Fréttablaðið - 20.11.2006, Page 10

Fréttablaðið - 20.11.2006, Page 10
Við erum geðveikt góð saman F í t o n / S Í A Sparisjóðurinn og viðskiptavinir hans sameinast nú um að styrkja samtök sem vinna að úrbótum í geðheilbrigðismálum. Fjórði hver Íslendingur á við geðræn vandamál að stríða einhverntíma á ævinni en með réttri meðhöndlun og stuðningi eru yfirgnæfandi líkur á að fólk nái bata. Við bjóðum viðskiptavinum Sparisjóðsins að velja eitt af þeim átta félögum sem við höfum ákveðið að styrkja í ár. Þá mun Sparisjóðurinn greiða 1000 kr. fyrir hvern þann viðskiptavin sem tekur þátt. Auk þess geta allir, viðskiptavinir og aðrir, lagt málefninu lið og bætt við upphæð að eigin vali. Farðu inn á www.spar.is eða komdu í næsta Sparisjóð og gefðu þinn styrk. Misjafnar reglur gilda um nám útlendinga í tungu- máli viðkomandi lands á Norður- löndum. Sameiginlegt er í öllum löndunum fimm að nám í tungu- máli viðkomandi lands er frjálst fyrir borgara innan EES-svæðis- ins en tungumálanámið er ýmist skylda eða frjálst val fyrir borg- ara frá ríkjum utan EES. Finnar og Svíar hafa málanám- ið frjálst val fyrir alla borgara, hvort sem það eru borgarar innan EES-svæðisins eða utan, þó að boðið sé upp á tungumálanám á kostnað hins opinbera í báðum löndum. Í Finnlandi ber atvinnu- lífið hluta kostnaðarins og óform- lega séð er ætlast til að fólk sem ætlar að starfa í Finnlandi læri finnsku eða finnlandssænsku. Svíar bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða í sænsku og eru almennt séð engin takmörk á því hversu mikið nám útlendingarnir mega taka. Sveitarfélagið borgar. Í Danmörku þurfa útlendingar sem koma utan ESB að læra dönsku í 30 stundir á viku í þrjú ár og má áætla að það nám taki rúm- lega tvö þúsund stundir í allt. Norðmenn og Íslendingar gera hins vegar minni kröfur. Í Noregi þurfa útlendingar, sem koma utan EES, aðeins að læra norsku í 250 stundir á kostnað hins opinbera og á Íslandi í 150 stundir. Á Íslandi er það fyrst og fremst einstaklingur- inn sjálfur og stéttarfélögin sem bera kostnaðinn, þó með stuðningi ríkisins. Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að gætt hafi mis- skilnings í umræðunni sem hefur farið fram hér á landi. „Við höfum undirgengist ákveðinn milliríkja- samning um að íbúar á EES-svæð- inu hafi sjálfkrafa atvinnuréttindi á Íslandi. Það er búið að ganga frá því og það er ekki hægt að þvinga þetta fólk til eins eða neins,“ segir hann. Eiríkur bendir á að mjög ein- falt sé að bjóða upp á málakennslu fyrir útlendinga og hvetja fólk til að læra íslensku en ekki sé hægt að skylda það. „En auðvitað bjóða öll ríkin upp á tungumálaþjálfun fyrir þá sem eru nýkomnir þótt með misjöfnum hætti sé hvernig það er gert, hvort atvinnurekend- ur eru hvattir til að veita tungu- málakennslu eða eitthvað annað.“ Misjafnt er hvort þjóðfélags- fræðsla og vinnumarkaðsfræðsla blandast inn í tungumálaþjálfun- ina í viðkomandi ríkjum eða ekki. Málanám frjálst val innan EES Útlendingar sem flytja innan EES-svæðisins þurfa ekki að læra tungumálið í nýju landi ef þeir vilja það ekki. Á Norðurlöndunum er tungumálanám útlendinga með ýmsu sniði. Hugmyndir eru nú uppi um að byggja sextíu herbergja hótel á Garðavelli á Akranesi. Í erindi þriggja meðlima Golfklúbbsins Leynis til bæjaryfirvalda kemur fram að klúbburinn myndi hafa aðstöðu á neðstu hæðinni. Segja bréfritarar að hótel á Garðavelli myndi efla golfklúbbinn enn frekar ásamt því að boðið yrði upp á glæsilegt gistirými, ráðstefnusali og veitingastað fyrir jafnt golfara sem almenning. Heimir Fannar Gunnlaugsson, formaður Leynis, segir stjórn félagsins vilja skoða hugmyndina. Endanleg ákvörðun verði síðan í höndum almenns félagsfundar. Síminn býður nú aðgang að samskiptaneti sem nýtir WiMAX-tækni. Um er að ræða þráðlaust net sem hentar vel fyrir bandbreiðar internetteningar. Síminn er fyrstur til að bjóða tengingar með tækninni, en þjón- ustan er nú þegar í tilraunarekstri fyrir sumarhúsasvæði í Gríms- nesi. „Um er að ræða langdrægt kerfi sem hentar vel þar sem hvorki er ljósleiðara- né ADSL- samband,“ segir Síminn en með tækninni er við bestu aðstæður hægt að veita notendum mikinn tengihraða og afkastamikla síteng- ingu við netið. Nýju tæknina má nýta bæði fyrir talsíma og gagnaflutning. Síminn fyrstur með WiMAX

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.