Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 25
fátækum þjóðum hefur verið þröngvað til að afhenda fjármála- mönnum þjóðareigur, oft með hót- unum um að ella verði horfið með allt fjárfestingafjármagn úr landi. Nefni ég þar sem dæmi þann þrýst- ing sem íslenskir og bandarískir fjársýslumenn beittu stjórnvöld í Búlgaríu til að fá Búlgara til að framselja í þeirra hendur búlgarska Símann fyrir fáeinum misserum. Í fyrrnefndum pistli mínum vildi ég leggja áherslu á að tími sé kom- inn til að ræða hinar félagslegu afleiðingar markaðsvæðingarinn- ar og þeirrar misskiptingar sem hún hefur leitt til. Í gömlu Sovét- ríkjunum voru við lýði svokallaðar dollarabúðir þar sem forréttinda- klíkan verslaði. Þær voru tákn- rænar um misskiptinguna og úthrópaðar af öllu réttsýnu fólki enda til marks um kjaragjána í þjóðfélaginu. Á Íslandi er að verða til dollarasjoppusamfélag. Annars vegar er það almenningur sem stendur í biðröðunum og hins vegar þotuliðið sem stígur upp í sína þotu og fer þangað sem hug- urinn girnist í eiginlegri og óeigin- legri merkingu. Viljum við svona þjóðfélag? Mitt svar er nei. Þess vegna hef ég hvatt íslenska fjármálamenn til að sýna ábyrgð og gæta hófsemi. Með því sýna þeir samstöðu og vilja til að eiga samleið með íslensku sam- félagi – því samfélagi sem þeir eiga velgengni sína að þakka. Að öðrum kosti eru þeir einfaldlega farnir úr því þjóðfélagi sem hér hefur verið reist og þróað. Þeir sem mesta ábyrgð bera á hinni íslensku dollarabúð sitja hins vegar sem fastast. Það er jú ríkis- stjórn lands vors. Með einkavæð- ingu almannaeigna og öllu því laga- og reglugerðarverki sem hún hefur smíðað varð til jarðvegur misréttis. Ég hef alla tíð verið ein- dreginn talsmaður þess að hér væru reknar bankastofnanir sem sýni ábyrgð gagnvart samfélagi sínu og iðulega hef ég hrósað því sem vel hefur verið gert í íslensk- um bönkum sem standa í fremstu röð í heiminum í ýmsum efnum. Slíka banka vil ég halda í sem fastast. Um hitt velkist ég ekki í vafa um hvert ég vil stjórnarmeiri- hluta Framsóknar og Sjálfsstæðis- flokks kominn. Hann vil ég burt – út úr Stjórnarráði Íslands eins fljótt og auðið er. Sem betur fer styttist í að þjóðin geti látið þann draum verða að veruleika. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Við skulum ekki gleyma að undirstaða vaxtarins í banka- kerfinu er íslenska lífeyris- sjóðakerfið. Grundvöllur þess er markaður af lögum frá Alþingi. Lífeyrissjóðirnir eru byggðir upp af skyldusparnaði íslenskra launamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.