Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 4
 Lögreglan rannsakar nú ör sem virðist hafa verið skotið úr lásboga á knattspyrnu- leik í Stockport. Um utandeildar- leik var að ræða en eftir að dómarinn fann 60 cm lás- bogaörina á kafi í vellinum flautaði hann leikinn af. „Við héldum að þetta væri flugeldur eða eitthvað slíkt sem enginn hefði séð,“ sagði formaður annars liðsins en hann sat í stúkunni og horfði á er leikmenn gengu af velli. Ekki er vitað hver skaut örinni eða hvað bogamanninum gekk til. Lásbogi á knatt- spyrnuvelli Sáttmáli um sameiginlega baráttu gegn offitu hefur verið undirritaður af fulltrú- um Evrópulanda Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar. Í sáttmálan- um er kallað eftir aukinni samstöðu á milli opinberra aðila, frjálsra félagasamtaka, einstakl- inga og fjölskyldna. Offita er vaxandi vandamál í Evrópu og hefur tíðni hennar þrefaldast síðustu tvo áratugi. Þróunin þykir uggvænleg, ekki síst í ljósi þeirra heilbrigðisvanda- mála sem offita hefur í för með sér. Talið er að allt að sex prósent af útgjöldum til heilbrigðismála í Evrópu megi rekja til offitu. Berjast saman gegn offitu „Við töldum og teljum enn að þessi leki sé vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarðinn,“ segir Þorsteinn B. Bjarnason, íbúi á Siglufirði, sem berst við endur- tekinn vatnsleka í húsi sínu sem stendur aðeins fáeina metra frá fæti nýbyggðs varnargarðs í hlíð- inni fyrir ofan. Þorsteinn, kona hans og tvö börn, fjögurra og sjö ára, hafa nú í tvö ár öll sofið í einu herbergi á efri hæð húss síns á Hólavegi þar ekki er hægt að dvelja í svefnher- bergjum í kjallara vegna vatns- leka hófst í september 2004. Þor- steinn segir fjölskylduna þess utan hafa verið í stórhættu á tíma- bili vegna grjótflugs úr garðin- um. Bæjarsjóður samþykkti að kosta drenskurð við hús Þorsteins sem var grafinn í sumarlok í fyrra. Þorsteinn segir að þá hafi tekið fyrir lekann. Í maí á þessu ári fékk fjölskyldan 272 þúsund króna bætur vegna skemmda á gólfefnum og skápum. Nú í ágúst var lokið við að leggja nýtt park- ett í kjallaranum og stefndi í að fjölskyldan gæti hafið eðlilegt líf. „Við vorum reiðubúin að flytja niður aftur úr þessu eina herbergi sem við höfum sofið í öll fjögur en tókum þá eftir því að í einu horninu var rakabóla og mygla. Ég reif upp hluta af parkettinu og þá kom í ljós að það er byrjað að seytla inn aftur í einu horninu,“ lýsir Þorsteinn. Fjölskyldan á Hólavegi hefur nú óskað eftir því við bæjaryfir- völd og Ofanflóðasjóð að málið verði leyst í eitt skipti fyrir öll. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að kalla til hlutlausan aðila til að meta hvort ábyrgðin á tjóninu hvíli í raun á yfirvöldum. Í huga Þorsteins er hins vegar enginn vafi. „Þetta er ættaróðalið. Ég er fæddur hér. Það hefur aldrei verið leki í þessu húsi fyrr,“ segir hann. Þorsteinn segir kröfu sína ein- faldlega þá að málið verði klárað. „Sé ekki hægt að gera við þetta þá förum við fram á að okkur verði hjálpað, eða útvegað jafnvel nýtt húsnæði. Við erum bara orðin mjög þreytt á þessu,“ segir Þorsteinn sem tekur þó fram að í raun sé snjóflóðavarnargarðurinn ágætur – fyrir utan staðsetninguna: „Garðurinn er góð vörn svo fremi sem hann skapar okkur ekki meiri hættu og framkvæmdirnar sjálfar flæmi okkur ekki úr hús- inu. Það er svolítið kaldhæðnis- legt að það er búið að verja okkur frá fjallinu en ekki frá sjálfu sköp- unarverkinu.“ Varnargarður angrar siglfirska fjölskyldu Fjögurra manna fjölskylda á Siglufirði hefur öll sofið í sama herberginu í rúm tvö ár vegna vatnsleka frá snjóflóðavarnargarði. Bæjarfélagið og Ofanflóðasjóð- ur íhuga nú ábyrgð sína. Hjónin eru þreytt á ástandinu og vilja varanlega lausn. Ríkisstjórn bandalags hægri- og miðflokkanna í Svíþjóð er nú orðin óvinsælli en bandalag stjórnarandstöðuflokkanna. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í gær. Núverandi ríkisstjórn komst til valda eftir kosningarnar í september síðastliðnum en röð hneykslismála hefur dregið úr vinsældum stjórnarinnar. Stjórnarflokkarnir njóta nú 43,8 prósenta fylgis, sem er 4 prósentum minna en í kosningunum. Á meðan nýtur stjórnarandstaðan stuðnings 51,2 prósenta kjósenda. Sænska stjórn- in óvinsæl Nokkur hundruð manns komu saman í Madríd í gær til að minnast dauða einræð- isherrans Francos. Fólkið kom saman á Plaza de Oriente, en í valdatíð Francos var torgið vettvangur stórra útifunda. Haldnar voru ræður þar sem stefnu stjórnvalda í innflytjenda- málum var mótmælt og aukin réttindi samkynhneigðra voru fordæmd. Franco lést fyrir 31 ári, þá 82 ára að aldri, eftir nærri 40 ára valdasetu. Dauða hans er minnst hvert ár en stöðugt fækkar þeim er kjósa að heiðra minningu hans. Minntust dauða Francos Hjörtur Magni Jóhanns- son, safnaðarprestur Fríkirkj- unnar í Reykjavík, segir mikla mismunun eiga sér stað á milli trúfélaga á Íslandi. Hann segir að í raun ríki ekki trúfélagafrelsi hérlendis því á hverja ári fái þjóð- kirkjan vel á fjórða milljarð króna í framlög frá ríkinu á þeim for- sendum að ríkið sé að greiða út kirkjusögulegan arf allra lands- manna. Hann minnir á að 50 þús- und Íslendingar standi fyrir utan þjóðkirkjuna og því felist í þessu mikið óréttlæti. „Ég hef sett fram þessa gagn- rýni áður og bent á að þetta stang- ast á við jafnréttisákvæði stjórn- arskrárinnar. Forsendur jafnréttis og trúfrelsis byggjast á að opinber- um gjöldum einstaklinga sé ekki með beinum eða óbeinum hætti ráðstafað til eflingar trúfélags sem viðkomandi á ekki aðild að. Einnig að trúfélögum sé ekki mismunað með fjárveitingum. Hvort tveggja er brotið með þessu,“ segir Hjört- ur Magni. Hann segir að bæði dóms- og kirkjumálaráðuneytið, ráðherra málaflokksins og þjóð- kirkjustofnunin réttlæti fjárveit- ingarnar með fjarstæðukenndum rökum. „Á sama tíma segir biskup að engin ríkiskirkja sé til en þigg- ur þó laun sín frá ríkinu í hverjum mánuði. Ég vil meina að þetta sé siðlaust þótt það sé löglegt.“ Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vildi ekki tjá sig um gagn- rýni Hjartar í gær. Mikið óréttlæti viðgengst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.