Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 20.11.2006, Qupperneq 24
Í síðustu viku var tilrauna- verkefnið nágrannavarsla sett formlega af stað í Dverghömr- um í Grafarvogi. Íbúar götunn- ar eru ánægðir með verkefnið og telja mikilvægt að nágrann- ar hjálpist að og gæti eigna hver annars. Þjónustu- og rekstrarsvið Reykja- víkurborgar og lögreglan standa að nágrannavörslunni og er mark- miðið að íbúar við Dverghamra og fimm aðrar götur víðs vegar um borgina taki þátt í tilraunaverk- efninu sem stendur í eitt ár. Sig- urður Kr. Björnsson, íbúi við Dverghamra, segir að íbúar séu almennt ánægðir með verkefnið. „Við vorum nokkur við götuna búin að taka okkur saman að eigin frumkvæði og gættum húsa hver annars ef einhverjir fóru í burtu og þegar öllum í götunni var svo boðið að taka þátt í formlegu verk- efni sem gekk út á sams konar vöktun leist okkur vel á það,“ segir hann. Öllum íbúum Dverghamra var boðið til fundar með Reykjavíkur- borg og lögreglunni og verkefnið kynnt fyrir þeim. „Á kynningar- fundinum tilnefndu íbúar götunn- ar einnig fulltrúa úr hverjum botnlanga hennar til þess að vera í tölvupóstsambandi við verkefnis- stjóra. Netföng allra íbúa eru svo skráð og ef lögreglan vill koma einhverju sérstaklega á framfæri er hægt að senda póst beint á alla. Fulltrúarnir koma síðan skilaboð- unum til þeirra sem ekki eru tengdir, en þeir eru ekki margir.“ Sigurður telur að það hafi ekki verið nein tilviljun að Dverghamr- ar hafi verið valdir til þess að taka þátt í verkefninu. „Hér er mikið um einbýli, mikill gróður og göngustígar í kring sem gerir það að verkum að óprúttnir náungar eiga auðvelt með að athafna sig ef enginn er að fylgjast með. Þó að ég sé sjálfur með öryggiskerfi þá vekur það ennþá meiri öryggis- kennd að vita að nágrannarnir eru á vaktinni og geta brugðist við ef eitthvað er. Þetta snýst einfald- lega um að hafa vakandi auga, sér- staklega með mannlausu húsun- um, og þegar við förum í frí eða yfirgefum húsin okkar fylgjast nágrannarnir með þeim og ganga jafnvel um hluta þeirra. Í raun er þetta það sama og íbúarnir hafa verið að gera í minni hópum en nú er þetta allt samtengdara og sjá- anlegra, gatan er merkt með sér- stöku merki og við erum búin að fá merki á húsin.“ Ef íbúarnir verða svo varir við einhverjar grunsamlegar manna- ferðir eiga þeir strax að hafa sam- and við lögregluna. „Eins og lög- reglan sagði sjálf þá geta lítil atriði sem við höldum að skipti engu máli verið mikilvæg þegar kemur að því að upplýsa mál,“ segir Sigurður en hann er mjög ánægður með lögregluna í Hamra- hverfinu og segir að þrátt fyrir að Dverghamrar séu dálítið úr alfara- leið og ekki mikil umferð um göt- una alla jafna, sé lögreglan mjög sýnileg. „Lögreglan kemur til dæmis oft í skólann á fræðslu- fundi og annað slíkt og ég sem íbúi í hverfinu og foreldri er mjög sátt- ur við frumkvæði og forvarnar- starf hennar.“ Smáatriði geta skipt máli Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com STIGAR OG HANDRIÐ Við höfum lausnina, mælum, teiknum, smíðum og setjum upp Á lager : Beinir stigar - Loftastigar Handlistar - Stólpar - Pílárar ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir 4thfloorhotel Laugarvegur 101 • 4thfloorhotel.is Vetrartilboð 1. nóvember - 1. maí Útvegum miða á leiksýningar og jólahlaðborð 1 manns herbergi 2ja manna herbergi Hópar 10+ Helgarferð kr. 5.900 kr. 7.900 kr. 5.000 á mann kr. 14.000 2 nætur í hjónaherbergi Hágæða ræstivörur fyrir nútíma ræstingu Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Brimnes - Nesbakki - Skipavík - Litabúðin - SR bygingavörur - Byggt og búið - Litaver - Rými - Núpur - Áfangar Keflavík - Pottar og prik (Daggir) Akureyri - Takk hreinlæti Heilsöludreifing: Ræstivörur ehf - Stangarhyl 4 - 110 Reykjavík - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.