Fréttablaðið - 11.11.2006, Side 40

Fréttablaðið - 11.11.2006, Side 40
Hyundai Getz er eins og aðrir bílar í sínum flokki. Álkubbur á fjórum hjólum með litla vél, vafasaman gírkassa og engan óþarfa munað. Hann er sem sagt fullkominn. Á tímum rafdrifinna sæta, bakk- myndavéla og talandi aksturstölva er sjaldgæft að setjast inn í nýjan bíl sem reynir ekki að vera eitthvað sem hann er ekki. Að setjast inn í Hyundai Getz er frelsandi og minn- ir á einfaldari tíma þegar mögulegt var að gera við bíl í bílskúr heima fyrir. Hann minnir á tíma þegar maður komst til Akureyrar án þess að taka yfirdrátt til að eiga fyrir bensíni. Hann minnir á tíma þegar maður gat sest inn í bíl án þess að þrjú mismunandi viðvörunarpíp ómuðu og sögðu manni að farþeg- inn hægra megin væri ekki nógu þungur fyrir ABS með tilliti til EPS vegna þess að ESC væri óvirkt í handbremsu með PTI. Þess vegna finnst mér Hyundai Getz góður bíll. Ekki svo að skilja að hann sé góður bíll í sama skilningi og að BMW M5 er góður bíll. Getz er svo lítill að þegar tveir fullvaxta karlmenn sitja í framsætunum á ökumaðurinn í erfiðleikum með að nota gírstöngina. Innviðið er aug- ljóslega ódýrt, ekki illa byggt eða lélegt, bara ódýrt. Svolítið eins og gott plastparket. Virkar, en maður vildi heldur hafa alvöru. Engar stór- kostlegar breytingar í hönnun á inn- viðum bílsins hafa átt sér stað. Mið- stöðin, útvarpið og mælaborðið eru öll með einfaldasta móti og það eina sem stendur upp úr er klæðningin á dyrunum. Mér fannst eitthvað flott við hana en ég held að það sé eins konar sjónhverfing sem orsakast af einfaldleika alls annars í bílnum. En það er einmitt vegna einfald- leikans sem ég er svo hrifinn af bíln- um. Það er ekkert sem þarf ekki að vera í honum. Eini munaðurinn felst í rafdrifnum rúðum (sem komu á sjónarsviðið kringum 1960 ef ég man rétt), stillanlegum stuðningi við mjóbakið og samlæsingu. Hún er meira að segja einföld, bara einn takki sem opnar og lokar bílnum. Ýmsar vélarstærðir eru í boði fyrir Getz en reynsluakstursbíllinn var með 1100 vél. Getz er ætlað að keppa við bíla með sambærilegar vélar. Toyota Aygo, Citroen C1, Peug- eot 107, og VW Fox svo einhverjir séu nefndir. Getz er afar sambæri- legur keppinautur hvað varðar lipur- leika og kraft og líkt og félagar sínir er Getz skemmtilegur í snattið innanbæjar. Hann er tilvalinn skóla- bíll, konubíll, sendibíll eða borgar- bíll. Getz kostar ekki mikið, aðeins meira en heilaga þrenningin Aygo, C1 og 107, en öfugt við hana skín ekki í álið inni í bílnum þegar setið er við stýrið. Þegar öllu er á botn- inn hvolft þá er Getz afar sambæri- legur, kannski skrefi framar, en keppinautarnir. Þetta er einfald- lega spurning um að prófa sig áfram og velja það sem manni fellur best. Í mínu tilviki veldi ég Getz. Ég veit ekki af hverju, ég bara hata að elska þennan bíl. Aftur til einfaldari tíma Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef- hjól á kerrur. Bílamottur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.