Fréttablaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 14
Í inngangsorðum varn-
arsamningsins við
Bandaríkin frá 1951 seg-
ir, að reynslan hafi sýnt
að „varnarleysi lands
stofnar öryggi þess sjálfs
og friðsamra nágranna
þess í voða“. Þetta var
forsendan fyrir því að
hið herlausa Ísland fól á
sínum tíma Bandaríkja-
her að annast landvarnir
sínar og er forsenda fyrir
því að íslenzk stjórnvöld
leiti nánara samstarfs
um varnir sínar og
öryggi við „friðsama ná-
granna“ sína eftir brott-
för varnarliðsins.
Þriðja grein.
Richard Holmes, yfirmaður
öryggis- og varnarmáladeildar
Cranfield-háskóla í Bretlandi, orð-
aði þetta þannig er hann talaði á
málfundi í Reykjavík í byrjun vik-
unnar, að nýja samkomulagið við
Bandaríkin væri ágætt að hafa,
því mætti líkja við belti sem maður
hefði til að halda uppi um sig bux-
unum. En hann mælti með því að
hafa axlabönd líka, og þau gætu
Íslendingar að sínu mati helzt
fundið með því að leita nánara
samstarfs við norrænu grannríkin
í NATO, Noreg og Danmörku.
Þessa ráðleggingu hafa fleiri
erlendir varnarmálafræðingar
gefið, sem Fréttablaðið hefur leit-
að álits hjá. Því þótt varnarskuld-
binding sú sem Bandaríkin undir-
gangast samkvæmt nýja
samkomulaginu um „hreyfanlegar
varnir“ sé álitin vera trúverðug, þá
uppfyllir hún aðeins varnarþarfir
Íslands gegn hefðbundinni hernað-
arógn. Hitt meginhlutverkið sem
herir allra landa annars uppfylla
er að halda uppi fullveldi viðkom-
andi ríkis, það er sýna umheimin-
um að stjórnvöld í landinu hafi full
yfirráð yfir allri sinni lögsögu.
Ísland var í 55 ár í þeirri óvenju-
legu stöðu að erlendur her annað-
ist einnig þetta fullveldis-staðfest-
ingarhlutverk. Segja má að upp að
vissu marki annist nú Landhelgis-
gæzlan þessa fullveldisstaðfest-
ingu til sjós og lögreglan og toll-
gæzlan til lands, en þegar engin
herflugvél er í landinu vantar
óneitanlega upp á sambærilega
yfirráðastaðfestingu yfir lofthelg-
inni.
Enginn ætlast til þess að Íslend-
ingar komi sér upp eigin flugher og
því er nærtækast að athuga hvernig
hægt væri að efla eftirlit með lög-
sögunni og lofthelginni með nánara
samstarfi við næstu grannríkin,
sem einnig hafa eigin hagsmuna að
gæta á sama svæði. Þetta eru Nor-
egur og Danmörk, en norska lög-
sagan nær til megnsins af hafsvæð-
inu milli Íslands og Norðurskautsins
og dönsk lögsaga Grænlands og
Færeyja umlykur íslenzku lögsög-
una í vestri, norðri og suðaustri.
Í römmunum hér á síðunni er
rakið hvernig Danir sinna vörnum
og fullveldisstaðfestingarskyld-
um sínum í lögsögu Grænlands og
Færeyja og hvernig Norðmenn
sinna sömu verkefnum í sinni lög-
sögu.
Munurinn á Grænlandi og
Íslandi er nú helzt sá, að Banda-
ríkjamenn líta enn á Grænland
sem hluta af sínu eigin landvarna-
svæði, á meðan Ísland er lent utan
þess (og heyrir því nú undir Evr-
ópuherstjórn Bandaríkjahers í
Stuttgart í Þýzkalandi).
Evrópsku NATO-ríkin eiga til
samans hátt í 3.000 orrustuþotur.
Pláss til æfinga þeirra er hins
vegar af skornum skammti á þétt-
býlu meginlandinu þar sem borg-
araleg flugumferð fer sívaxandi.
Af þessum sökum eru þeir varnar-
málasérfræðingar sem Frétta-
blaðið hefur talað við sammála um
að stærsta trompið sem Ísland
getur spilað út, að bjóða Keflavík-
urflugvöll og íslenzku lofthelgina
sem æfingasvæði fyrir evrópskar
NATO-þotur.
Með því gætu Íslendingar slegið
nokkrar flugur í einu höggi: Í fyrsta
lagi treyst böndin við evrópska
bandamenn sína og skerpt vitund
þeirra fyrir varnarþörfum Íslands,
en sú vitund hefur satt að segja
verið mjög lítil undanfarna áratugi
vegna þess að í Evrópu hafa menn
vanist því að Bandaríkjamenn sjái
alveg um Ísland og því þurfi ekki
að hugsa neitt nánar út í það. Í öðru
lagi gæti Ísland með þessu lagt eitt-
hvað fram sem eftirspurn er eftir í
NATO og verkað þar með gegn því
að bandamennirnir álíti hið her-
lausa Ísland eintóman þiggjanda að
sameiginlegu öryggi bandalagsins.
Í þriðja lagi myndi þessi reglulega
en tímabundna viðvera NATO-
þotna í íslenzkri lofthelgi undir-
strika að það sé sameiginlegt hags-
munamál alls bandalagsins að
rekstur ratsjárstöðva NATO yrði
tryggður hér áfram. Loks má halda
því fram að slík regluleg viðvera
NATO-þotna hefði að minnsta kosti
táknræna þýðingu fyrir loftvarnir
Íslands.
Norski varnarmálasérfræðing-
urinn John Berg, sem í vor kynnti
þá hugmynd sína hér í Fréttablaðinu
að það gæti orðið áhugavert fyrir
norska flugherinn að nota Keflavík-
urflugvöll ef kostnaðarþátttaka
Íslendinga kæmi til, segir mikið af
æfingaflugi NATO-þotna nú fara
fram í Norður-Noregi þar sem þar
rekist það lítið á við borgaralegt
flug. Hann telur því blasa við að
Keflavíkurflugvöllur gæti verið
ákjósanlegur kostur fyrir slíkt
æfingaflug. Að bjóða hann fram í
þessum tilgangi gæti orðið fyrsta
skrefið sem íslenzk stjórnvöld gætu
stigið til að bregðast við hinum
breyttu aðstæðum eftir brottför
varnarliðsins. Timothy Garden,
fyrrverandi flughershöfðingi sem
situr í lávarðadeild brezka þingsins
og er víðkunnur sérfræðingur um
varnarmál, segist sammála þessu og
bendir á að eina leiðin til að tryggja
að Keflavíkurflugvöllur haldi fullu
gildi sínu sem varnarmannvirki sé
að hann sé notaður reglulega sem
herflugvöllur.
Berg bendir líka á fleiri tæki-
færi sem að hans mati gætu legið í
hernaðarlegu hlutverki Keflavík-
urflugvallar, en það sé þróun mann-
lausra njósnaflugvéla. „Það gæti
verið áhugavert fyrir framleiðend-
ur slíkra véla að gera tilraunir með
þær frá Keflavík,“ segir Berg.
Að sögn Bergs er hægt að sjá fyrir
sér lagskipta þróun, þar sem ann-
ars vegar fari fram heræfingar í
og frá Keflavík með þátttöku
margra evrópskra NATO-landa,
og hins vegar fylgi pólitískt ferli
þar sem vakin er athygli Evrópu-
landanna á varnarþörfum Íslands,
en einnig því sem Ísland hefur að
bjóða bandamönnum sínum, en
það sé fyrst og fremst Keflavíkur-
flugvöllur. Þannig eigi Ísland líka
betri möguleika á að til þarfa þess
sé tekið tillit við frekari þróun
öryggismálasamstarfs í álfunni.
Forsenda fyrir því að þetta gerist
er hins vegar að íslenzk stjórnvöld
leiti eftir því við evrópsku banda-
mennina.
Aðspurður segir Berg ástæðu-
laust að hafa áhyggjur af því að
sambandið við Bandaríkin veikist
þótt leitað sé nánari tengsla við
Evrópu á þessu sviði. „Þetta tvennt
getur vel farið saman, að minnsta
kosti um fyrirsjáanlega framtíð,“
segir Berg. Þetta sama leitist líka
næstu grannríki Íslands, Noregur,
Danmörk og Bretland við að gera
og því hafi Ísland þar bandamenn
með sömu meginmarkið. Berg
bendir ennfremur á að Þjóðverjar
sýni nú aukinn áhuga á öryggismál-
um í Norðurhöfum. Til vitnis um
þetta sé að þýzki herinn hafi nú
yfirtekið átta P-3 Orion eftirlitsvél-
ar sem hollenzki flotinn skar niður.
Hvort skynsamlegt gæti verið
fyrir Ísland að fara fram á að
NATO sæi því fyrir lofthelgiseft-
irliti, sambærilegu við það sem
gert hefur verið í lofthelgi Eystra-
saltsríkjanna þriggja síðan þau
fengu inngöngu í NATO vorið
2004, segir Berg að það verði
Íslendingar að meta, en að minnsta
kosti sé full ástæða til að það sé
rætt á vettvangi NATO.
Garden lávarður segist reynd-
ar vera hissa á því að Bandaríkja-
menn og Íslendingar skyldu ekki
vera fyrir löngu búnir að bera
þetta upp á vettvangi NATO. „Það
gæfist gott tækifæri til þess í
Riga,“ segir Garden og vísar þar
til leiðtogafundar NATO sem fer
fram í lettnesku höfuðborginni nú
í lok mánaðarins.
Kristian Søby Kristensen er sér-
fræðingur í varnarmálum við
dönsku alþjóðamálastofnunina
DIIS. Hann segir að þar sem Danir
sjái um að halda uppi fullveldis-
vernd í lögsögu Grænlands og
Færeyja og ætti því ekki að verða
skotaskuld úr því að annast slík
verkefni í íslenzku lögsögunni
Öryggisleit austur yfir haf
líka, ef íslenzk stjórnvöld leituðu
eftir því. Slík þjónusta myndi þó
ekki fást ókeypis. Kristensen
veltir því líka fyrir sér hvort
Íslendingum þætti það pólitískt
viðkvæmt, af sögulegum ástæð-
um, að Danir væru í slíku hlut-
verki í íslenzkri lögsögu. Hann
segir hins vegar að eins og tengsl-
unum sé nú á dögum háttað milli
Norðurlandanna væri erfitt að sjá
að slíkir fortíðardraugar stæðu í
vegi fyrir hagnýtum lausnum sem
þjóðirnar kæmu sér saman um.
Í þessu sambandi má geta þess
að þeirri hugmynd hefur heyrzt
fleygt, að Danir sameini varðstöðv-
ar sínar á Grænlandi og í Færeyj-
um og hinni nýju sameinuðu varð-
stöð yrði fundinn staður á Íslandi.
Blaðið hafði í lok september síðast-
liðnum eftir Lennie Fredskov Hen-
son, yfirmanni upplýsingadeildar
danska varnarmálaráðuneytisins,
að hann gæti ekki útilokað að þetta
kæmi til greina. „Forvinna hefur
átt sér stað þar sem ýmsar hug-
myndir eru skoðaðar og ég á von á
að skýrsla með tillögum verði til-
búin fyrir áramót,“ sagði Fredskov.
Þá myndi skýrast hvort varðstöð á
Íslandi komi til greina.