Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 95
!
Hvað er þetta eiginlega? Sápa?
Konur tala saman og ekki, tómar
augngotur, pískur, hálfkveðnar
vísur, ein að tala ofan í aðra. Les-
andi veit ekki oft hver er að tala,
hver er þessi „ég“? Aðkomustúlka
sem flyst inn á miðaldra konu,
Júlíu, hún sjálf eða systir hennar
Lena sem kemur óvænt heim frá
Ameríku og setur staðið samfélag
í fjölskyldu þar sem allt er þaggað
niður á hvolf?
Ný skáldsaga Fríðu Á. Sigurð-
ardóttur er alla vega vendilega
fókuseruð á konur: mæður, systur,
frænkur, ömmur og formæður.
Karlmenn koma þar við sögu en
eru einsleitar og oftast neikvæðar
flatar myndir. Væri kyni snúið við
í sögu sem þessari og karlar gerð-
ir að meginviðfangsefni en konur
stæðu fölar og fáskiptnar í bak-
grunni heyrðist hljóð úr horni:hví-
lík karlremba! Þessi einsleitni á
sjónarhorni er galli á sögunni.
Annar er gamla klisjan um konuna
sem fór út, settist að og lagði sig
eftir frægð og frama, kemur
óvænt heim og spillir öllu en fær
makleg málagjöld; undarlega nei-
kvæð og tíðförul mynd í skáldsög-
unni íslensku og leikritum raunar
líka.
Sögustíll Fríðu er skemmtilega
unnin, brotakennd setningaskipan,
athöfn falin í sagnorði, kubbóttur
stíll en hraður og beinir lesenda á
mörg mið í senn. Stíllinn skapar
óreiðutilfinningu, í rýminu eru
raddirnar bæði í heyranda hljóði
og hugsanir. Vitund lesandans er
þeytt til og frá: hver er að tala?
Hver er að hugsa?
Sagan er römmuð inn af aðkom-
ustúlkunni sem segir frá komu
sinni í hús Júlíu en innan þess
ramma er frásögn af formóður
systranna, smælingja í sveitasam-
félagi nítjándu aldar. það er veik-
asti hluti verksins, verður óþarf-
lega melódramatískur og
gamaldags í hugsun. Þá er ýmis-
legt í hrapallegum örlögum fjöl-
skyldunnar – á tímabili var ég að
láta mér detta í hug að gera ættart-
ré til að átta mig á öllu þessu fólki
– æði ofsalegt, dauðdagar, slys,
misnotkun á víni og lyfjum, með-
virkni og kúgun. Allt þetta er þarna
– í hálfkveðnum og óskýrum
vísum.
Þannig tekst módernískur frá-
sagnarháttur og spennandi á við
gamaldags og klisjukennd viðhorf
höfundar sem stýrir söguefninu.
Verkið heppnast vel að einu leyti en
er að öðru leyti á brauðfótum. Þar
sem það ætlar sér að skoða kvenna-
megin, afl kvenna, samúð þeirra og
umhyggju, ábyrgð má segja, verða
mótsagnirnar hrópandi. Karlfyrir-
litningin sem leynist í alvitrum
sögumanni, óþol gagnvart konum
sem brjótast út, rómanaklisjurnar
sem byggðar eru inn í frásögnina,
jafnvel síðbúið pólitískt sjónarhorn.
Og að ekki sé talað um persónu
Júlíu sem á að vera einhver kjarni í
þessu öllu saman.
Ný skáldsaga Fríðu veldur von-
brigðum en ætti samt að vera nauð-
synlegur hlekkur þeim sem hafa
fylgst með og dáð framgang henn-
ar síðustu áratugi.
Yrsa fer á netið
Á fæðingardegi þjóðskálds-
ins Matthíasar Jochumsson-
ar í dag verður þingað um
ævi hans og störf í Þjóðar-
bókhlöðunni en á morgun
verður haldið annað mál-
þing fyrir norðan og kvöld-
vaka í Akureyrarkirkju.
Úlfar Bragason kemur að skipu-
lagningu málþingsins í dag fyrir
hönd Stofnunar Árna Magnússon-
ar í íslenskum fræðum sem stend-
ur að henni ásamt Landsbókasafni
Íslands og JPV útgáfu. Hann segir
að í tilefni af útgáfu ævisögunnar
sé vert að staldra aðeins við og
skoða þennan merka mann og höf-
undarferil hans í víðu samhengi.
„Matthías var prestur og trú-
maður mikill en hann var líka eitt
afkastamesta sálmaskáld þjóðar-
innar. Gunnlaugur A. Jónsson próf-
essor mun fjalla um sálmakveðskap
hans og séra Gunnar Kristjánsson
um trúmanninn Matthías sem kirkj-
unnar menn voru nú ekki alltaf
ánægðir með.“ Auk þess mun
Sveinn Yngvi Egilsson dósent fjalla
um ljóðlist hans almennt.
Úlfar bendir á að Matthías hafi
verið ötull talsmaður frelsisins og
þar með talið kvenfrelsis. „Helga
kress mun fjalla um samband hans
við skáldkonur og hvernig hann
yrkir um konur. Matthías var líka
okkar helsti þýðandi á 19. öld og
þýddi skáldjöfra á borð við Ibsen
og Shakespeare en Kristján Árna-
son bókmenntafræðingur mun
flytja erindi um þýðingar hans.“
Ævisagnaritarinn Þórunn Erla
Valdimarsdóttir mun síðan greina
frá glímu sinni við höfundinn og
manneskjuna Matthías Jochums-
son og leikkonurnar Guðrún
Ásmundsdóttir og Halldóra Malin
Pétursdóttir munu lífga við kapp-
ana Skugga-Svein og Ketil skræk
úr samnefndu leikriti Matthíasar.
Dagskráin á Akureyri á morg-
un ber yfirskriftina „Ó, faðir gjör
mig ljúflingslag“ en þar flytja
Helga og Þórunn erindi ásamt Jóni
Hjaltasyni um blaðamanninn og
útgefandann Matthías. Um kvöld-
ið verður síðan fjölbreytt dagskrá
í tali og tónum þar sem flutt verða
lög og sálmar, lesnar sögur Matthí-
asar og leikin brot úr leikverkum
hans en meðal þátttakenda á
kvöldvökunni eru Megas, Hilmar
Örn Agnarsson, Guðrún Ásmunds-
dóttir og Stúlknakór Akureyrar-
kirkju.
Málþingið hefst í Þjóðarbók-
hlöðunni kl. 11 í dag og stendur til
kl. 16. Nánari upplýsingar um dag-
skrána á Akureyri má finna á
heimasíðunni www.akureyri.is.
Ný kvennasápa Fríðu
Kl. 11.00
Opið hús hjá Listaháskóla Íslands.
Nemendur og starfsfólk skólans
kynna starfsemi í fjórum deildum
og þremur húsum, á Sölvhólsgötu,
Laugarnesvegi og í Skipholti. Allir
áhugasamir eru hjartanlega vel-
komnir en dagskráin stendur til kl.
16.
Á morgun verða lokatónleikar á
Tónlistardögum Dómkirkjukórs-
ins. Þau bregða sér upp hæðina úr
Kvosinni og halda síðustu tónleika
hátíðarinnar sem nú er haldin í 25
sinn í næstu sókn. Hallgrímskirkja
er enda betur fallin fyrir stórvið-
burð sem þennana: Missa choral-
is¿ eftir Franz Liszt. Til að takast á
við þetta verk hefur kórinn bætt
við sig söngfólki og eru í þetta
skipti 80 söngvarar sem syngja
tónverkið og þá þarf gott pláss,
bæði fyrir flytjendur og gesti.
Messan er eitt af síðustum tón-
verkum tónskáldsins, samin í Vat-
íkaninu í Róm í síðrómatískum
stíl. Fimm einsöngvarar taka þátt
í flutningnum, þau Marta Guðrún
Halldórsdóttir, Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir, Gunnar Guðbjörns-
son, Bergþór Pálsson og Davíð
Ólfasson. Lenka Mátéová leikur
orgel og stjórnandi er Marteinn H.
Friksson. Á tónleikunum mun
Dómkórinn einnig syngja mótett-
ur eftir Palestrina og Bruckner.
Tónleikarnir hefjast kl. 17 á sunnu-
dag og er miðasala við inngang-
inn.
Kórmessa eftir Liszt