Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 28
Nú er ég búinn að
halda mína fyrstu
myndlistarsýningu.
Sýningin hófst í
dag í Galleríi Sæv-
ars Karls. Það dreif að fólk úr
öllum áttum og ég heilsaði á báða
bóga. Sérstaklega þótti mér gaman
að hitta konu sem kom og vildi eiga
við mig orð.
„Ég kom nú reyndar ekki fyrst
og fremst til að skoða þessa sýn-
ingu,“ sagði hún. „Mig langaði
aðallega til að sjá konuna þína af
því að þú skrifar svo fallega um
hana.“
Ég benti henni á Sólveigu mína
í mannþrönginni og gat ekki betur
séð en konunni þætti sjón sögu rík-
ari. Það finnst mér reyndar líka.
Þetta gekk sem sagt allt saman
vonum framar og ég þarf greini-
lega ekki að hafa áhyggjur af því
að sitja uppi með margar myndir
þegar sýningunni lýkur.
Um kvöldið hélt gleðin áfram.
Fimmtugsafmæli hjá Ásu frænku í
Hafnarfirði. Ég sem hélt hún væri
nýorðin þrítug.
Á þessu blóðuga
prófkjörshausti vitja
ég oft um Alnetið og
sigli þá slóðina:
http://ossur.hexia.
net/.
Þar skrifar Össur Skarphéð-
insson einhverjar snjöllustu
lýsingar á samtímapólitík sem
sést hafa síðan höfundur
Íslendingasögu, snillingurinn
Sturla Þórðarson, lagði frá sér
fjöðurstafinn.
Sturla var bróðursonur
Snorra og skrifaði líka
skemmtisögur fyrir
almenning, til dæmis
frægasta
róman mið-
alda sem
fjallar um
ástir og
örlög fólks
á Bergþórs-
hvoli og
Hlíðar-
enda og
væri efni í stór-
kostlega sápuóperu ef íslenska
sjónvarpið hefði döngun til að þvo
af sér slyðruorðið og slá út danska
og enska framhaldsþætti.
Össur er ekki af Sturlungaætt
heldur af hinu friðsama Fremra-
hálskyni og hefur sérhæft sig í eit-
ursnjöllum greiningum á innvortis
átökum íslenskra stjórnmála-
flokka, einkum svíður sjálfstæðis-
og framsóknar-
menn undan
penna hans.
Í kröníku
Össurar um
íslenska sam-
tímapólitík er
þó ein eyða sem
sagnfræðingar
framtíðarinnar
eiga eftir að
harma mjög. En
þannig er að þess-
um snilldarpenna
hefur alveg láðst
að beina broddi
sínum að ástum
sinna samlyndu
samherja í Sam-
fylkingunni. Enda
er það svo að mala
domestica graviora
sunt lachrimis eins og Brynj-
ólfur heitinn biskup sagði þegar
búið var að fífla heimasætuna og
ku útleggjast þannig: Heimilisböl
er þyngra en tárum taki.
Ekki svo að skilja að ég hafi inn-
sýn Össurar í vargöld íslenskra
stjórnmála en þegar ég lít í átt til
hans og Samfylkingarinnar kemur
mér í hug prýðilegt kvæði eftir
Grím Thomsen (fyrrum alþingis-
mann) þar sem segir m.a.
Horn skella á nösum
og hnútur fljúga um borð,
hógvær fylgja orð,
en þegar brotna hausar og
blóðið litar storð
brosir þá Goðmundur kóngur.
Ég lái ekki Össuri þótt hann
brosi í kampinn eins og Goðmund-
ur kóngur því að ekki er annað að
sjá en þeim sem studdu hann í for-
mannskjörinu, sællar minningar,
gangi allt í haginn en andstæðing-
arnir uppskeri eins og til var sáð.
Í Suðurkjördæmi vann Björgvin
G. glæsilegan sigur
en hann var harð-
asti stuðningsmað-
ur Össurar og þótti
mörgum það van-
hugsað hjá svo
ungum manni að
binda trúss sitt við
Össur þegar fúndamentalistar í
pólitískum rétttrúnaði boðuðu
komu Messíönu.
Í Suðvesturkjördæmi fékk
Katrín Júlíusdóttir rúss-
neska kosningu í annað
sætið en líkt og Björgvin
fór hún ekki dult með
stuðning sinn við Össur.
Árni Páll Árnason sem
Össur á heimasíðu
sinni segist
hafa vakað
yfir í pólit-
ískri
bernsku
náði líka
ótrúlegum
árangri og
krækti sér í
öruggt þing-
sæti.
Í Norð-
vesturkjör-
dæmi vann séra Karl
Matthíasson frægan sigur og náði
öðru sæti sem ætti að duga til
þingfarar, en segja má að séra
Kalli sé heimilisklerkur hjá Öss-
uri.
Kristján Möller og Einar Már
unnu örugga prófkjörssigra.
Auðvitað sam-
gleðst allt sam-
hent Samfylk-
ingarfólk
þessum ágætu
sigurvegurum
en það hlýtur
þó að verða
einhverjum
umhugsunar-
efni hvort það
sé einskær
tilviljun eða
glettni
örlaganna að
Jón Gunn-
arsson sem
aðhylltist
andstæð-
inga Öss-
urar beið
pólitískan
bana í Suðurkjördæmi og
erfðaprinsinn Lúðvík Bergvins-
son varð að lúta þar í lægra haldi
fyrir Björgvini, pólitískum kjör-
syni Össurar.
Það virðist svo sannarlega ekki
fylgja því gifta að hafa farið gegn
sitjandi formanni Samfylkingar-
innar því að auk þeirra manns-
skaða sem hér hafa verið taldir
féll Anna Kristín Gunnarsdóttir
úr öruggu sæti í Norðvesturkjör-
dæmi.
Andstæðingar Samfylkingar-
innar í öðrum flokkum sem hafa
orðið fyrir beittum penna Össurar
geta ornað sér við tilhugsunina
um að ekki sér enn þá fyrir end-
ann á þeirri miklu valdatilfærslu
sem orðið hefur í flokknum með
þessum prófkjörum. Reykjavík er
eftir.
Fari svo að sú valdatilfærsla í
Samfylkingunni sem hófst með
prófkjörum á landsbyggðinni
haldi áfram í Reykjavík mun þess
ef til vill ekki langt að bíða að ein-
hver impri á þeirri nýmóðins hefð
í Samfylkingunni sem gert hefur
Hin týnda kröníka Össurar
Kæra
Dagbók
Þráinn Bertelsson skrifar
Í Dagbók Þráins Bertelsso
nar víkur höfund-
ur frá viðburðasnauðu og b
orgaralegu lífi sínu
og svipast um á hinum póli
tísku vígvöllum og
skáldar í eyðurnar í kröníku
Össurar Skarp-
héðinssonar um samtímastj
órnmál. Einnig er
minnst á 36 metra göngufer
ð, 5-tugsafmæli og
löngu tímabær afskipti æðr
i máttarvalda af
stjórnmálum vestan hafs.
PRÓFKJÖR
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
laugardaginn 11. nóvember.
X
Kjörstaðirnir eru opnir frá kl. 9 til 18 í dag.
KOSIÐ ER Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM:
Hafnarfjörður: Víðistaðaskóli, Hrauntungu 7
Álftanes: Skátaheimilið, Breiðumýri
Garðabær: Sjálfstæðisheimilið á Garðatorgi
Kópavogur: Sjálfstæðisheimilið, Hlíðasmára 19
Mosfellsbær og Kjósarhreppur: Lágafellsskóli Lækjarhlíð
Seltjarnarnes: Sjálfstæðishúsið, Austurströnd 3
í Suðvesturkjördæmi fer fram í dag
Sigurrós Þorgrímsdóttir
alþingismaður
Pétur Árni Jónsson
skattaráðgjafi
Ragnheiður Elín Árnadóttir
aðstoðarmaður forsætisráðherra
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
bæjarstjóri
Bjarni Benediktsson
alþingismaður
Árni Þór Helgason
arkitekt
Bryndís Haraldsdóttir
varaþingmaður
Jón Gunnarsson
framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Steinunn Guðnadóttir
íþróttakennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
ráðherra
Ármann Kristinn Ólafsson
forseti bæjarstjórnar Kópavogs