Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 59
Stór og saumuð bók með ljósmynd- um eftir Pál Stefánsson kom út snemma í september, PS Ísland, og bætist í rekka ljósmyndabóka hans sem flestar eru sprottnar úr linnulausu starfi hans fyrir Ice- land Review og skyldar útgáfur. Páll segir í inngangsorðum bókar- innar að hann líti fyrst og fremst á sig sem tímaritaljósmyndara; landslagið varð meginviðfangs- efni hans fyrir duttlunga örlaganna. Landslagsmyndin varð enda snemma eitt helsta viðfangs- efni íslenskra ljósmyndara, rétt eins og landslagið lagði undir sig íslensku kvikmyndina. Föður- landsástir, fósturjarðarbríminn sem menn drukku í sig með móð- urmjólkinni, setti svip sinn á allt. Eins og Þorgeir Þorgeirson benti á í langri viðtalsmynd skömmu fyrir andlát sitt: íslenska hefðin í kvik- myndagerð voru auglýsingar fyrir landið sem ferðamannaland. Það er fyrst núna að íslensk kvik- myndagerð er að losa sig undan túrisma-vinklinum. En er íslensk ljósmyndun laus? Þarf að senda íslenska ljósmynd- ara til útlanda til að þeir taki eftir öðru en landslagi? Í bók Palla Stefáns eru mörg gríðar- lega falleg augnablik. Myndirnar eru flestar brotnar um á opnu sem þýðir að flestar myndanna eru rofnar skurði og skugga. Sem er synd. Ljósmyndarinn hefur litið aragráa augnablika í öllum veðr- um á landinu og fest þau á filmu. Sumar myndir hans eru formrann- sókn á lit og áferð í landinu og þar sækir hann til litatilrauna Rafns Hafnfjörð sem leiddu úr tilraun- um hans sem fram koma á tíma afstraktsins. Þannig eru myndir Páls frá Hrafntinnuskeri (8, 16 og 120) meðan aðrar minna ískyggi- lega á þematíska rannsókn Hrings Jóhannessonar á tímabili (6, 18, 60, 108, 122). Þannig leitar mynd- efnið á kynslóð fram af kynslóð. Spyrja má við vinnslu bókar sem PS hvað ráði samsetning- unni? Hér er ekki unnið skipulega með efnið eins og í hringvegsbók- inni hans. Hér er heldur ekki unnið einvörðungu með panorama-verk sem þó eru nokkur í bókinni. Hún er samsafn og fyrir bragðið ósam- stæð. Markhópurinn er líka útlend- ingafjöldi og íslenskir áhugamenn um fegurð landsins. Það er raunar ljóður á bókinni hvað hún er ósam- stæð. Einstaka myndir eru langt fyrir neðan þann standard sem Páll hefur sem ljósmyndari eins og klisjukenndur staur úr Grímsey. En margt er hér feikifallegt. En þetta er mannautt land. Burtu vikið spilliefnum, málmdrasli, vegir fáir – þetta er sá afvikni partur af landinu sem verður til meðan það er torbýlt og erfitt yfir- ferðar. Bókin verður þannig eins konar eftirskrift, áminning um það sem gleymdist en við verðum að vita: þessu erum við að glata. Eftirskrift í myndum Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson er nú í æfingum í Borgarleik- húsinu hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Dagur vonar var fimmta verk Birgis sem komst á svið og vakti gríðarlega athygli og aðdáun þegar það var frumsýnt í Iðnó í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Síðar var gerð eftir leikritinu sjónvarpsmynd í stjórn Lárusar Ýmis Óskarssonar. Að þessu sinni er það Hilm- ir Snær Guðnason sem leikstýrir og verður verkið frumsýnt í byrj- un næsta árs á nýja sviði. Samstarfsmenn Hilmis eru Vytautas Narbutas sem gerir leik- mynd og Kári Gíslason sem lýsir. Leikendur eru Ellert Ingimundarson, Sigrún Edda Björns- dóttir, Hanna María Karlsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Gunnar Hansson og Birgitta Birgisdóttir. Lára býr með þremur stálpuð- um börnum sínum eftir fráfall mannsins síns, Öldu sem er geð- veik, Reyni hinum jarðbundna og Herði sem gælir við listamanns- drauma. Inn á heimilið kemur elskhugi Láru, Gunnar, atvinnu- laus alkóhólisti, sem setur fjöl- skylduna í uppnám. Verk um mörkin á milli snilli og geðveiki, draums og veruleika, orsaka og afleiðinga. Dagur vonar á svið í janúar Debetkort með kreditheimild – vaxtalaus og án nokkurs kostnaðar! DMK Debetkortið* er einstakt í sinni röð þar sem það hefur tvöfalda eiginleika – bæði debet og kredit! DMK Debetkortið fæst án árgjalds og er með 200 fríum færslum. DMK Kreditheimildin* er nýjung hér á landi og er bæði vaxtalaus og án nokkurs kostnaðar. Það er góð tilfinning að eiga fyrir því sem maður ætlar að kaupa en stundum geta komið upp þær aðstæður að þörf er á að brúa bilið tímabundið. Þá kemur sér vel að eiga DMK Debetkort með kreditheimild! Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is Sæktu um DMK á spron.is Aðrir þættir DMK þjónustunnar eru: • DMK Yfirdráttarheimild • DMK Tiltektarlán • DMK Léttlán • DMK 90% íbúðalán • DMK Ráðgjöf • DMK Reglulegur sparnaður • DMK Tilboð Fram til áramóta fánýir viðskiptavinir í DMK gjafabréf fyrirtvo í Borgarleikhúsinu. A RG U S / 06 -0 55 2 * skv. útlánareglum SPRON Líka fyrir þig; lífið, fréttirnar og fjörið á ensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.