Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 40
Hyundai Getz er eins og aðrir
bílar í sínum flokki. Álkubbur
á fjórum hjólum með litla vél,
vafasaman gírkassa og engan
óþarfa munað. Hann er sem
sagt fullkominn.
Á tímum rafdrifinna sæta, bakk-
myndavéla og talandi aksturstölva
er sjaldgæft að setjast inn í nýjan
bíl sem reynir ekki að vera eitthvað
sem hann er ekki. Að setjast inn í
Hyundai Getz er frelsandi og minn-
ir á einfaldari tíma þegar mögulegt
var að gera við bíl í bílskúr heima
fyrir. Hann minnir á tíma þegar
maður komst til Akureyrar án þess
að taka yfirdrátt til að eiga fyrir
bensíni. Hann minnir á tíma þegar
maður gat sest inn í bíl án þess að
þrjú mismunandi viðvörunarpíp
ómuðu og sögðu manni að farþeg-
inn hægra megin væri ekki nógu
þungur fyrir ABS með tilliti til EPS
vegna þess að ESC væri óvirkt í
handbremsu með PTI.
Þess vegna finnst mér Hyundai
Getz góður bíll. Ekki svo að skilja að
hann sé góður bíll í sama skilningi
og að BMW M5 er góður bíll. Getz er
svo lítill að þegar tveir fullvaxta
karlmenn sitja í framsætunum á
ökumaðurinn í erfiðleikum með að
nota gírstöngina. Innviðið er aug-
ljóslega ódýrt, ekki illa byggt eða
lélegt, bara ódýrt. Svolítið eins og
gott plastparket. Virkar, en maður
vildi heldur hafa alvöru. Engar stór-
kostlegar breytingar í hönnun á inn-
viðum bílsins hafa átt sér stað. Mið-
stöðin, útvarpið og mælaborðið eru
öll með einfaldasta móti og það eina
sem stendur upp úr er klæðningin á
dyrunum. Mér fannst eitthvað flott
við hana en ég held að það sé eins
konar sjónhverfing sem orsakast af
einfaldleika alls annars í bílnum.
En það er einmitt vegna einfald-
leikans sem ég er svo hrifinn af bíln-
um. Það er ekkert sem þarf ekki að
vera í honum. Eini munaðurinn felst
í rafdrifnum rúðum (sem komu á
sjónarsviðið kringum 1960 ef ég
man rétt), stillanlegum stuðningi
við mjóbakið og samlæsingu. Hún
er meira að segja einföld, bara einn
takki sem opnar og lokar bílnum.
Ýmsar vélarstærðir eru í boði
fyrir Getz en reynsluakstursbíllinn
var með 1100 vél. Getz er ætlað að
keppa við bíla með sambærilegar
vélar. Toyota Aygo, Citroen C1, Peug-
eot 107, og VW Fox svo einhverjir
séu nefndir. Getz er afar sambæri-
legur keppinautur hvað varðar lipur-
leika og kraft og líkt og félagar sínir
er Getz skemmtilegur í snattið
innanbæjar. Hann er tilvalinn skóla-
bíll, konubíll, sendibíll eða borgar-
bíll.
Getz kostar ekki mikið, aðeins
meira en heilaga þrenningin Aygo,
C1 og 107, en öfugt við hana skín
ekki í álið inni í bílnum þegar setið
er við stýrið. Þegar öllu er á botn-
inn hvolft þá er Getz afar sambæri-
legur, kannski skrefi framar, en
keppinautarnir. Þetta er einfald-
lega spurning um að prófa sig
áfram og velja það sem manni fellur
best. Í mínu tilviki veldi ég Getz.
Ég veit ekki af hverju, ég bara hata
að elska þennan bíl.
Aftur til einfaldari tíma
Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400
Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum
bila vegna hitavandamála?
Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni.
Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir.
Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur,
stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir.
Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði,
sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn,
hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef-
hjól á kerrur. Bílamottur.