Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 98
Minningartónleikar um Einar
Kristján Einarsson gítarleikara
verða haldnir í Neskirkju á morg-
un. Einar hefði þá orðið fimmtug-
ur en hann lést á vormánuðum
árið 2002 eftir erfið veikindi.
Einar Kristján lék á ótal ein-
leikstónleikum hérlendis sem
erlendis auk þess að leika með
Caput-hópnum. Hann kom fram
sem ein-
leikari með
kammer-
sveit Akur-
eyrar,
Kammer-
sveit Reykja-
víkur og Sin-
fóníuhljómsveit
Íslands og
gaf út sóló-
disk árið
1998 sem til-
nefndur var til Íslensku tónlistar-
verðlaunanna. Þá var hann einnig
hljómsveitarstjóri hinna vinsælu
Rússíbana og hljóðritaði með þeim
fjórar plötur.
Í tilefni afmælisins gefa
aðstandendur Einars Kristjáns
út geisladiskinn Finisterre með
hljóðfæraleik hans sem hljóðrit-
aður var skömmu áður en hann
greindist með sjúkdóminn sem
dró hann síðar til dauða. Á disk-
inum leikur hann verk eftir Heit-
or Villa-Lobos, Hafliða Hall-
grímsson og Yuquijiro Yocoh.
Sjö gítarleikarar leika á tón-
leikunum sem hefjast kl. 15 á
morgun en þeir Arnaldur Arnar-
son, Guðmundur Pétursson,
Hannes Guðrúnarson, Jón Guð-
munsson, Kristinn Árnason, Páll
Eyjólfsson og Símon Ívarsson
voru vinir Einars Kristjáns og
tengdust honum sem samstarfs-
menn, samkennarar eða nem-
endur.
Minningar-
tónleikarÍslenski sýningarskálinn á
Feneyja-tvíæringnum um
byggingarlist og borgar-
skipulag hlaut á miðviku-
dag sérstaka viðurkenningu
dómnefndar þegar Gullna
ljónið var afhent við hátíð-
lega athöfn.
Athöfnin fór fram í Teatro
Malibran leikhúsinu í Feneyjum
en í dómnefnd voru Richard
Sennett, Amyn Aga Khan, Anth-
ony Gormley og Zaha Hadid. Verð-
launum til sýningarskála var skipt
í þrjá flokka, sýningarskála borga,
sýningarskála þjóða og sýningar-
skála ákveðinna þróunarverkefna
í borgarskipulagi. Að þessu sinni
hlaut Bogotá í Kolumbíu Gullna
ljónið fyrir sýningarskála borga,
danski sýningarskálinn hlaut
Gullna ljónið fyrir sýningarskála
þjóða og Javier Sanchez/Higu-
era+Sanches fyrir þróunarverk-
efnið „Brazil 44“ í Mexíkóborg
fyrir sýningarskála ákveðinna
þróunarverkefna. Að auki hlutu
þrír sýningarskálar sérstakar við-
urkenningar, þar á meðal íslenski
sýningarskálinn.
Íslenski sýningarskálinn hlaut
viðurkenningu fyrir „framúrskar-
andi framsetningu og samspil
listamanns og arkitektastofu,
Ólafs Elíassonar og Teiknistofu
Hennings Larsen“. Hinir voru jap-
anski sýningarskálinn og sýning-
arskáli Makedóníu.
Ísland tók í fyrsta sinn þátt í
Feneyja-tvíæringnum um bygging-
arlist og borgarskipulag í ár. Opn-
aði Dorrit Moussaieff forsetafrú
íslenska skálann fyrir hönd
menntamálaráðherra og borgar-
stjórans í Reykjavík og verður
hann opinn til loka næstu viku
þegar tvíæringnum lýkur. Á Fen-
eyjatvíæringnum í ár eru 145 sýn-
ingarskálar, þar af 48 sýningar-
skálar þjóða. Geta íslensku
þátttakendurnir því verið sáttir við
sinn hlut. Í sýningarskálanum er
tónlistar- og ráðstefnuhúsið við
Austurhöfn í Reykjavík kynnt
ásamt tilheyrandi skipulagi og upp-
byggingu í miðborginni, sem er í
samræmi við yfirskrift tvíærings-
ins í ár, „Borgir, byggingalist og
samfélag“. Hönnun hússins, sem
unnin er af arkitektastofunni
Hennings Larsen Tegnestue í sam-
starfi við Batteríið og listamannin-
un Ólaf Elíasson, er í brennidepli –
en einnig er lögð áhersla á að kynna
Reykjavík sem menningar- og ráð-
stefnuborg og Ísland sem vænleg-
an kost þeirra sem skipuleggja ráð-
stefnur og ferðir.
Feneyjatvíæringurinn er ein-
hver mikilvægasti vettvangurinn
í heimi til kynningar á bygginga-
list en hann sækja að jafnaði meira
en 100.000 manns hverju sinni,
arkitektar, arkitektanemar, lista-
menn, blaðamenn og áhugamenn
um hið byggða umhverfi.
Kynning á tónlistar- og ráð-
stefnuhúsinu erlendis hófst sl. vor
með samvinnuverkefni Höfuð-
borgarstofu og Ferðamálastofu og
þátttaka Íslands í Feneyja-tvíær-
ingnum felur í sér afar mikilvægt
tækifæri til að vekja alþjóðlega
athygli á þessu metnaðarfulla
verkefni. Það var eignarhaldsfé-
lagið Portus hf., sem ríkið og
Reykjavíkurborg hafa gert samn-
ing við um að byggja og reka tón-
listar- og ráðstefnuhúsið, sem ann-
aðist undirbúninginn í samráði við
Austurhöfn TR, menntamálaráðu-
neytið og Reykjavíkurborg og
skiptist kostnaðurinn við verkefn-
ið á milli þeirra. Sýningarstjóri var
Þórhallur Vilhjálmsson markaðs-
stjóri Eignarhaldsfélagsins Port-
us.