Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 101
Pamela Andersson lenti í því leið-
inlega atviki fyrir stuttu að missa
fóstur þegar hún var við tökur á
nýjustu mynd sinni „Blond on
Blonder“ í Kanada. Pamela var
víst ekki langt gengin og þurfti
ekki að fara upp á spítala. Tals-
maður stjörnunnar hefur staðfest
þessar frengir en segir að Pamela
muni reyna aftur að eignast barn.
Fyrirsætan lýsti því yfir að hana
langaði að eignast barn með
nýbökuðum eiginmanni sínum Kid
Rock en Pamela á fyrir tvo syni
með fyrrverandi manni sínum
Tommy Lee.
Pamela
missti fóstur
Leikkonan Denise Richards fékk
æðiskast þegar hún sá papparassa
fyrir utan hótelið sitt smella af sér
myndum. Richards rauk að ljós-
myndurunum og kastaði tölvunum
þeirra í götuna en ekki var gaman-
ið búið því tölvurnar lentu á tveim-
ur konum á níræðisaldri sem hlutu
áverka og þurftu að leita aðhlynn-
ingar á spítala.
Richards sá að sér þegar hún sá
hvað hafði komið fyrir konurnar
og bauð báðum til sín þar sem hún
baðst afsökunar á framferði sínu.
Konurnar tóku leikkonuna í sátt
og ætla sér ekki að kæra.
Atvikið átti sér stað í Kanada
þar sem Richards er við tökur á
nýrri kvikmyndinni Blond on
Blonder. Ekki er vitað hvort ljós-
myndararnir munu kæra leikkon-
una en kvikmyndafyrirtækið
hefur þegar borgað fyrir skaðann
á tölvunum.
Tölvukastari
„Við erum búin að vera á fullu að
flokka föt síðustu þrjár vikurnar,“
segir Silja Guðbjörg Hafliðadóttir,
nemandi á síðasta ári í Mennta-
skólanum í Kópavogi og ein af 15
krökkum sem taka þátt í val-
áfanga sem ber heitið Sjálfboða-
vinna 102 á vegum Rauða kross
Íslands. Lokaverkefni áfang-
ans er fatamarkaður þar
sem allur ágóðinn renn-
ur í sjóð fyrir munað-
arlausa unglinga í
Mósambík.
„Þetta hefur
verið mjög skemmti-
legur áfangi og ég er
mjög ánægð með valið,“
segir Silja en einnig eru
krakkarnir í áfanganum
búnir að vera með ungum innflytj-
endum einu sinni í viku til að auka
íslenskan orðaforða þeirra, unnið
með öldruðum, langveikum börn-
um og Eldhugum sem er
unglingastarf Kópavogs-
deildar.
„Mér fannst mjög áhuga-
vert að vera með útlensku
krökkunum og maður er
búin að læra mjög mikið
á því. Ég ætla að halda
áfram að fara til þeirra
eftir að áfanganum er
lokið,“ segir Silja. Þetta er í annað
sinn sem boðið er upp á áfanga
sem þennan í skólanum og hefur
hann notið vinsælda meðal nem-
enda.
Fatamarkaður menntaskæling-
anna er í dag klukkan 11 í Sjálf-
boðamiðstöð Kópavogsdeildar
Rauða krossins sem er til húsa í
Hamraborg 11. Verð er mjög hag-
stætt; 300 krónur og 500 krónur.
„Það geta allir komið og gert góð
kaup til styrktar góðu málefni. Við
erum með geysilegt úrval af fatn-
að fyrir alla fjölskylduna. Einnig
er mikið af töskum og skóm, svo
ekki sé minnst af yfirhafnir. Það
leynast ýmsir fjársóðir inni á
milli,“ segir Silja og hvetur sem
flesta til að mæta.
Menntskælingar styðja unglinga í Mósambík