Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 99

Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 99
Ég brá landi undir fót um helgina og fór til Noregs sem er eina landið sem ég hafði ekki komið til í Skandinavíu. Nú var hins vegar komin tími á að skoða þetta land af alvöru og eyddi ég flestum dögunum í höfuðborginni skoðandi mannlífið og jú auðvitað tískuna. Það er ekkert skemmtilegra en að vera í stórborg, sitja á kaffihúsi og virða mannlífið fyrir sér út um gluggan. Hver einasta borg er með sinn eigin fatastíl eða alla vega einhverja eina tískubólu sem setur svip á kvenkyns íbúa borgarinnar. Til dæmis í Kaupmannahöfn, fyrir ekki svo löngu síðan, voru allar dönsku stúlkurnar með Louis Vuitton tösku, hvort sem þær væru ekta eða ekki. Þegar ég bjó þar á bæ í nokkra mánuði stóð þessi tískubóla sem hæst og ég var meira að segja farin að spá alvarlega í að fjárfesta í einni slíkri, þó að mér finnist þessar töskur ekkert sérstaklega fallegar. Svona hafa tískubólur mikið vald á okkur tískuspekúlöntum, stundum verður maður bara að fylgja straumunum. Í Osló var trendið hins vegar augljósara en á öðrum stöðum sem ég hef komið. Þarna var eitt trend sem allar stúlkur voru búnar að tileinka sér. Það var að vera með sokkana yfir buxurnar. Ekki skipti miklu máli hvernig sokkarnir voru eða hvort þeir voru yfir höfuð nógu fallegir til að flagga. Hver einasta stúlkukind var í stórum íþrótta- skóm, gallabuxum og tróð skálmunum ofaní, eins og þær ættu lífið að leysa. Þetta fannst mér mjög merkilegt og er ég ekki að ýkja þegar ég segi að önnur hver stúlka í Osló var með skálmar girtar ofan í sokkana. Ég fór að reyna að muna hvort þetta hefði kannski verið í einhverju tískuritinu eða hvort Kate Moss hefði kannski látið sjá sig svona klædda einhvern tímann enda er það uppspretta tískubólanna. En nei það er ekki svo gott, skálmar ofan í sokkum eru ekki á lista yfir tískubólur vetrarins hjá mér. Það væri gaman að finna uppsprettu þessara sérkennilega trends sem tröllríður Noregi en það var ekki að heilla mig og mun ég ekki sama hvað dynur á sjást arka um borgina með skálmarnar á buxunum mínum. Því get ég lofað! Sokkar í aðalhlutverki Veikust fyrir kjólum og girnilegum hettupeysum Nú er vetrarharkan farin að segja til sín af alvöru og tími til kominn að fara og fjárfesta í góðri yfirhöfn. En sama hversu mikið maður leitar þá er ávallt erfitt að finna hina fullkomnu yfirhöfn. Þær verða að vera hlýjar, þægilegar og auðvitað samkvæmt vetrartísk- unni. Kápur eru algjörlega í tísku núna og búðirnar fullar af kápum í hinum ýmsu stærðum og gerðum. Þennan veturinn eru það tvær gerðir sem eru í tísku, kvenlegar kápur með belti í mittið eða hinar svo- kölluðu blöðrukápur sem er hálfsnið- lausar í laginu. Báðar þjóna sama til- gangi en eru mjög ólíkar. Kvenlegu kápurnar eru í fínni kantinum og henta vel fyrir öll boðin sem eru í uppsiglingu á meðan blöðrukápurnar, eins og ég kýs að kalla þær, passa vel við niðurmjóar gallabuxur og til hversdagslegri afnota. Það þurfa allar konur að eiga góða kápu þannig að ekki er seinna vænna en að tryggja sér eina góða áður en jólin fara að setja sinn svip á versl- anirnar. Klæðilegar kápur Halli Palli* Laddi *fyrir okkur hin ÍS L E N S K A /S IA .I S /N A T 3 36 39 1 1/ 06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.