Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2006, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 20.11.2006, Qupperneq 20
greinar@frettabladid.is Á sama tíma og stjórnvöld hér hafa nýlega lagt fram metnaðarfulla áætlun um Vatnajökulsþjóðgarð koma ráðamenn Norsk Hydro óboðnir hingað til lands og til- kynna öllum að óvörum að þeir hafi áhuga á að reisa mörg þúsund tonna álver hér á landi – hvorki meira né minna! Hugsandi fólk tengir fyrirætlanir Norðmannanna strax við vatnsaflsvirkjanir og verður þá hugsað til Jökulsár á Fjöllum með tignarfossinn Dettifoss auk allra hinna fossanna sunnan og norðan við. Það er eins gott að áætlanir um Vatnajökulsþjóðgarð eru komnar vel á veg , og að Jökulsá á Fjöllum er þar innanborðs frá upptökum til sjávar, því annars væri hætta á að menn færu aftur að velta fyrir sér virkjanamöguleikum þar. Vonandi eru þær hugmyndir komnar út af borðinu í eitt skipti fyrir öll með til- komu þjóðgarðsins, en allur er þó varinn góður í þessum efnum sem öðrum. Ef ráðamenn Norsk Hydro eru í alvöru að hugsa um að reisa hér álver, þá ætti helst að benda þeim á Keilisnes, ef ekki verður af stækkun i Straumsvík og álveri í Helguvík, en næsta álver hér hlýtur hins vegar að rísa norðan við Húsavík. Vatnajökulsþjóðgarður verður stærsti þjóðgarðurinn hér á landi, og jafnframt sá stærsti í Evrópu. Hann mun í framtíðinni ná allt norðan frá ósi Jökulsár á Fjöllum í Öxarfirði og suður undir ströndina í suðri milli Ingólfshöfða og Hornafjarðar. Meginuppistaðan í þjóðgarðinum verður þó sjálfur Vatnajökull – stærsti jökull í Evrópu. Það eru metnaðarfullar áætlanir sem umhverfisráðherrar undanfarinna ára hafa haft um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs á grundvelli þingsályktunartillögu Hjörleifs Guttormssonar sem samþykkt var árið 1999. Stofnun slíks þjóðgarðs er ekkert skyndiverk, og því er gott að umræðan um stofnun hans taki sinn tíma svo að allir geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Innan væntanlegs þjóðgarðs verður mikið land sem er í eigu ein- staklinga, og þótt ríkið hafi nýverið lagt fram óbilgjarnar kröfur varðandi þjóðlendur í Suður-Þingeyjarsýslu má það ekki verða til þess að seinka stofnun þjóðgarðsins. Þessar kröfur ríkisins eru ekki beint til þess að greiða fyrir samningum við landeig- endur varðandi væntanlegan þjóðgarð. Annars vegar er það að ásælast land, sem um aldir hefur verið talið í einkaeign, og hins vegar kemur skýrt fram í skýrslu umhverfisráðuneytisins um Vatnajökulsþjóðgarð, sem ríkisstjórnin samþykkti að byggja áframhaldandi vinnu við stofnun garðsins á, að mikilvægt sé að ná góðu samkomulagi við landeigendur á svæðinu. Án þátttöku þeirra verði ekkert af garðinum. Vatnajökull og nágrenni hans er mikil náttúruperla, sem þarf að ganga vel um. Það er grundvallaratriði að tryggja öllum jafn- an aðgang að svæðinu, hvort sem er að ræða göngufólk, jeppa- eða vélsleðamenn. Allir eiga að geta notið þess sem svæðið hefur upp á að bjóða, en jafnframt þarf að koma því þannig fyrir að einn hópurinn sé ekki fyrir öðrum, og allir geti notið frjálsræðis- ins og víðáttunnar á hálendinu innan ákveðinna marka. Vatnajökuls- þjóðgarður Björgvin Guðmundsson (mis)notar sl. fimmtudag stöðu sína á Fréttablað- inu til að lýsa í pistlinum Frá degi til dags, málefnastarfi Heimdallar síðast- liðin tvö ár, sem „hugmyndafræðilegri flatneskju“. Nú geti hins vegar „frjáls- hyggjumenn andað léttar“ því „hugsjónir Heimdallar lifi góðu lífi“ hjá núverandi stjórn, sem nýlega hafi mótmælt kaupum ríkisfyrirtækis á prentsmiðju og að ríkið reki RÚV. Lesendum til glöggvunar var Björgvin framar- lega í hópi þeirra, sem réðu árum saman í Heim- dalli, en urðu síðan ítrekað að lúta í lægra haldi í Heimdallar- og SUS-kosningum 2004-6. Er hann því miður iðulega í skrifum sínum fastur í þeim skot- gröfum. Þegar við tókum við stjórn Heimdallar haustið 2004 var starfið að margra mati í lægð, stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn langt undir kjör- fylgi, var um 23% í alþingiskosningum 2003. Sam- herjar Björgvins, hinir „sönnu“ frjálshyggjumenn höfðu þá farið með völd í Heimdalli árum saman, en náðu ekki betur til ungs fólks en þetta. Þessu þurfti að snúa við og ný stjórn Heimdallar ákvað að leggja, auk hefðbundinna baráttumála frjálshyggju, áherslu á mál, sem sneru að ungu fólki: Húsnæðis- og menntamál, forvarnir, stöðu ungra inn- flytjenda, borgarmál og mannréttindi fatlaðra, samkynhneigðra og þolenda kyn- ferðisafbrota. Kapp var lagt á að virkja sem flesta, gera starfið upplýsandi og skemmtilegt. Þetta var seinvirkt grasrót- arstarf, sem skilaði sér. Síðastliðinn vetur sýndu reglulegar mælingar á fylgi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík að það hafði nær tvöfaldast meðal ungs fólks frá alþingiskosningum 2003. Fleira kemur til en breyttar áherslur í ungliðastarfi, en ég fullyrði að það eigi sinn þátt. Ég spyr því hvort það sé ekki hugmyndafræðileg flatneskja, ef pólitískt ungliðastarf snýst fyrst og fremst um mikilvægi frjáls markaðar og frelsis ein- staklinga? Eiga stjórnmál ekki að snúast um fleira en rekstrarform og verða jöfn tækifæri ekki að fylgja frelsi einstaklingsins? Snúast stjórnmál ekki um aðstæður venjulegs ungs fólks? Ég tel að svo sé og er þess fullviss að það gerir líka ný stjórn Heim- dallar, sem við studdum sl. haust, gegn félögum Björgvins. Stóraukinn stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn bendir einnig til að það sé okkur sammála. Höfundur er fyrrverandi formaður Heimdallar og annar varaformaður SUS. Hugmyndafræðileg flatneskja? Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið Fyrir pistlahöfundinn hefur lífið aftur hafið sinn vanagang að lokinni prófkjörsbaráttu. Það var skemmtilegur tími, kona hefði ekki slegið hendinni á móti betri árangri en telur þó að þegar öllu sé á botninn hvolft megi hún vel við una. Alls konar spekingar túlka niðurstöður kosninga af þessu tagi hver með sínum hætti. Endanlegur dómur um hvort vel tókst til eða ekki verður kveðinn upp á kjördag, það gera kjósend- ur. Því hvort heldur okkur líkar betur eða verr, þá er það ekki eingöngu vegna stefnu stjórn- málaflokka sem fólk gefur þeim atkvæði sitt heldur skipta málsvararnir og áherslur þeirra einnig máli. Dagur íslenskunnar var í síðustu viku. Í grunnskólum var lögð áhersla á að við hlökkum til jólanna en okkur hlakkar ekki til þeirra. Njörður P. Njarðvík fékk verðlaun, hann sagðist helst hafa áhyggjur af andvaraleysi. Ég held að hann eigi þá meðal annars við ósið eins og þann að við segjum hæ og bæ, í stað þess að nota góð, gild og þægilega íslensk orð eins og sæl og bless. Ef svo er þá er ég honum sammála en játa að ég er sek um þetta, mea culpa, mea culpa. Nú heiti ég því að venja mig af þessum ósið, fyrst kona getur hætt að reykja þá hlýtur hún að geta hætt þessu. Stofnanamál er ákaflega leiðinlegt fyrirbrigði finnst mér og stend í mikilli baráttu við viðkomandi aðila. Viðkomandi aðili birtist í mörgum myndum, hann getur verið kona eða karl og hann getur verið fyrirtæki. Aðilinn er ekki alltaf viðkomandi. Hann getur verið samningsaðili, pöntunaraðili, móttökuaðili og jafnvel óásættanlega óínáanlegur. Það mun vera manneskja sem kona er mjög pirruð á að ná aldrei sambandi við vegna þess að manneskjan sem oftast er karl hefur mjög mikið að gera eða er alltaf á fundum eða kannski bara í golfi. Í vikunni barðist ég við sögnina að vanefna, hún hefur fyrir einhverra hluta sakir fest í skjölum sem gefin eru út á mína ábyrgð. Ég veit að um vanefndir getur verið að ræða og ég veit líka að margir búa við vanefni, en þykist aldrei hafa vanefnt neitt þótt ég hafi ábyggilega ekki efnt allt sem ég hef lofað um ævina. Ekki voru allir á eitt sáttir um skoðun mína á þessu enda sagnorðið notað í skjölunum í langan tíma. Það var þó látið undan nöldrinu í mér og héðan í frá verður sagt á mínum vinnu- stað að fólk standi ekki við samninga eða efni ekki það sem það hefur lofað, að minnsta kosti verður það svo ef ég heyri til. Fyrsta snjónum kyngdi niður um helgina. Væntanlega fer ég þá gangandi í vinnuna næstu daga eða þar til snjóinn tekur upp. Er svo heppin að búa í göngufæri við vinnustaðinn. Ég ætla nefnilega að fara að áskorun borgaryfir- valda og leggja nagladekkjunum og leggja þar með mitt af mörkum til að minnka svifrykið, skora á fleiri að gera það. Þeir sem ekki eru svo heppnir að geta gengið í vinnuna geta gengið út á stoppistöð og tekið strætó. Það er hrikalegt að sjá hvernig naglarnir fara með göturnar og rykið sem læðist inn til okkar sem búum við miklar umferðargötur er til merkis um mengunina sem naglarnir valda. Auðvitað er ekki hægt að banna nagladekk, eðlilegt að atvinnubílstjórar noti þau svo og þeir sem þurfa að fara út fyrir bæinn, en við sem erum nær eingöngu á ferðalagi innanbæjar ættum að ganga eða nota almenn- ingssamgöngur þessa daga sem snjórinn liggur yfir. Fyrst minnst var á borgaryfir- völd verður ekki látið hjá líða að hrósa þeim fyrir áform um að borga fyrir íþróttir eða listnám krakkanna. Borgarráð mun fyrr í mánuðinum hafa falið íþrótta- og tómstundaráði, ÍTR, að gera tillögur um svokallað frístunda- kort. Þetta er hið besta mál og mun sams konar kerfi eða eitthvað sem skilar sama árangri þegar vera komið í gagnið í einhverjum nágrannasveitarfé- lögum. Ég trúi því að þetta muni renna beint til þeirra sem krakkarnir sækja þjónustu til þannig að þetta hafi engin áhrif á skattgreiðslur foreldranna, ég vona minnsta kosti að svo sé. Því fyrr sem þetta kemst í gagnið því betra. Bravó fyrir Reykjavíkur- borg í baráttunni við svifrykið og að taka þátt í kostnaði við tómstundaiðkun krakkanna. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnum- inn með lögum. Ástkæra ylhýra og fleira Aðilinn er ekki alltaf við- komandi. Hann getur verið samningsaðili, pöntunaraðili, móttökuaðili og jafnvel óásætt- anlega óínáanlegur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.