Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 11
 Ástandið í Mið-Austur- löndum var helsta umræðuefni Þýskalandsforseta, Horst Koehler, og Benedikts páfa XVI þegar þeir hittust í Vatíkaninu á laugardag. Ræddu páfi og Þýskalandsfor- seti nauðsyn þess að ólík trúfélög ættu í friðsamlegum samskiptum. Lýstu mennirnir jafnframt yfir eindregnum áhuga til að styrkja samskipti við meginland Afríku. Mikilvægi menntunar barst einnig í tal. Vel fór á með þeim kumpánum og bauð þýskalandsforseti páfa meðal annars í heimsókn til Þýskalands. Sagðist sá síðar- nefndi ætla að íhuga tilboðið, en hann kom síðast til föðurlandsins árið 2005. Páfi ræddi um Mið-Austurlönd Göran Persson, fyrrver- andi forsætisráðherra Svíþjóðar, smeygði sér fremst á tuttugu ára biðlista eftir leiguíbúð í miðborg Stokkhólms með einu símtali nýlega. Persson og eiginkona hans, Anitra Steen, fá því leiguíbúðina afhenta í byrjun næsta árs. Langt á undan öllum öðrum. „Óþolandi,“ segir formaður leigusamtakanna, Barbro Engman, við sænska dagblaðið Aftonbladet. Eiginkona Persson hringdi nýlega í fasteignafélagið sem á leiguíbúðina og spurði hvort hann gæti töfrað fram íbúð. „Við erum að breyta skrifstofuhúsnæði í tvær íbúðir. Persson og Steen höfðu áhuga á annarri íbúðinni,“ segir Mathias Aronsson Metzner, framkvæmdastjóri félagsins. Aðrir sem hafa áhuga á svona íbúð þurfa að bíða í tuttugu ár. Smeygði sér fremst á biðlista Ljósmyndastofur utan Reykjavíkur- svæðisins eru óðum að hætta störfum og ljós- myndaiðn gæti lagst þar af, fari sýslumanns- embættin ekki eftir samkeppnislögum og láti af myndatökum fyrir vegabréf, segir Gunnar Leifur Jónasson, formaður Ljósmyndarafélags Íslands, en með nýju fyrirkomulagi vegabréfa- útgáfu fóru sýslumenn að bjóða fólki upp á ókeypis myndatökur. Félagið hefur stefnt Birni Bjarnasyni dóms- málaráðherra fyrir brot á ákvæði samkeppnis- laga, sem fjallar um lögverndun iðngreina. „Sýslumenn landsins eru í raun að reka eigin ljósmyndastofur. Tekjutapið er 50 til 60 millj- ónir,“ segir Gunnar. Kristján L. Möller, Samfylkingunni, spurði dómsmálaráðherra út í málið á þingi í gær. Sagði Björn að þetta fyrirkomulag hefði verið rætt við ljósmyndara á sínum tíma að viðstödd- um fulltrúa Samtaka iðnaðarins. Svo virtist sem ljósmyndarar hefðu nú skipt um skoðun. „Ég tel að þetta sé þjónusta við neytendur og það eru á þriðja tug þúsunda manna sem hafa nýtt sér hana,“ sagði Björn. Gunnar Leifur er á öndverðri skoðun. „Það var ákveðið að gera þetta án þess að tala við okkur, við fréttum af þessu fyrirkomulagi erlendis frá. Þá fengum við fund með ráðherra og á honum var okkur sagt að það sem fram færi hjá sýslumönnum yrði sjálfsafgreiðsla. Annað kom á daginn.” Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru gegn sautján ára karlmanni fyrir að hafa slegið mann með glerglasi í höfuðið á skemmtistaðnum Traffic við Hafnargötu í Keflavík í desember síðastliðnum. Við höggið hlaut fórnarlamb árásarinnar nokkra djúpa skurði vinstra megin á höfði og á gagnauga og fór slagæð í sundur. Fórnarlambið missti einn og hálfan til tvo lítra af blóði. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Ríkissak- sóknari krefst að ákærði verði dæmdur til refsingar auk þess sem fórnarlambið krefst skaðabóta. Sérlega alvarleg líkamsárás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.