Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 56
! Hugleikur Dagsson hefur samið myndasögur um langt árabil og sífellt fært sig upp á skaftið eftir að útgefandinn hans, JPV útgáfa, réðst í að koma sögum hans á framfæri: síðustu bækur hans hjá forlaginu, Fermið okkur og kattarævintýrið, sem hér er til skoðunar bera þess nokkuð merki að verið sé að kassa inn á vin- sældir fyrri bóka. Hugleikur hefur í smámynd- um sínum notast við afar einfald- ar teikningar og svartagallshúm- or af grófari gerðinni. Í nýju bókinni er að finna eina langa sögu um baráttu Kisa við hnakk- ana og aðra styttri og síðan nokkr- ar strípur, hálfsíðusögur sem eru frá 2005. Þetta er skemmtilegt stöff, hér byggir meira á furðu- heimi myndasögunnar, klisjum sem öðlast endurnýjaðan þrótt í höndum teiknarans og í leiðinni fær Hugleikur tækifæri til að skopast að ýmsu í opinberu lífi. Hér má sjá hvað egó Bubba er stórt. Nú er bara hvort kóngur kærir? Hugleikur er frumlegur höfundur og miðlungsteiknari sem hann heldur sig við með ein- földum myndastíl. Húmorinn er enn grófur, svartur og absúrd. En þetta er samt ekki fullburða útgáfa. Til að svo væri hefði höf- undurinn lagt í lengri sögu með stærri lyktum, það er eins og loft- ið leki úr blöðrunni og síðari sagan, Dularfulli afmælisdagur- inn, er uppfylling, rétt eins og margar strípurnar sem þó eru margar snjallar. Svo illa tekst til í arkarsamsetningu bókarinnar að síðustu fimmtán síðurnar í bók- inni eru auðar. Hefði nú ekki verið ráð að fylla þær, svona í til- efni af verðinu, kúnnanum eða bara jólum? Í ekki stærri bók eru það hálfléleg býtti. Kötturinn ráðagóði Mýrin heldur áfram sigur- göngu sinni og er orðin aðsóknarmesta mynd ársins, hefur slegið út kafla tvö í þríleik Disneys um afturgengna sjóræningja í Karíbahafinu. Þegar þetta er ritað um miðjan dag á sunnudegi hafa sjötíu þúsund kvikmyndahúsa- gestir séð gerð Baltasars Kormáks af sakamálasögu Arnaldar Indriðasonar. Er Baltasar Kormákur, leikstjóri og annar framleiðenda myndar- innar, að vonum ánægður. Mýrin stefnir í að ná eldri metum í aðsókn íslenskra kvikmynda, Engla alheimsins sem var sótt af ríflega 80 þúsund gestum og gamla metið sem Allt á hreinu átti fyrir daga skipulegrar talningar en hana sá vel á tug yfir hundrað þús- und gesti. Baltasar er að vonum ánægður með þessar viðtökur á þessum þrjátíu dögum sem myndin hefur verið í sýningu. Hún er ekki enn farin í kynningu erlendis en Bavaria Films ann- ast dreifinguna. Réttur er þannig þegar seldur til Þýskalands og Norðurlandanna. Segir Baltasar að strax eftir ára- mótin taki hann til við að koma myndinni á framfæri við hátíðir og dreifingar- aðila í öðrum lönd- um. Aðspurður hvaða áhrif þessar við- tökur hafi á verkefni hans næstu misseri segir hann að nú verði hann að snúa sér að sviðsetningum í leikhúsi að nýju. Sviðsetning hans á Pétri Gaut gengur enn fyrir fullu húsi í Kassa Þjóðleikhússins og lýkur sýningum þar um áramót. Þaðan verður sviðsetningin flutt til London og sett upp í Barbican- leikhúsinu í febrúar og verður á fjölunum í tvær vikur. Þá hefur Baltasar boðist að setja sviðsetn- ingu sína upp með þarlendum leik- urum í Moskvu og Vilníus, en Rimas Tuminas, leikstjóri og leik- hússtjóri, sem hér vann talsvert á sínum tíma, bauð honum að vinna verkið þar en hann er að taka við stjórn leikhúsa þar eystra. Þá er fyrirhugað að fara með íslensku sýninguna til Póllands og sýna hana á leikhúshátíð þar þegar sýn- ingum í Bretlandi lýkur. Baltasar segist halda áfram að þjóna tveimur herrum. Sér standi til boða sviðsetningar hér heima og umboðsmaður hans er hér á landi þessa dagana: „Ameríski bunkinn af handritum er hér alltaf og minnkar ekki en ég er mishrif- inn af því öllu. Svo er ég að vinna að verki sem byggir á Ivanov eftir Tjekov sem verður að hluta unnið með spuna og ég vil bæði sjá á sviði og hvíta tjald- inu með sama leikhópn- um.“ Þegar þetta er ritað eru menn að búa sig undir Edduna sem verð- ur í kvöld en þar hefur Mýrin hlotið fimm til- nefningar. Ætti framgangur hennar þar að tryggja enn betri aðsókn næstu vikur sem gerði aðsókn hennar að sögulegum tíðindum í íslenskri kvik- myndagerð. Heimsóknavinir óskast! Námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til að heimsækja fólk sem býr við einsemd og eingangrun. Undirbúningsnámskeið eru haldin hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands á Laugavegi 120, 4. hæð. Heimsóknavinir og gestgjafar eru á öllum aldri og af báðum kynjum. Námskeiðin eru ókeypis og opin öllum áhugasömum. Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands Laugavegi 120, sími 545 0400 Heimsóknarþjónusta RRkÍ, beinn sími 545 0409. Einnig hægt að sækja um beint á Netinu: www.redcross.is/reykjavikurdeild/ Ég vil gerast sjálfboðaliði Heimsóknarvinur veitir félagsskap m.a. með því að spjalla, lesa eða fara í göngu- og ökuferðir. Heimsóknir eru að jafnaði einu sinni í viku í klukkustund. Kristinn í Hlégarði kl. 20.00 Miklos Dalmay hefur flutning á átján píanósónötum Mozarts í Salnum í fyrsta sinn í kvöld og heldur áfram á leika þær næstu mánudaga. Ein- stakt tækifæri til að heyra allar sónötur Mozarts í einu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.