Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 20.11.2006, Blaðsíða 64
Hefur hækkað um átta hundruð sæti á árinu Knattspyrnuþjálfara- félag Íslands hélt á laugardaginn aðalfund sinn í Smáranum, félags- heimili Breiðabliks. Venja er að velja þjálfara ársins í meistara- flokki karla og kvenna á þessum fundum og í ár voru það Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH í karlaflokki, og Elísabet Gunnars- dóttir, þjálfari kvennaliðs Vals, sem fengu þessi verðlaun. Einnig voru veittar viðurkenn- ingar fyrir vel unnin störf í þjálfun yngri flokka. Þau sem fengu viðurkenningu í þeim flokki voru Ingvar Gísli Jónsson, þjálfari hjá FH, Páll Viðar Gíslason hjá Þór á Akureyri og Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hjá Ægi í Þorlákshöfn. Stjórn félagsins var endurkjör- in á fundinum en Sigurður Þórir Þorsteinsson hefur gegnt starfi formanns undanfarin átta ár. Ólafur og Elísa- bet valin best Roger Federer sýndi og sannaði að hann er fremsti tennisspilari veraldar þegar hann rúllaði yfir James Blake í úrslitum á stórmeistaramóti sem fram fór í Sjanghæ. Úrslitaleik- urinn var í gær og þar vann Federer öruggan sigur í þremur settum, 6-0, 6-3 og 6-4. Blake lýsti þessum leik sem svo að hann hafi fengið kennslu- stund í tennis en Federer lék feikilega vel allan leikinn. Federer tapaði úrslitaleiknum á þessu móti fyrir ári síðan og var greinilega staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig. Hann sýndi algjöra yfirburði í fyrsta settinu og það eina sem Blake gat gert var að horfa til himins og biðja æðri máttarvöld um aðstoð. Federer sigraði í Sjanghæ Padraig Harrington frá Írlandi bar sigur úr býtum á opna stórmótinu í golfi sem lauk í Miyazaki í Japan í gær. Hann vann besta kylfing heims, Tiger Woods, á annarri holu í bráða- bana. „Þegar þú ert að keppa gegn kylfingi eins og Tiger þá verðurðu að grípa öll þau tækifæri sem þér býðst. Heppnin var með mér í liði en stundum fylgir lukkan þeim hugrökku,“ sagði Harrington. Harrington átti sannkallað undrahögg á annarri holu bráðabana þegar hann lét tré sem var í vegi fyrir honum ekki stöðva sig. Hann og Tiger voru jafnir eftir 72 holur, báðir á níu höggum undir pari. Í gær lauk einnig opna meistaramótinu í Hong Kong en þar var það kylfingurinn Jose Manuel Lara sem sigraði með eins höggs mun. Nýliðinn Juvic Pagunsan varð í öðru sæti. Vann Tiger í bráðabana Utah Jazz hefur farið mjög vel af stað í NBA-deildinni en í fyrrinótt vann liðið níunda leik sinn af fyrstu tíu með því að leggja Phoenix 120-117 eftir framlengingu. Með þessum sigri jafnaði liðið bestu byrjun sína í sögunni. Nýliðinn Paul Millsap vakti mikla athygli í leiknum en hann spilaði eins og þrautreyndur leikmaður og skoraði sex af átján stigum í framlengingunni. Deron Williams var stigahæstur Utah manna í leiknum en hann skoraði 25 stig. „Sjálfstraust mitt er algjör- lega í hámarki og ég get þakkað þjálfurum mínum og liðsfélögum fyrir það. Það er mjög erfitt að koma inn sem nýliði en mér er sýnt mikið traust og legg mig allan fram,“ sagði Millsap sem hefur átt algjöra draumabyrjun í NBA-deildinni enda hjá liðinu sem hefur náð bestum árangri allra liða í upphafi leiktíðar. Meðal annarra úrslita í fyrrinótt má nefna að Washington sigraði Cleveland 111-99 þar sem Gilberto Arenas skoraði 45 stig og gaf sex stoðsendingar fyrir Washington. Utah Jazz á miklu skriði „Við vorum einfaldlega lélegir og það var enginn klassi yfir þessum leik. Varnarleikurinn gekk ágætlega upp hjá okkur en sóknin var hins vegar ömurleg. Við spiluðum mjög óagað í sóknar- leiknum og gáfum þeim þetta í lokin. Það var hausinn sem klikk- aði á leikmönnum, það vantaði leikmenn hjá okkur en líka hjá þeim og ef við getum ekki unnið svona leiki á heimavelli eigum við ekki skilið að vinna neitt,“ sagði Sigurður Sveinsson, þjálfari Fylk- ismanna, sem var sár og svekktur eftir að hans menn töpuðu með þriggja marka mun fyrir Stjörn- unni á heimavelli sínum í gær. Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn, gestirnir fóru betur af stað en heimamenn voru þó skrefinu á undan lengst af. Fyl- kir náði þriggja marka forskoti, 10-7, en lokamínútur hálfleiksins voru eign Stjörnumanna sem höfðu eins marks forskot, 12-11, í hálfleik. Seinni hálfleikurinn þróaðist mjög svipað og sá fyrri og voru Fylkismenn yfir nær allan tímann en munurinn þó aldrei mikill. Þegar skammt var eftir af leikn- um var Fylkir yfir 22-20 en þá hrundi leikur þeirra og Stjarnan refsaði þeim. Mikil spenna var undir lokin en þrjú síðustu mörk leiksins komu frá Stjörnunni sem vann 27-24. Kristján Halldórsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur við leik sinna manna. „Við byrjuðum leikinn ágætlega en ég get sagt það hreint út að þetta var ekki góður leikur af okkar hálfu. Hóp- urinn gerði ekki það sem var lagt upp með en við náðum samt sigri. Það er jákvætt að við náum að sigra þótt við spilum illa, þegar fer að vora er bara horft á stigin. Þeirra leikur var voðalega háður Vladimir Duric sem er mjög sterk- ur leikmaður og við áttum erfitt með hann,“ sagði Kristján. Sterka leikmenn vantaði í bæði lið í gær, Tite Kalandadze er í leik- banni hjá Stjörnunni og þá voru Ólafur Víðir Ólafsson og Patrekur Jóhannesson ekki með. Hjá Fylk- ismönnum vantaði Eymar Krüger sem hefur skorað flest mörk þeirra það sem af er tímabili. Það var ekki fallegur handbolti sem var spilaður í Fylkishöllinni í gær, baráttan var frekar í aðalhlut- verkinu. Konráð Olavsson spilaði lykilhlutverk og var markahæstur í Stjörnuliðinu. „Það eru til gamlir taktar í Konna enn þá. En að maður sem er langt kominn á fertugsald- urinn sé að klára þetta fyrir okkur sýnir leikmönnum að þeir þurfa aðeins að fara að spýta í,“ sagði Kristján. Báðir markverðirnir stóðu sig vel í leiknum en besti leikmaður Fylkisliðsins var Duric sem skor- aði alls níu mörk og þar af sex í fyrri hálfleiknum en gestirnir tóku hann úr umferð á köflum í leiknum. Stjarnan og Fylkir höfðu sætaskipti eftir leikinn í gær, Stjarnan hefur sex stig eftir sjö leiki en Fylkir hefur leikið leik færri og er með fimm stig. Gamla kempan Konráð Olavsson átti frábæran leik fyrir Stjörnumenn sem sóttu bæði stigin í Árbæinn í gær og unnu 27-24 í DHL-deild karla í handbolta. Leikurinn fór hægt af stað og það var sem heimamenn vildu halda hraðanum niðri sem lengst. Eftir eilítið jafnræði náðu Framarar smám saman þriggja marka forskoti í bragðdaufum leik en undir lok hálfleiksins hrundi leikur ÍR-inga og Framarar náðu sjö marka forskoti. Staðan í hálf- leik var 19-12 gestunum í Fram í vil. Gestirnir hófu seinni hálfleik- inn á sömu nótum og þeir enduðu þann fyrri og voru fljótlega komn- ir með tíu marka forskot. Þar með má segja að úrslit leiksins hafi verið ljós og bæði lið léku út leik- tímann án mikillar fyrirhafnar eða áreynslu. Leikur heimamanna í gær ein- kenndist af lélegu skipulagi, en á tímum virtust hvorki leikmenn né þjálfari vita í hvorn fótinn átti að stíga. Léleg vörn varð þeim að falli og það er ljóst að meira þarf að koma til ef ekki á að fara illa fyrir liðinu í vetur. Sigur Framara var aldrei í vafa og lokatölur urðu 29-40 þeim í vil. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Framara, var sáttur í leikslok. „Við bjuggumst við ÍR- ingunum sterkari en þetta. Þeir hafa spilað betur að undanförnu. Við spiluðum mjög vel í dag, sann- færandi varnarleik og góðan sókn- arleik, og þeir virkuðu ráðalaus- ir.“ Þá sagðist hann viss um að leiðin lægi upp á við eftir misjafnt gengi í vetur. „Meistaradeildin færði okkur mikla reynslu sem nýtist liðinu en við þurfum að vinna okkur upp töfluna. Við eigum tvo leiki til góða á hin liðin og þurfum bara að klára þá og hífa okkur upp. Það er mikið eftir.“ Auðveldur sigur Framara á ÍR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.