
vikur vegna meiðsla og Giuseppe
Rossi er á láni hjá Newcastle
fram í janúar.
„Við erum ekki lengur í
deildarbikarnum og ég held að
stuttur lánssamningur væri
tilvalinn svo að Smith fái að spila
einhverja leiki. Málið er í hans
höndum og hann hefur rætt við
einhverja hjá Cardiff,“ sagði
Ferguson um málið.
Cardiff vill fá
Smith að láni
Fylkir lék í gær sinn
fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins
er liðið mætti St. Otmar í St.
Gallen í Sviss. Leikurinn taldist
vera heimaleikur Fylkis en síðari
leikur liðanna verður á morgun.
Fylkir tapaði leiknum með einu
marki, 30-29, eftir að hafa verið
fjórum mörkum undir í hálfleik,
18-14.
Sigurður Sveinsson þjálfari
sagði í samtali við Fréttablaðið að
liðið hefði verið í vandræðum
með varnarleikinn í fyrri hálfleik
en lagað hann að miklu leyti í
þeim síðari. Helst var það
leikstjórnandi St. Otmar sem
reyndist Árbæingum erfiðastur.
Vladimir Djuric var marka-
hæstur Fylkismanna með tíu
mörk en Eymar Krüger skoraði
sex. Hlynur Morthens varði
nítján bolta í markinu. Djuric
fékk svo að líta rauða spjaldið í
síðari hálfleik og reyndist það
Fylkismönnum dýrkeypt á
lokasprettinum.
„Það er ekki spurning að með
eðlilegum varnarleik eigum við
að vinna þetta lið,“ sagði Sigurð-
ur.
Eigum að vinna
þetta lið