Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 2
75.000 KR.
GJAFABRÉF
FRÁ SMÁRALIND FYLGIR NÚNA ÖLLUM BÍLUM
Ísland fagnar
um þessar mundir 60 ára afmæli
aðildar að Sameinuðu þjóðunum.
Á afmælishátíð sem Félag
Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
hélt í gær tilkynnti Valgerður
Sverrisdóttir utanríkisráðherra
að framlög ríkisins til félagsins
yrðu hækkuð úr 900 þúsund
krónum í fjórar milljónir króna.
„Ég er mjög ánægð með
þennan samning,“ sagði Valgerð-
ur eftir að samningurinn var
undirritaður. „Ríkisstjórnin
reynir að endurspegla vilja
þjóðarinnar í alþjóðamálum og til
að fólk hafi áhuga á þessum
málaflokki verðum við að styðja
við Félag Sameinuðu þjóðanna á
Íslandi.“
Styrkur hækkar
í fjórar milljónir
Sigurður, var snjókoman um
helgina söguleg?
Valdimar Leó Friðriks-
son, þingmaður Samfylkingarinn-
ar í Suðvesturkjördæmi, er geng-
inn úr flokknum og hyggst starfa
sem óháður þingmaður það sem
eftir lifir kjörtímabilsins. Valdi-
mar féll úr fjórða í 14. sæti í próf-
kjöri flokksins í SV-kjördæmi á
dögunum, sem hann líkir við
aftöku. Hann gagnrýnir prófkjörs-
fyrirkomulagið hart og telur það
ólýðræðislegt. Ákvörðun sína tók
hann til að fá meira frjálsræði á
Alþingi til að vinna að stefnumál-
um sínum. Hann segir orðróm um
að hann ætli að ganga til liðs við
Frjálslynda flokkinn úr lausu lofti
gripinn.
„Ég ákvað að segja mig úr Sam-
fylkingunni og starfa utan flokka
það sem ég á eftir inni á þingi. Það
er annars vegar vegna þess að ég
er ósáttur við fyrirbrigðið próf-
kjör, ekki endilega mitt eigið, held-
ur þessa aðferð til að velja fólk á
lista. Mér finnst hún ólýðræðisleg.
Hins vegar vil ég fá meira frjáls-
ræði inni á þingi til að vinna að
mínum málum,“ segir Valdimar.
Hann hefur ekki leitt hugann að
því hvaða farveg hann velur í
framtíðinni. „Ég sótti stofnfund
bæjarmálafélags Frjálslyndra í
Mosfellsbæ á laugardaginn var og
þá fór af stað sú saga að ég ætlaði
að ganga til liðs við Frjálslynda
flokkinn. Ég hef aftur á móti ekk-
ert rætt við þá eða þeir við mig.
Það er enginn annar flokkur inni í
myndinni.“
Össur Skarphéðinsson, formað-
ur þingflokks Samfylkingarinnar,
sér á eftir góðum félaga og óskar
Valdimar Leó alls hins besta.
„Samstarfið við Valdimar Leó var
alltaf prýðilegt í þingflokknum og
mér fannst hann vera góður jafn-
aðarmaður. Þessi ákvörðun er
tekin í kjölfar þess að hann fær
frekar dapurlega útkomu í próf-
kjöri þar sem margir hæfir tókust
á um sæti. Það skiptast á skin og
skúrir í stjórnmálum, enginn
þekkir það betur en ég. En það er
seiglan sem dugir best og faðmur
Samfylkingarinnar stendur honum
alltaf opinn.“
Ágúst Ólafur Ágústsson, vara-
formaður Samfylkingarinnar,
segir flokkinn halda sínu striki.
Spurður um hvernig hann haldi að
þetta horfi við hinum almenna
kjósanda Samfylkingarinnar segir
Ágúst: „Þegar menn gera þetta
vekur það upp spurningar, en það
er skýrt í stjórnarskránni að þing-
menn eru einungis bundnir af
sinni eigin sannfæringu, en auð-
vitað þurfa menn að standa skil
gagnvart sínum kjósendum síðar
meir.“
Úrslit prófkjörsins
voru nánast aftaka
Valdimar Leó Friðriksson hefur sagt sig úr Samfylkingunni og ætlar að starfa
sem óháður þingmaður til vors. Hann segir niðurstöðu prófkjörs flokksins hafa
nánast verið aftöku. Hann hafnaði í 14. sæti en sóttist eftir þriðja sæti.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var
opnað almenningi um helgina, í fyrsta skipti
í vetur. Að sögn Guðmundar Karls Jónsson-
ar, forstöðumanns skíðasvæðisins, var
veðrið gott og skíðafærið frábært alla
helgina. Ekki var nægur snjór á skíðasvæð-
unum í Bláfjöllum og Skálafelli til þess að
hægt væri að opna þau.
„Þetta er óvenju snemmbúin helgaropnun
hjá okkur, en snjórinn er frábær og færið
gott. Lyfturnar eru opnar frá toppi og niður
úr og göngubrautir troðnar,“ segir Guð-
mundur. „Fólk hefur tekið mjög vel í
opnunina, stemningin er góð og nóg af fólki.
Það á að halda áfram að snjóa í vikunni
þannig að við erum vongóð.“
Friðjón Axfjörð Árnason, rekstrarstjóri
skíðasvæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli,
segir sáralítinn snjó vera í hlíðum svæðisins
og ekki tilefni til þess að opna. „Það snjóaði
ekki jafn mikið hér og í höfuðborginni, og
svo var líka of hvasst til þess að snjórinn
héldist á jörðinni. Ef það heldur áfram að
snjóa líður að því að við opnum, en við
þurfum töluvert meira en þetta til þess að
geta troðið og hulið jörðina. Í gær var ekki
ástæða til þess að fara út á troðara, jörðin
var bara svört og hvít.“
„Þingmaður er ekki
bundinn af neinu nema eigin sam-
visku og því ekki hægt að segja
þetta svik við kjósendur. Hann er
annar þingmaðurinn sem gerir
þetta á þessu kjörtímabili því
Gunnar Örlygsson sagði sig úr
flokki Frjálslyndra fyrir nokkru.
En vissulega erum við með þetta
kerfi að menn fara á þing af sér-
stökum listum og því er þetta
kannski gagnrýnisvert. Valdimar
Leó settist á þing sem varaþing-
maður og kjósendur voru ekki
endilega að kjósa hann,“ segir
Einar Mar Þórðarson stjórnmála-
fræðingur um þá ákvörðun Valdi-
mars Leós Friðrikssonar að ganga
úr Samfylkingunni og ætla að
vinna sem óháður þingmaður til
vors.
Aðspurður hvort ákvörðun
Valdimars sé ekki pólitískt sjálfs-
morð og það hafi sagan sannað í
tilfelli annarra stjórnmálamanna,
svarar Einar Mar: „Já, það má
kannski segja það. Þeim sem hafa
gengið úr flokkum hefur nú ekki
gengið mjög vel. Nefna má að
Kristján Pálsson var settur út í
kuldann og Gunnar Örlygsson líka
í síðasta prófkjöri. Sjálfstæðis-
menn hafa hafnað þeim. Svo er
það Kristinn H. Gunnarsson.
Honum var tekið opnum örmum
af framsóknarmönnum en hann
spilaði sig út í horn og hefur núna
verið settur út af sakramentinu.
Það má því segja að þetta hafi
ekki góð áhrif á pólitíska framtíð
manna.“
Skaðar pólitíska framtíð
Tveir jeppar lentu í
árekstri á Sandskeiði, til móts við
Litlu kaffistofuna í Svínahrauni,
um klukkan fimm í gær. Tveir
menn voru í jeppunum.
Lögreglan í Kópavogi fékk
tilkynningu um áreksturinn
klukkan rúmlega fimm í gær og
kallaði á tvo sjúkrabíla sem fluttu
mennina á slysadeild Landspítala
- háskólasjúkrahúss í Fossvogi.
Að sögn læknis á vakt voru
meiðsli mannanna ekki alvarleg
og voru þeir útskrifaðir af
spítalanum í gærkvöldi.
Jepparnir eru mikið skemmdir
eftir áreksturinn að sögn
lögreglunnar í Kópavogi.
Tvo ökumenn
jeppa sakaði
Ungverska
landamæralögreglan handtók í
gær tvo króatíska ríkisborgara
fyrir stórfellt eiturlyfjasmygl.
Mennirnir reyndu að smygla
10.000 e-pillum auk nokkurs
magns af spítti. Söluvirði efnanna
er talið um 11 milljónir.
Á laugardag stöðvaði landa-
mæralögreglan slóvakískan
ríkisborgara á leið inn í Ung-
verjaland með mikið magn
heróíns. Talið er að söluvirði þess
sé rúmlega 24 milljónir.
Í báðum tilvikum voru efnin
falin í bíl. Lögreglan kannar nú
hvort málin séu tengd.
Teknir með
10.000 töflur