Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 52
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Mín trú er sú að fátækt sé af hinu illa þegar við höfum nægtir alls. Díana játar að hafa verið Karli ótrú „Það er búið að vera takmark hjá mér mjög lengi að sigra á þessu móti,“ segir nýkrýndur heimsmeistari í kraftlyft- ingum, Auðunn Jónsson. „Ég hef keppt á heimsmeistaramótum víða um heim og alltaf langt í burtu frá Íslandi, til dæmis í Japan og Austur-Evrópu. Þess vegna sá ég að ég kæmist ekki nær heimavellinum en í Stavanger í Nor- egi. Þannig að ég vissi það fyrir að þetta yrði mitt mót og það gekk eftir.“ Margir félagar Auðuns studdu við bakið á honum í Stavanger sem honum þótti mjög gott enda var spenna í keppninni alveg fram að síðustu lyftu. „Aðalkeppinautur minn klikkaði á síð- ustu lyftunni sinni þannig að ég var í raun búinn að vinna fyrir síðustu lyft- una mína,“ segir Auðunn en hann vann á endanum með tuttugu kílóa mun. „Ég náði að lyfta öllum mínum lyftum í mótinu og það er ekki hægt að fara fram á meira en það.“ Heimsmeistaramót í kraftlyfting- um er samsett úr þremur greinum, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðu- lyftu. „Ég var alveg við minn besta árangur í hnébeygju og réttstöðulyftu en setti Íslandsmet í bekkpressu þar sem ég bætti mig um fimm kíló.“ Auðunn mætti galvaskur til vinnu sinnar á meðferðarheimilinu á Stuðl- um á mánudaginn og var að vonum vel fagnað. „Það var bara veisla þegar ég kom og það var alveg meiri háttar. Krakkarnir hafa verið mjög áhuga- samir um lyftingar og líkamsrækt í gegnum tíðina og verið mjög jákvæðir gagnvart mér. Oft þegar það er útivist- artími förum við í líkamsræktarstöð og ég sýni þeim hvernig þeir eiga að bera sig að,“ segir Auðunn og játar því að krökkunum þyki það spennandi að fá heimsmeistara í húsið. Spurður hvort hann ætli að láta gott heita og hætta á toppnum, segir Auð- unn: „Ég er reyndar að reyna að gera það upp við mig núna. Markmiðin mín náðu ekkert lengra en fram að þessu móti. Ég vil alls ekki fara að segja að ég sé hættur en koma svo aftur.“ Einu sinni áður hefur Íslendingur unnið heimsmeistaratitil í kraftlyft- ingum en það var náfrændi Auðuns, Guðni Sigurjónsson. „Hann vann reyndar í næsta flokki fyrir neðan mig, 110 kg flokki árið 1991 en við erum systkinabörn.“ Legsteinar Kynningarafsláttur af völdum tegundum Fjölbreytt úrval Hagstæð verð Stuttur afgreiðslufrestur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Lillý Steingrímsdóttir, Þverholti 10, Keflavík, sem lést á Heilsustofnun Suðurnesja, 12. nóvember sl. verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 21. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilsustofnun Suðurnesja. Jón Ísleifsson Ísleifur Jónsson Svanlaug Jónsdóttir Hildur Nanna Jónsdóttir Steinunn Stefanía Magnúsdóttir Ólafur Eggert Júlíusson Sigtryggur Leví Kristófersson ömmu-, langömmubörn og fjölskyldur þeirra. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Þorvaldur Magnússon Gullsmára 11, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 21. nóvember kl. 13. Árni Rúnar Þorvaldsson Valgerður Sumarliðadóttir Magnús Smári Þorvaldsson Þóra Þorgeirsdóttir Halldór Bergmann Þorvaldsson Alda Sigrún Ottósdóttir Magnús Ívar Þorvaldsson Kolbrún Haraldsdóttir Guðni Þór Þorvaldsson Sigurlaug Pálsdóttir María M. Magnúsdóttir Ingibjörg G. Magnúsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Á fimmta hundrað unglinga hafa skráð sig í klúbbinn Flott án fíkn- ar og eru alls níu klúbbar starfræktir í dag. Um er að ræða nýja nálgun í for- vörnum samkvæmt hugmynd Guð- rúnar Snorradóttur, verkefnisstjóra hjá Ungmennafélagi Íslands, sem stýrir verkefninu. „Þetta byrjaði fyrir fjórum árum þar sem ég var námsráð- gjafi í Lindarskóla í Kópavogi. Ég var að þreifa fyrir mér varðandi forvarn- ir og þannig varð þetta til. Og þetta virtist vera eitthvað sem krakkarnir vildu því strax varð meirihluti ungl- inga í skólanum meðlimir í klúbbn- um.“ Krakkarnir gera skriflegan samn- ing við foreldra sína um að neyta ekki tóbaks, áfengis né ólöglegra vímu- efna. Svo hittast þau reglulega og gera eitthvað skemmtilegt saman að sögn Guðrúnar. „Dæmi um það sem þau gera er bingó, matarkvöld, keila, sund- laugarpartí og margt fleira.“ Guðrún segir að sér hafi þótt skorta jákvæða styrkingu í forvarnarvinnu undanfarið. „Við höfum verið að horfa of mikið á þá sem hafa fallið. Ég vil að við beinum athyglinni að þessum flottu krökkum sem eru að standast þrýstinginn.“ Framtíðarsýn Guðrúnar er að allir grunnskólakrakkar á landinu eigi kost á að ganga í klúbb á hverjum stað. „Einnig viljum við stofna framhalds- starfsemi fyrir framhaldsskólakrakk- ana.“ Fimmhundruð flott án fíknar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.