Fréttablaðið - 20.11.2006, Side 60

Fréttablaðið - 20.11.2006, Side 60
Í ágúst á þessu ári dó hin 22 ára gamla fyrirsæta Luisel Ramos eftir að hafa fallið í yfirlið á tísku- sýningu. Ramos þjáðist af átrösk- un og var víst búin að vera matar- laus í nokkra daga áður en hún dó vegna hjartabilunar. Ramos var frá Úrúgvæ en í Suður-Ameríku fer tíðni átröskunar hækkandi. Dauðsfall hennar varð upphaf- ið að umræðunni og brugðust margir við. Stjórnvöld í Madríd bönnuðu of mjóar fyrirsætur á sýningarvikunni þar og mörg stór nöfn í tískubransanum hafa lýst yfir stuðningi sínum við þetta uppátæki. Nú fyrir stuttu dó svo hin 21 árs gamla Carolina Reston frá Brasilíu en hún þjáðist af anorex- íu. Reston var á leiðinni til Parísar í viðtal við tískuhús Giorgio Arm- ani og því á mikilli uppleið í brans- anum. Þremur dögum fyrir við- talið lést Reston á sjúkrahúsi í Sao Paulo og hafa hennar nánustu sagt að matarvenjur Reston hafi ein- kennst af tómötum og eplum einum saman. Reston hóf fyrir- sætustörf aðeins 13 ára gömul. Hinn margrómaði tískukóngur Giorgio Armani hefur einnig lýst yfir stuðningi sínum við baráttuna gegn átröskunarsjúkdómum og segist bara vilja kvenlega vaxnar fyrirsætur í sýningar sínar. „Fyr- irsætur hafa stundum verið taldar aðeins gangandi herðatré en hið ofurgranna útlit er nú dottið úr tísku og heilbrigðið tekið við,“ segir Armani. Þetta er umdeilt mál og spurn- ing hvernig fólk ber sig að til að sporna við dauðsföllum af þessu tagi. En svo mikið er víst að eitt- hvað verður að gera því fyrirsæt- ur í dag eru jú fyrirmyndir kvenna á öllum aldri. Leikkonan Gwyneth Palt- row mun að öllum líkindum fara með aðal- hlutverkið í rómantísku gamanmynd- inni The Seven Day Itch á móti Ben Stiller. Leikstjórar myndarinnar eru Farelly-bræður sem hafa sent frá sér vinsældar myndir á borð við Dumb and Dumber og There´s Something About Mary. Er myndin lausleg endurgerð á The Heartbreak Kid frá árinu 1972. „Ben heldur að hann sér kvæntur konu drauma sinna. Hún er falleg en í brúð- kaupsferðinni kemst hann að því að hún er klikkuð,“ sagði Bobby Farrelly. Leikur á móti Stiller Kevin Federline, fráfarandi eigin- maður poppstjörnunnar Britney Spears, hefur farið fram á fullt forræði yfir sonum þeirra tveim og ber við að Britney sé ekki fær um að annast þá. Eldri drengurinn er rúmlega ársgamall og sá yngri ekki nema tveggja mánaða. Federline, eða K- Fed eins og hann kallar sig, fór fram á forræðið yfir þeim degi eftir að Britney sótti um skilnað fyrr í mánuðinum. Fjölmiðlar hafa fjallað um nokkur afglöp Britney í móðurhlutverki og þykir líklegt að Kevin muni færa sér það í nyt. Fyrr á árinu sást til dæmis til hennar undir stýri með eldri son sinn í fanginu auk þess sem myndir náðust af henni þar sem bílstóll barnsins sneri í öfuga átt. Sumir segja að Kevin hafi það eitt í huga að komast í buddu söng- konunnar en lögmaður hans segir það af og frá. „Þetta snýst aðeins um velferð barnanna og Kevin er tilbúinn að ganga alla leið til að hún verði tryggð,“ segir hann. Fyrir á Kevin tvö börn og að sögn barnsmóður hans greiðir hann ekkert meðlag fyrir utan skóla- gjöld í einkaskóla. Afi Britney, June Austin Spears, hefur tjáð sig um málið í fjölmiðla og segir að Kevin sé rekinn áfram af græðgi. „Af hverju sóttist hann ekki eftir forræði yfir hinum börnunum? Það er bara vegna þess að ólíkt Britney er móðir þeirra ekki rík.“ K-Fed heimtar fullt forræði 365 hf., kt. 600898-2059, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, birtir í dag, mánudaginn 20. nóvember 2006, lýsingu á ensku undir heitinu Prospectus. Lýsingin er gefin út rafrænt á heimasíðu 365 hf., www.365.is og á heimasíðu umsjónaraðila, Landsbanka Íslands hf., www.landsbanki.is. Lýsingin er jafnframt birt í fréttakerfi Kauphallar Íslands hf., http://news.icex.is. Fjárfestar geta nálgast eða óskað eftir innbundnum eintökum af lýsingunni hjá 365 hf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, næstu 12 mánuði. Heildarfjöldi hluta í 365 hf. eru 3.286.671.824 hlutir. Allir útgefnir hlutir í 365 hf. eru skráðir á aðallista Kauphallar Íslands hf. Lýsingin er gefin út vegna breytinga á starfsemi 365 hf. (áður Dagsbrúnar hf.). 365 hf. - Birting lýsingar 20. nóvember 2006 Umræðan um of mjóar fyrirsætur fer hátt um þessar mundir en átröskunarsjúkdómar og svelti hafa löngum verið tengd tískuheiminum. Nú hafa tvær frægar fyrirsæt- ur dáið úr átröskunarsjúkdómnum með stuttu millibili og þær fréttir skekja nú tískuheiminn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.