Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 91
Fara
saman
á fjöll
Einfalt ástarsamband
Fjölmargir Íslendingar hafa einhvers konar gæludýr á heimilum sínum og eru þá hundar og kettir líklega einna vinsælustu gælu-
dýrin. Fréttablaðið hafði upp á nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga gæludýr.
Upplýsingafulltrúi Impregilo og eiginkona hans, Margrét
Ýr Ingimarsdóttir, eiga hund og
tík af tegundinni ungversk vizsla.
„Þetta er veiðihundakyn sem er að
marka sín fyrstu spor á Íslandi en
það eru til um tuttugu svona hund-
ar á landinu í dag,“ segir Ómar,
sem fékk sér hundinn Húgó þegar
hann var í mastersnámi í Bret-
landi. „Ég keypti hann eiginlega af
tilviljun og var sagt að hann myndi
henta mér mjög vel, sem hann
hefur svo sannarlega gert.“
Ómar er nýbúinn að fá sér tík-
ina Heru, sem er af sömu tegund
til þess að tryggja að stofninn
haldi sér almennilega. „Hún er
náttúrulega óskyld þeim hundum
sem eru hér fyrir og ég stefni að
því að láta hana gjóta að minnsta
kosti tvisvar,“ segir hann og bætir
því við að þetta séu veiðihundar.
„Ég er að berjast við að koma
veiðidellu í hundana og fer með þá
á fjöll alltaf þegar ég á lausar
stundir að veiða rjúpu og gæs.“
Ómar segir hundana vera mikla
félaga þrátt fyrir að tíkin hafi
aðeins verið hjá honum í mánuð.
„Þau sofa saman á púða og geta
leikið sér saman alveg tímunum
saman og slegist um leikföngin.“Með Grímu í stúdíói
Heiða söngkona á loðinn chihu-ahua hund sem heitir Gríma.
„Ég gaf mér hana í jólagjöf fyrir
jólin í fyrra þannig að ég er búin
að eiga hana í tæpt ár,“ segir
Heiða um Grímu, sem er nýorðin
eins árs og er hvers manns hug-
ljúfi. „Það er voða þægilegt að
hún er svona lítil því ég get tekið
hana með mér hvert sem ég fer,
enda fer hún með mér í stúdíó og
allt.“ Heiða segir fólk ekkert
hrætt við svona litla hunda þó að
stóru hundarnir séu oftast ljúfari.
„En hún er alveg rosalega góð og
mannblendin. Við erum rosalega
miklir félagar og það er ofsalega
gott að eiga hana og kúra hjá
henni. Henni finnst æðislega
gaman ef einhver nennir að liggja
uppi í sófa með henni,” segir
Heiða.
Á enga
óvini
Gæludýrið hans Grétars heitir Prins og verður sjö ára á
næstu dögum. „Prins er beagle-
hundur og er mjög vinsæll heimil-
ishundur í Ameríku en teikni-
myndapersónan Snoopy er einmitt
af þessu kyni,“ segir Grétar og
bætir því við að Prins sé mjög
skapgóður og þægilegur heimilis-
hundur. „Hann geltir nánast aldrei.
Einu skiptin sem hann geltir er
þegar hann sér bráð, til dæmis ef
hann sér kanínu í Öskjuhlíðinni.
Síðan geltir hann ef við segjum
honum að hann eigi að fara í bað,“
segir Grétar kíminn. „Þá leggst
hann á bakið á gólfið og við þurf-
um nánast að draga hann í sturt-
una. Annars er hann ofsalega ljúf-
ur og á enga óvini. Það er alveg
sama hverja hann hittir, hann dill-
ir alltaf rófunni.“
Grétar segir beagle-hunda hins
vegar vera þekkta fyrir strokueðli
og þau hafi ekki farið varhluta af
því þegar Prins var lítill. „Hann tók
stundum á rás niður götuna og það
er bara heppni að hann hefur ekki
lent undir bíl. Svo kom hann til baka
ofsalega ánægður með sig. Annars
eru einu skiptin sem hann er laus
þegar við erum í sumarbústaðnum.
Þar hleypur hann um allt,“ segir
Grétar um prinsinn sinn.