Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 8
Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt lögum VR gerir uppstillingarnefnd tillögu um skipan í trúnaðarstöður félagsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt erindi til starfsmanns nefndarinnar, Elísabetar Magnúsdóttur, á skrifstofu VR. Einnig er hægt að senda erindið á uppstillingarnefnd@vr.is fyrir 6. desember 2006. Uppstillingarnefnd mun stilla upp lista sem endurspeglar eins og hægt er félagið; aldur, kyn og störf félagsmanna. Einnig verður litið til félagsaðildar og starfa fyrir félagið. Kosið er um, 8 meðstjórnendur í stjórn VR og 3 til vara, 57 fulltrúa í trúnaðar- ráð og 25 til vara, 4 fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og 4 til vara. Uppstillingarnefnd Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? Kjarnorkudeilan við Norður-Kóreu og endurlífgun alþjóðlegra viðræðna um alþjóða- viðskipti og tolla voru meðal umfjöllunarefna leiðtoga efna- hagsbandalags Kyrrahafsríkja, APEC, um helgina. Fundurinn var haldinn í Víetnam. Svokallaðar Doha-viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar liðuðust í sundur í sumar og aðild- arríki APEC, 21 talsins, vilja ráða bót á því. „Við erum tilbúin að stöðva þráteflið,“ sagði í yfirlýs- ingu frá leiðtogum ríkjanna. „Það felur í sér að skera niður landbún- aðarstyrki sem skaða samkeppn- isstöðu í viðskiptum, stuðla að betra aðgengi landbúnaðarvöru að mörkuðum, lækka tolla á iðnaðar- vörum og styðja viðskipti með þjónustu með tilliti til hagsmuna aðildarríkjanna.“ Þrátt fyrir áherslur á alþjóða- viðskipti tröllriðu umræður um Norður-Kóreu fundinum, en ríkið er ekki aðili að APEC. Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, benti á Víetnam sem góða fyrirmynd fyrir önnur ríki heimshlutans. „Ef leiðtogar Norður-Kóreu og Myan- mar fylgdu fordæmi Víetnam, mundi það opna nýja braut friðar og tækifæra,“ sagði Rice. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, sagði að heimurinn þyrfti að nálgast kjarnorkudeiluna afar varlega, en af festu. George Bush Bandaríkjafor- seti fagnaði afstöðu Shinzo Abe, nýs forsætisráðherra Japans, sem hefur fylgt Bandaríkjunum að máli í deilunni við stjórnvöld Norður-Kóreu, en kjarnorkutil- raun þeirra hinn 9. október vakti óhug á heimsvísu. „Við viljum að leiðtogar Norð- ur-Kóreu heyri að ef þeir stöðva kjarnorkuáætlanir sínar erum við tilbúin að hefja viðræður við þá um öryggismál og stuðla að nýjum efnahagsaðgerðum í þágu íbúa landsins,“ sagði Bush eftir stund- arlangan fund með Roh Moo-hyun, forseta Suður-Kóreu. Stjórnvöld Suður-Kóreu hafa ekki verið reiðubúin að styðja aðgerðir gegn Norður-Kóreu að fullu, en studdu þó ályktun Sam- einuðu þjóðanna gegn mannrétt- indabrotum kommúnistastjórnar- innar í Pyongyang. „Stjórnvöld í Suður-Kóreu eru ábyrg fyrir afleiðingum þessa glæps, að hindra samskipti Kóreu- ríkjanna,“ sagði í tillkynningu frá talsmanni Norður-Kóreustjórnar í kjölfar ályktunarinnar. Vilja aukið viðskiptafrelsi Aðildarríki APEC vilja viðræður um aukið frjáls- ræði í alþjóðaviðskiptum. Ríkin sammæltust um að kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu yrði að stöðva. Ísland er í tólfta sæti yfir lönd þar sem auð- velt er að reka fyrirtæki. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðabankans þar sem kannað var hversu auðvelt er að reka fyrirtæki í 175 löndum. Áður var Ísland í ellefta sæti. Þau lönd sem standa Íslandi framar eru Singapúr, Nýja-Sjáland, Bandaríkin, Kanada, Hong Kong, Bretland, Danmörk, Ástralía, Noregur, Írland og Japan. Samkvæmt skýrslunni er erfiðast að reka fyrirtæki í Kongó, Austur-Tímor og Gínea-Bissá. Þar segir að Ísland standi framarlega hvað varðar vernd eignarréttar og einnig þykir auðvelt að fá samningum framfylgt hérlendis. Það sem erfiðar rekstrarskilyrði hérlendis er talið vera erfiðleikar við að ráða og reka starfsfólk. Þá þykir Ísland standa öðrum löndum að baki hvað varðar vernd fjárfesta. Melissa Johns, sérfræðingur hjá Alþjóðabankanum, er væntanleg hingað til lands eftir helgi. Hún mun kynna skýrsluna á morgunverðarfundi á Grand Hóteli á þriðjudag sem Viðskiptaráð Íslands, utanríkisráðu- neytið, Alþjóðabankinn og Þróunarsamvinnustofnun standa sameiginlega fyrir. Breskir hermenn, sem villtust við heræfingar í Kenía á föstudag, drápu hvítan nashyrning sem réðst að þeim. Hvítir nashyrningar eru í útrýmingar- hættu og aðeins um 170 eftir í Kenía, en hermennirnir sögðust ekki hafa átt annarra kosta völ. Áður voru um 20 þúsund hvítir og svartir nashyrningar í Kenía, en fjöldi þeirra hefur snarminnk- að vegna veiðiþjófa sem ásælast horn þeirra. Hvítir nashyrningar geta orðið allt að 2,7 tonn að þyngd og eru næststærstu landdýrin á eftir fílum. Drápu trylltan nashyrning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.