Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 98

Fréttablaðið - 11.11.2006, Page 98
Minningartónleikar um Einar Kristján Einarsson gítarleikara verða haldnir í Neskirkju á morg- un. Einar hefði þá orðið fimmtug- ur en hann lést á vormánuðum árið 2002 eftir erfið veikindi. Einar Kristján lék á ótal ein- leikstónleikum hérlendis sem erlendis auk þess að leika með Caput-hópnum. Hann kom fram sem ein- leikari með kammer- sveit Akur- eyrar, Kammer- sveit Reykja- víkur og Sin- fóníuhljómsveit Íslands og gaf út sóló- disk árið 1998 sem til- nefndur var til Íslensku tónlistar- verðlaunanna. Þá var hann einnig hljómsveitarstjóri hinna vinsælu Rússíbana og hljóðritaði með þeim fjórar plötur. Í tilefni afmælisins gefa aðstandendur Einars Kristjáns út geisladiskinn Finisterre með hljóðfæraleik hans sem hljóðrit- aður var skömmu áður en hann greindist með sjúkdóminn sem dró hann síðar til dauða. Á disk- inum leikur hann verk eftir Heit- or Villa-Lobos, Hafliða Hall- grímsson og Yuquijiro Yocoh. Sjö gítarleikarar leika á tón- leikunum sem hefjast kl. 15 á morgun en þeir Arnaldur Arnar- son, Guðmundur Pétursson, Hannes Guðrúnarson, Jón Guð- munsson, Kristinn Árnason, Páll Eyjólfsson og Símon Ívarsson voru vinir Einars Kristjáns og tengdust honum sem samstarfs- menn, samkennarar eða nem- endur. Minningar- tónleikarÍslenski sýningarskálinn á Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgar- skipulag hlaut á miðviku- dag sérstaka viðurkenningu dómnefndar þegar Gullna ljónið var afhent við hátíð- lega athöfn. Athöfnin fór fram í Teatro Malibran leikhúsinu í Feneyjum en í dómnefnd voru Richard Sennett, Amyn Aga Khan, Anth- ony Gormley og Zaha Hadid. Verð- launum til sýningarskála var skipt í þrjá flokka, sýningarskála borga, sýningarskála þjóða og sýningar- skála ákveðinna þróunarverkefna í borgarskipulagi. Að þessu sinni hlaut Bogotá í Kolumbíu Gullna ljónið fyrir sýningarskála borga, danski sýningarskálinn hlaut Gullna ljónið fyrir sýningarskála þjóða og Javier Sanchez/Higu- era+Sanches fyrir þróunarverk- efnið „Brazil 44“ í Mexíkóborg fyrir sýningarskála ákveðinna þróunarverkefna. Að auki hlutu þrír sýningarskálar sérstakar við- urkenningar, þar á meðal íslenski sýningarskálinn. Íslenski sýningarskálinn hlaut viðurkenningu fyrir „framúrskar- andi framsetningu og samspil listamanns og arkitektastofu, Ólafs Elíassonar og Teiknistofu Hennings Larsen“. Hinir voru jap- anski sýningarskálinn og sýning- arskáli Makedóníu. Ísland tók í fyrsta sinn þátt í Feneyja-tvíæringnum um bygging- arlist og borgarskipulag í ár. Opn- aði Dorrit Moussaieff forsetafrú íslenska skálann fyrir hönd menntamálaráðherra og borgar- stjórans í Reykjavík og verður hann opinn til loka næstu viku þegar tvíæringnum lýkur. Á Fen- eyjatvíæringnum í ár eru 145 sýn- ingarskálar, þar af 48 sýningar- skálar þjóða. Geta íslensku þátttakendurnir því verið sáttir við sinn hlut. Í sýningarskálanum er tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn í Reykjavík kynnt ásamt tilheyrandi skipulagi og upp- byggingu í miðborginni, sem er í samræmi við yfirskrift tvíærings- ins í ár, „Borgir, byggingalist og samfélag“. Hönnun hússins, sem unnin er af arkitektastofunni Hennings Larsen Tegnestue í sam- starfi við Batteríið og listamannin- un Ólaf Elíasson, er í brennidepli – en einnig er lögð áhersla á að kynna Reykjavík sem menningar- og ráð- stefnuborg og Ísland sem vænleg- an kost þeirra sem skipuleggja ráð- stefnur og ferðir. Feneyjatvíæringurinn er ein- hver mikilvægasti vettvangurinn í heimi til kynningar á bygginga- list en hann sækja að jafnaði meira en 100.000 manns hverju sinni, arkitektar, arkitektanemar, lista- menn, blaðamenn og áhugamenn um hið byggða umhverfi. Kynning á tónlistar- og ráð- stefnuhúsinu erlendis hófst sl. vor með samvinnuverkefni Höfuð- borgarstofu og Ferðamálastofu og þátttaka Íslands í Feneyja-tvíær- ingnum felur í sér afar mikilvægt tækifæri til að vekja alþjóðlega athygli á þessu metnaðarfulla verkefni. Það var eignarhaldsfé- lagið Portus hf., sem ríkið og Reykjavíkurborg hafa gert samn- ing við um að byggja og reka tón- listar- og ráðstefnuhúsið, sem ann- aðist undirbúninginn í samráði við Austurhöfn TR, menntamálaráðu- neytið og Reykjavíkurborg og skiptist kostnaðurinn við verkefn- ið á milli þeirra. Sýningarstjóri var Þórhallur Vilhjálmsson markaðs- stjóri Eignarhaldsfélagsins Port- us.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.