Fréttablaðið - 20.11.2006, Side 67

Fréttablaðið - 20.11.2006, Side 67
 Arjen Robben hefur hótað að yfirgefa Chelsea ef félagið kaupir franska kantmann- inn Florent Malouda frá Lyon. Chelsea er sagt hafa áhuga á að kaupa Malouda á 15 milljónir punda. Þrátt fyrir að vera einn skæðasti leikmaður Chelsea hefur Robben ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá José Mourinho, stjóra félagsins. Robben hefur varað Mourinho við að hann gæti vel hugsað sér að yfirgefa Chelsea ef hann fær ekki að spila meira en hann gerir. Robben hefur líka látið leikmenn sem lítið spila hjá Chelsea heyra það, leikmenn eins og Geremi og Carlo Cudicini. „Ef ég er ekki í liðinu þá mun ég íhuga mína stöðu. Það eru margir leikmenn hjá þessu félagi sem fá mikið borgað fyrir að gera ekki neitt, en ég er ekki einn af þeim. Ég er of ungur fyrir svoleiðis lagað,“ sagði Robben í viðtali við News of the World á dögunum. Malouda er einn besti ungi leikmaður Frakka og hefur leikið 26 landsleiki fyrir þjóðina. Arjen Robben hótar að fara Teymi hf., kt. 571106-0940, Skútuvogi 2, 104 Reykjavík, birtir í dag, mánudaginn 20. nóvember 2006, lýsingu á ensku undir heitinu Prospectus. Lýsingin er gefin út rafrænt á heimasíðu Teymis hf., www.teymi.is og á heimasíðu umsjónaraðila, Landsbanka Íslands hf., www.landsbanki.is. Lýsingin er jafnframt birt í fréttakerfi Kauphallar Íslands hf., http://news.icex.is. Fjárfestar geta nálgast eða óskað eftir innbundnum eintökum af lýsingunni hjá Teymi hf., Skútuvogi 2, 104 í Reykjavík, næstu 12 mánuði. Heildarfjöldi hluta í Teymi hf. eru 2.728.200.000. Lýsingin er gefin út vegna skráningar allra útgefinna hluta í Teymi hf., á aðallista Kauphallar Íslands hf. þann 20. nóvember 2006. Teymi hf. - Birting lýsingar 20. nóvember 2006 ÍS L E N S K A /S IA .I S /T E Y 3 49 50 1 1/ 06 Teymi | Skútuvogi 2 | 104 Reyk jav ík | S ími 595 5000 | www.teymi . is Það stefnir allt í að tékk- neski sóknarmaðurinn Milan Baros muni yfirgefa Aston Villa en Baros er búinn að missa sæti sitt í liðinu í hendur Chris Sutton sem félagið fékk til sín fyrr á leiktíðinni. Baros var á bekknum allan leikinn gegn Everton um síðustu helgi og Martin O‘Neill, fram- kvæmdastjóri Aston Villa, hefur gefið í skyn að Baros gæti farið frá félaginu í janúar. „Ég hélt að ég myndi standa mig betur á þessari leiktíð en ég hef lítið fengið að spreyta mig og frammistaðan hefur ekki verið eins góð og vonir stóðu til. Ef staðan hjá mér breytist ekkert þá mun ég hugsa mér til hreyfings,“ sagði Baros í viðtali við breska blaðið News of the World. Baros hefur aðeins skorað átta mörk fyrir Aston Villa frá því að hann gekk í raðir félagsins frá Liverpool árið 2005. Baros að yfir- gefa Villa Park? Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Wigan og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli á heima- velli Wigan, og Blackburn og Tot- tenham gerðu 1-1 jafntefli þar sem allt ætlaði að sjóða upp úr í lokin. Tugay kom Blackburn yfir með glæsilegu marki á 22. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Það var svo á 60. mínútu sem Jermain Defoe jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu eftir að Tugay braut á Aaron Lennon innan teigs, en Tugay fékk að líta rauða spjaldið fyrir vikið. 1-1 urðu lokatölur leiksins en undir lokin fékk Hossam Gahly að líta rauða spjaldið og Martin Jol, stjóri Tottenham, fékk sömu með- ferð fyrir að mótmæla rauða spjaldinu sem Gahly fékk. „Þetta var tilfinningaþrunginn leikur og dómarinn var ekki skyn- samur. Ég var bara að verja minn leikmann. Vonandi endurskoðar dómarinn ákvörðun sína,“ sagði Martin Jol eftir leikinn og bætti við að Ghaly hefði verið ranglega rekinn af velli. „Ghaly gerði þetta ekki viljandi og þetta var harður dómur.“ Leikur Wigan og Aston Villa fer seint í sögubækurnar fyrir gæði því lítið sást af fallegri knatt- spyrnu í honum og fá færi litu dagsins ljós. Besta færi leiksins kom á fyrstu mínútu leiksins þegar Henri Camara, sóknarmaður Wigan, átti góðan skalla sem Thom- as Sörensen varði vel í marki Aston Villa og Martin O‘Neill, stjóri Aston Villa, sagði að þessi markvarsla hefði skipt sköpum í leiknum. „Þetta var frábær markvarsla og hún kom okkur af stað. Ef bolt- inn hefði farið í netið þá hefði þetta orðið allt öðruvísi leikur. Mér fannst Wigan spila betur en við í fyrri hálfleik en við lékum vel í þeim síðari og vorum stanslaust að ógna þeim. Það tók okkur tíma að komast af stað í dag en við lékum ágætlega,“ sagði Martin O‘Neill eftir leikinn. Þrjú rauð spjöld hjá Blackburn og Tottenham Íslandsmeistaramótinu í sundi lauk um helgina með glæsi- brag. Alls voru tólf ný Íslandsmet sett á mótinu og níu unglingamet. Það er því óhætt að segja að það hafi sannkallað metaregn verið á mótinu sem fram fór í Laugardals- lauginni. Fyrsta úrslitasundið í gær var 200 metra fjórsund kvenna þar sem Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB fór með sigur af hólmi og setti nýtt Íslandsmet þegar hún synti á 2:16,94. Gamla metið átti Lára Hrund Bjargardóttir frá árinu 2001. Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR sigraði í 50 metra skriðsundi í gær og setti nýtt Íslandsmet í greininni, 25,55 sekúndur. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir úr sundfélaginu Ægi setti sitt annað Íslandsmet á mótinu þegar hún vann 100 metra flugsund á tíman- um 1:01,24. Þar með sló Kolbrún Ýr sitt eigið met í greininni sem hún setti árið 2003. Örn Arnarson setti Íslandsmet í 100 metra flugsundi þegar hann synti vegalengdina á 52,67 sek- úndum og bætti þar með fyrra metið um u.þ.b. hálfa sekúndu. Hrafn Traustason úr ÍA setti sitt þriðja drengjamet á mótinu þegar hann synti 200 metra fjór- sund á tímanum 2:16,84 en áður hafði Trausti sett met í 400 metra fjórsundi og 200 metra bringu- sundi. Svandís Þóra Sæmundsdóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir, Elfa Ingvarsdóttir og Soffía Klemenz- dóttir skipuðu telpnasveit ÍRB sem setti nýtt telpnamet í fjórum sinnum 100 metra skriðsundi en þær syntu á tímanum 4:12,27. Kvennasveit Ægis átti svo loka- orðið á mótinu þegar þær bættu Íslandsmetið í fjórum sinnum 100 metra skriðsundi. Þær syntu vega- lengdina á 3:55,95 og bættu gamla metið um tæpar þrjár sekúndur. Sveitina skipuðu þær Auður Sif Jónsdóttir, Ásbjörg Gústafsdóttir, Anja Ríkey Jakobsdóttir og Kol- brún Ýr Kristjánsdóttir. Íslandsmeistaramótinu í sundi lauk í gær en alls voru tólf ný Íslandsmet sett á mótinu. Auk þess voru níu unglingamet sett á mótinu og því óhætt að segja að sannkallað metaregn hafi verið í Laugardalnum um helgina.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.