Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 1
Opinn framhaldsfundur SI um nýja skýrslu auðlindanefndar á Grand Hótel þriðjudaginn 21. nóv. nk. Sjá dagskrá á www.si.is Er sátt í sjónmáli? FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is Selur Hollywood- stjörnum úr Eiga sér kofa í garðinum sem þeir smíðuðu sjálfir Smáauglýsingasími550 500 Við Nesveg stendur lítill kofi í fallegumgarði. Eigendur kofans eru vinirnir Jón Axel Sellgren, Birkir Örn Björnsson ogEgill Árni Jóhannesson. Vinirnir eru allir í sjöunda bekk í Valhúsa- skóla og síðasta sumar voru þeir á smíða- velli þar sem þeir smíðuðu kofann. „Við fréttum að það væri hægt að koma á smíða- völlinn hvenær sem maður vildi og okkur datt bara í hug að fara þangað á virkum dögum,“ segir Jón AxelStrák þakið rautt og kofann svolítið sveitalegan, en rauða málningin var búin svo það var ekki hægt,“ segir Birkir. Þeir voru þó mjög ánægðir með útkomuna og þegar kofinn var tilbúinn var hann fluttur heim til Jóns Axels þar sem hann sómir sér vel í garðinum .„Pabbi minn kom með stóra kerru og við fluttum hann á henni,“ segir Jón Axel. „Svo smíðuðum við girðingu í kringum hann hérna eftir að smíðanámskeiðið var búið “ bætir Egill við.St ák Fagnað með veislu í vinnunni Afhending Edduverð- launanna fór fram við glæsilega athöfn á Hótel Nordica í gær- kvöldi. Mikil stemning var í saln- um og vöktu kynnarnir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir mikla kátínu meðal viðstaddra. Edduverðlaunin sem besta mynd ársins hlaut Mýrin og fékk Baltasar Kormákur leikstjóri hennar jafnframt Edduna fyrir leikstjórn. Baltasar minntist sér- staklega á framlag eldri kynslóð- ar leikara til myndarinnar. Ingv- ar E. Sigurðsson var valinn leikari ársins fyrir aðalhlutverk sitt í Mýrinni og Atli Rafn Sigurðsson fyrir aukahlutverk í sömu mynd. Loks fékk Mugison Edduna fyrir hljóð og tónlist í Mýrinni. Ómar Ragnarsson var valinn vinsælasti sjónvarpsmaður árs- ins í netkosningu og risu við- staddir úr sætum og fögnuðu honum gríðarlega. „Ég þakka þeim af auðmýkt sem hafa stutt mig á þessu óvenjulega ári sem ég hef lifað núna,“ sagði Ómar. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, afhenti Magnúsi Scheving heiðursverðlaun ÍKSA. Magnús hvatti til frekari fram- laga stjórnvalda til framleiðslu leikins efnis fyrir sjónvarp. „Með nægu fjármagni geta Íslendingar verið á heimsmælikvarða,“ sagði hann í þakkarræðunni. Kompás var valinn sjónvarps- þáttur ársins og Anna og skap- sveiflurnar stuttmynd ársins. Kvikmyndin Börn fékk Edduna fyrir handrit ársins og gaman- þátturinn Stelpurnar fékk Edd- una fyrir leikið sjónvarpsefni. Jón Ólafs var valinn besti skemmtiþátturinn. Óttar Guðnason hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku í Little trip to Heaven og Skuggabörn var valin heimildarmynd ársins. Loks hlaut stuttmyndin Presturinn, djákninn og brúðguminn hvatn- ingarverðlaun Eddunnar. Mýrin fékk flest verðlaun Mýrin hlaut Edduverðlaunin sem besta mynd ársins. Ómar Ragnarsson var valinn vinsælasti sjónvarps- maðurinn og risu gestir úr sætum til að hylla hann. Íslendingur á fertugs- aldri liggur þungt haldinn á sjúkra- húsi í Lundúnum eftir að ráðist var á hann í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Lundún- um var maðurinn á ferð við Arnold Circus í austurhluta borgarinnar þegar þrír karlmenn réðust á hann um klukkan hálfsjö í gærmorgun. Ekki er ljóst hvort vopn voru notuð í árásinni en hvorki var um skot- árás né hnífstungu að ræða. Árásarmennirnir flúðu af vett- vangi og leitar lögregla þeirra. Íslendingurinn var fluttur á nálægt sjúkrahús og liggur þar á gjör- gæsludeild. Að sögn Sigurðar Arnarsonar, sendiráðsprests í Lundúnum, bíða aðstandendur mannsins fregna af líðan hans, en hún er óstöðug. Ástæður að baki árásinni eru alls ókunnar. „Það er leitt að segja það en Lundúnir eru sextán milljóna manna borg og fregnir af svona árásum eru ekki óalgengar,“ segir Sigurður. „Það er hræðilegt þegar svona kemur fyrir og við vonum öll að hann nái sér.“ Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu, en hann býr og starfar í Lundúnum.Gatan þar sem ráðist var á manninn, Arn- old Circus, er í austurhluta borgar- innar, um tvo kílómetra norðan við Tower of London. Yfir þrjú þúsund Íslendingar búa á Bretlandseyjum, þar af um þúsund í Lundúnum. Íslendingur liggur á gjörgæslu eftir líkamsárás í Lundúnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.