Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 34
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á
netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 550 5000.
„Ekki láta ykkur detta það í hug að
ég sé líkur einhverjum þeim sem ég
hef leikið. Ég er það alls ekki. Þess
vegna kallast þetta að leika.“
Heimsmet í listaverkasölu
Landakotsskóli fagnar afmæli sínu á
veglegan hátt í dag, en nú eru liðin 110
ár frá því að danskar systur af sankti
Jósefsreglu hófu kennslu í Landakoti og
lögðu þar með grunninn að Landakots-
skóla, sem er einn elsti skóli landsins og
einn fárra einkaskóla. „Systurnar
kenndu bæði frönsku og dönsku,“ segir
Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri.
„Núna hefjum við frönskukennslu strax
í fimm ára bekk,“ bætti hún við. Skólinn
var rekinn af Kaþólsku kirkjunni þar til
í fyrra, þegar honum var breytt í sjálfs-
eignarstofnun með sjálfstæðri stjórn,
en hann starfar þó áfram í húsnæði
kirkjunnar við Túngötu.
Regína segir tungumálakennsluna
vera stolt skólans. „Já, tungumála-
kennslan og fjölmenningin sem hér er.
Hvert fjórða barn, ef ekki fleiri, er af
erlendum uppruna, og svo er mikið um
íslensk börn sem hafa búið erlendis,“
sagði Regína, en hún segir erlenda nem-
endur spjara sig mjög vel í skólanum.
„Ég hóf störf hér í fyrra, og þegar ég
var rétt byrjuð kom hingað stúlka frá
Úkraínu sem talaði ekki stakt orð í
íslensku. Á vorprófinu í íslensku brill-
eraði stelpan svo og var langt yfir með-
allagi. Nú var að koma drengur frá Kína
sem segir ekki orð, en ég hef engar
áhyggjur af honum,“ sagði Regína,
ánægð með frammistöðu nemenda
sinna.
Landakotsskóli hefur einnig verið
mjög framarlega hvað varðar námsár-
angur nemenda í stærðfræði og leggur
jafnframt mikla rækt við listgreinar.
„Hér starfar sérstakur tónlistarskóli,
og við venjum fimm ára börnin á að
syngja fyrir gesti og troða upp með eitt-
hvað. Krakkarnir eru að gera mjög
skemmtilega hluti í myndmennt, og sér-
staklega í þemavikunni sem við héldum
í tilefni af afmælinu. Þá unnu þau með
heimsálfurnar. Unglingarnir okkar
standa líka í miklum æfingum fyrir
Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla
Reykjavíkur, sem fer fram á þriðjudag.
Við viljum sjá sjálfsöruggt ungt fólk,
sem þorir að koma fram með sköpunar-
verk sitt og vera stolt af því,“ sagði
Regína.
Nemendur í Landakotsskóla hafa að
sögn Regínu vakið athygli vegna kurt-
eisi sinnar og prúðmennsku. „Hér er
bara einn bekkur í árgangi og bekkirnir
fámennir. Allir þekkja alla með nafni og
krakkarnir eru ófeimin við okkur. Hér
ríkir líka mikið umburðarlyndi og það
fá allir að vera þeir sjálfir, enda viljum
við hafa hér systkinasamfélag. Við
leggjum upp úr því að hafa jákvæðan
aga, sem við viljum svo sjá þjálfast upp
í sjálfsaga,“ sagði Regína, sem segir
gesti í skólanum yfirleitt halda að nem-
endur séu í prófum vegna kyrrðarinnar
í húsnæðinu.
Aðspurð hvort fjölmenningarsamfé-
lagi skólans hljóti ekki að fylgja að
börnin komi úr mismunandi trúarheim-
um, segir Regína það mjög líklegt. „Ég
held samt að það sé aðallega kristið fólk
sem vill senda börnin sín hingað, en hér
hafa ekki orðið neinir árekstrar. Við
byrjum á því að fara með morgunbæn,
sem mér finnst skapa góðan hópanda.
Þó að skólinn sé ekki lengur rekinn af
Kaþólsku kirkjunni viljum við halda í
þessi fallegu, kristilegu gildi. Hér eru
umburðarlyndi og mannkærleikur í
hávegum höfð,“ sagði Regína.
Sérstök hátíðarstund vegna afmæl-
isins verður haldin í Kristskirkju klukk-
an þrjú, en Landakotsskóli verður opinn
á milli tvö og fimm. Nýstofnaður kór
skólans mun koma fram, boðið verður
upp á veitingar og gefst gestum tæki-
færi til að skoða skólann og afrakstur
þemavikunnar í skólanum.
AFMÆLI
Hjartans þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Guðrúnar Pálsdóttur
Lækjasmára 6, Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á deild 14G
á Landspítalanum og Rósu Kristjánsdóttur djákna fyrir
ómetanlegan stuðning og hlýju.
Sigurður Pálsson
Þórunn Sigurðardóttir Sigurður Knútsson
Páll Sigurðsson Aldís Aðalbjarnardóttir
Sigrún Sigurðardóttir Tómas Erling Lindberg
Ásgeir Sigurðsson Jóhanna G. Guðjónsdóttir
Guðný Sigurðardóttir Halldór Ág. Morthens
Hildur Sigurðardóttir
Barnabörn og barnabarnabörn
Legsteinar
Kynningarafsláttur af
völdum tegundum
Fjölbreytt úrval
Hagstæð verð
Stuttur afgreiðslufrestur
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við
andlát og útför elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
Sigurðar Snæbjörnssonar
Höskuldsstöðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar FSA.
Rósa Árnadóttir og fjölskylda.
Okkar elskulegi og ástkæri,
Guðmundur Ingi Ólafsson
Hólabraut 14, Skagaströnd,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans 8. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ólafur R. Ingibjörnsson Hrönn Árnadóttir
Árný Guðrún Ólafsdóttir Haraldur Friðriksson
Rebekka Laufey Ólafsdóttir Ari Þór Guðmannsson
Brynjar Max Ólafsson
Ingibjörn Hallbertsson